RÚV – í núinu og til framtíðar Kristinn Dagur Gissurarson skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Í kjölfar skýrslu starfshóps, sem menntamálaráðherra skipaði um rekstur og starfsemi RÚV frá því það var ohf.-vætt árið 2007, hafa spunnist miklar og oft á tíðum óvægnar umræður í þjóðfélaginu. Sitt sýnist hverjum, eðlilega, en því miður hafa menn farið í skotgrafirnar og borið brigslyrði upp á höfunda skýrslunnar, stjórnendur og stjórn RÚV og jafnvel starfsmenn. Það er miður. Skýrslan kom út 29. október og er afar forvitnileg lesning. Hægt er að deila um framsetningu, orðfæri, samhengi, skipan starfshópsins og svo framvegis. En skýrslan stendur eftir sem opinbert plagg og ber að skoðast sem slíkt. Því er rétt að fara aðeins yfir sögu RÚV frá árinu 2007 og hvað framtíðin gæti borið í skauti sínu.Ohf.-væðing RÚV Ákveðið var við stofnun RÚV ohf. að eigið fé þess yrði 15%. Þó var vitað á þeim tíma að það væri of lágt eða alla vega um það deilt. Útvarpsgjaldið sem sett var á hefur aldrei gengið óskert til félagsins. Þessi tilhögun leiddi til margs konar vandamála í rekstri RÚV og þurfti fjárveitingavaldið að leggja stofnuninni til aukafjárveitingar nokkrum sinnum auk þess að afskrifa skuldir. En þessar upphæðir náðu þó ekki þeirri upphæð sem RÚV hefði fengið ef Alþingi hefði ekki klipið af útvarpsgjaldinu. Rétt er að hafa þessa staðreynd í huga þegar skeggrætt er um rekstrarvanda RÚV.Tími mikillar skuldasöfnunar Segja má með sanni að í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms á árunum 2009/13 hafi vandi RÚV orðið því sem næst óstjórnlegur. Ekki nóg með að ríkisstjórn þeirra með fulltingi Alþingis hafi stórlega skert framlög til RÚV heldur fóru þáverandi stjórn og útvarpsstjóri offari í lántökum til að halda rekstri félagsins í óbreyttri mynd. Það ferli endaði svo með stórum hvelli, síðla árs 2013 þegar þáverandi útvarpsstjóri, Páll Magnússon, sagði af sér í kjölfar mikillar ólgu vegna fjöldauppsagna og hagræðingaraðgerða. Hvað olli því að félagið flaut sofandi að feigðarósi á þessum tíma er umhugsunarefni en ábyrgðin var á hendi þáverandi stjórnar og útvarpsstjóra. Þeirra er að svara fyrir þann tíma í rekstrarsögu RÚV ohf.Núið og LSR lánið Þó margt orki tvímælis þá gert er, er alveg ljóst að góður viðsnúningur hefur orðið á rekstri RÚV ohf. frá því að nýr útvarpsstjóri og ný stjórn tóku við keflinu. Miklar skuldir íþyngdu félaginu og þörf var á aðgerðum. Farið var í miklar aðhaldsaðgerðir innandyra og hluti hússins eða nálægt 3.000 fermetrar leigðir út. Samið var um frestun afborgana og vaxta af LSR-láninu í eitt og hálft ár. Þessi aðgerð tryggði jákvætt sjóðstreymi á tímabilinu sem er félaginu lífsnauðsynlegt. Það er auðvitað álitamál hvort réttlætanlegt sé að ríkið yfirtaki þessa skuldbindingu sem nú stendur í um 3,2 milljörðum. Stofnunin fékk lóð og húseign á móti skuldum á sínum tíma, árið 2007. Verði tekjur af sölu lóðar notaðar til lækkunar skulda mun eigið fé félagsins fara úr tæpum 6% í um 16% sem er meira en það var við stofnun RÚV ohf.Framtíðin Miklar breytingar hafa orðið á fáum árum í fjölmiðlun og sér ekki fyrir endann á þeim. Það er því bráðnauðsynlegt að stjórn og útvarpsstjóri taki höndum saman og móti sína framtíðarsýn á hlutverki og starfsemi RÚV ohf. Allt þarf að vera undir í þeirri vinnu, þar á meðal skýrsla starfshóps undir forystu Eyþórs Arnalds um rekstur og starfsemi RÚV ohf. frá 2007 til dagsins í dag. Alþingi ræður miklu, og í raun öllu, um starfsemi RÚV ohf. á næstu misserum. Verði lögum ekki breytt er varða útvarpsgjaldið þarf að fara í gagngera uppstokkun á rekstrinum, nú þegar. Það er ekki skynsamlegt. Tryggja þarf reksturinn, í það minnsta, fyrir árið 2016 og nota fyrrihluta þess árs í vandaða greiningu á stöðu og hlutverki RÚV til framtíðar. Þá fyrst er hægt að taka vel ígrundaðar ákvarðanir.Er og verður RÚV er í þágu okkar allra. Framsóknarflokkurinn hefur ætíð staðið vörð um þessa menningarstofnun sem hefur fylgt okkur lengi og meginþorri þjóðarinnar vill hafa við hlið sér. Mikill mannauður og ómetanleg menningarverðmæti eru fólgin í RÚV. Þekking, reynsla og hæfileikar starfsmanna RÚV er gnægtabrunnur sem þjóðin nýtur góðs af. Undirritaður mun sem stoltur framsóknarmaður og stjórnarmaður í RÚV beita sér, hér eftir sem hingað til, fyrir öflugum og hlutlægum fjölmiðli í almannaeigu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í kjölfar skýrslu starfshóps, sem menntamálaráðherra skipaði um rekstur og starfsemi RÚV frá því það var ohf.