Áskoranir í öryggismálum Auðunn Atlason skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hefur verið áberandi síðustu misserin og það kemur því miður ekki til af góðu. Í fyrsta skipti frá lokum síðari heimsstyrjaldar var landamærum í Evrópu breytt með hervaldi þegar Rússland innlimaði Krímskaga og vopnuð átök brutust út í austurhluta Úkraínu. ÖSE hefur reynst mikilvægur vettvangur til að koma á friði. Í fyrsta lagi er ÖSE alþjóðastofnun þar sem ekki er bara verið að tala um heldur við Rússland. Rússland, Úkraína og 55 önnur ríki, þ. á m. Ísland, eru aðilar. ÖSE setti strax á fót eftirlitsverkefni og nú starfa í Úkraínu um 600 alþjóðlegir eftirlitsmenn sem vakta vopnahléið og liðka fyrir samningum. Loks hefur hugmyndafræði ÖSE reynst notadrjúg þ.e. að þegar í harðbakkann slær þá er aldrei mikilvægara að hið pólitíska samtal rofni ekki. Þetta grundvallarstef á sér langa sögu. Upphafið má rekja til ársins 1975 þegar ríki austan og vestan járntjaldsins komu saman til fundar í fyrsta skipti. Í kalda stríðinu miðju náðist samkomulag um grundvallarprinsipp í samskiptum ríkja. Stofnsáttmáli ÖSE kveður þannig á um friðhelgi landamæra, friðsamlega lausn deilumála og virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti ríkja. Engin smá mál ef höfð er í huga saga aldanna og smærri þjóðum lífsnauðsyn. Starf ÖSE hefur raunar fallið vel að stefnu Íslands sem herlausrar þjóðar því áherslan er á lýðræði, mannréttindi og réttarríkið til að tryggja frið og öryggi. Nú þegar ÖSE-samstarfið fagnar 40 ára afmæli eru áskoranirnar tvíþættar. Annars vegar eru hernaðarleg öryggismál í uppnámi vegna átakanna í Úkraínu, traustið er brothætt. Hins vegar hefur virðing fyrir grundvallarmannréttindum farið þverrandi. Víða eru dæmi um að tjáningarfrelsi sé skert, fjölmiðlafólk handtekið og lýðræði skrumskælt. Þetta tvennt tengist af því að vanvirðing mannréttinda er oft og tíðum undanfari ofbeldis. Fimmtudaginn 12. nóvember kl. 18 stendur ÖSE fyrir kaffifundi á