-vætt árið 2007, hafa spunnist miklar og oft á tíðum óvægnar umræður í þjóðfélaginu. Sitt sýnist hverjum, eðlilega, en því miður hafa menn farið í skotgrafirnar og borið brigslyrði upp á höfunda skýrslunnar, stjórnendur og stjórn RÚV og jafnvel starfsmenn. Það er miður. Skýrslan kom út 29. október og er afar forvitnileg lesning. Hægt er að deila um framsetningu, orðfæri, samhengi, skipan starfshópsins og svo framvegis. En skýrslan stendur eftir sem opinbert plagg og ber að skoðast sem slíkt. Því er rétt að fara aðeins yfir sögu RÚV frá árinu 2007 og hvað framtíðin gæti borið í skauti sínu.Ohf.-væðing RÚV Ákveðið var við stofnun RÚV ohf. að eigið fé þess yrði 15%. Þó var vitað á þeim tíma að það væri of lágt eða alla vega um það deilt. Útvarpsgjaldið sem sett var á hefur aldrei gengið óskert til félagsins. Þessi tilhögun leiddi til margs konar vandamála í rekstri RÚV og þurfti fjárveitingavaldið að leggja stofnuninni til aukafjárveitingar nokkrum sinnum auk þess að afskrifa skuldir. En þessar upphæðir náðu þó ekki þeirri upphæð sem RÚV hefði fengið ef Alþingi hefði ekki klipið af útvarpsgjaldinu. Rétt er að hafa þessa staðreynd í huga þegar skeggrætt er um rekstrarvanda RÚV.Tími mikillar skuldasöfnunar Segja má með sanni að í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms á árunum 2009/13 hafi vandi RÚV orðið því sem næst óstjórnlegur. Ekki nóg með að ríkisstjórn þeirra með fulltingi Alþingis hafi stórlega skert framlög til RÚV heldur fóru þáverandi stjórn og útvarpsstjóri offari í lántökum til að halda rekstri félagsins í óbreyttri mynd. Það ferli endaði svo með stórum hvelli, síðla árs 2013 þegar þáverandi útvarpsstjóri, Páll Magnússon, sagði af sér í kjölfar mikillar ólgu vegna fjöldauppsagna og hagræðingaraðgerða. Hvað olli því að félagið flaut sofandi að feigðarósi á þessum tíma er umhugsunarefni en ábyrgðin var á hendi þáverandi stjórnar og útvarpsstjóra. Þeirra er að svara fyrir þann tíma í rekstrarsögu RÚV ohf.Núið og LSR lánið Þó margt orki tvímælis þá gert er, er alveg ljóst að góður viðsnúningur hefur orðið á rekstri RÚV ohf. frá því að nýr útvarpsstjóri og ný stjórn tóku við keflinu. Miklar skuldir íþyngdu félaginu og þörf var á aðgerðum. Farið var í miklar aðhaldsaðgerðir innandyra og hluti hússins eða nálægt 3.000 fermetrar leigðir út. Samið var um frestun afborgana og vaxta af LSR-láninu í eitt og hálft ár. Þessi aðgerð tryggði jákvætt sjóðstreymi á tímabilinu sem er félaginu lífsnauðsynlegt. Það er auðvitað álitamál hvort réttlætanlegt sé að ríkið yfirtaki þessa skuldbindingu sem nú stendur í um 3,2 milljörðum. Stofnunin fékk lóð og húseign á móti skuldum á sínum tíma, árið 2007. Verði tekjur af sölu lóðar notaðar til lækkunar skulda mun eigið fé félagsins fara úr tæpum 6% í um 16% sem er meira en það var við stofnun RÚV ohf.Framtíðin Miklar breytingar hafa orðið á fáum árum í fjölmiðlun og sér ekki fyrir endann á þeim. Það er því bráðnauðsynlegt að stjórn og útvarpsstjóri taki höndum saman og móti sína framtíðarsýn á hlutverki og starfsemi RÚV ohf. Allt þarf að vera undir í þeirri vinnu, þar á meðal skýrsla starfshóps undir forystu Eyþórs Arnalds um rekstur og starfsemi RÚV ohf. frá 2007 til dagsins í dag. Alþingi ræður miklu, og í raun öllu, um starfsemi RÚV ohf. á næstu misserum. Verði lögum ekki breytt er varða útvarpsgjaldið þarf að fara í gagngera uppstokkun á rekstrinum, nú þegar. Það er ekki skynsamlegt. Tryggja þarf reksturinn, í það minnsta, fyrir árið 2016 og nota fyrrihluta þess árs í vandaða greiningu á stöðu og hlutverki RÚV til framtíðar. Þá fyrst er hægt að taka vel ígrundaðar ákvarðanir.Er og verður RÚV er í þágu okkar allra. Framsóknarflokkurinn hefur ætíð staðið vörð um þessa menningarstofnun sem hefur fylgt okkur lengi og meginþorri þjóðarinnar vill hafa við hlið sér. Mikill mannauður og ómetanleg menningarverðmæti eru fólgin í RÚV. Þekking, reynsla og hæfileikar starfsmanna RÚV er gnægtabrunnur sem þjóðin nýtur góðs af. Undirritaður mun sem stoltur framsóknarmaður og stjórnarmaður í RÚV beita sér, hér eftir sem hingað til, fyrir öflugum og hlutlægum fjölmiðli í almannaeigu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar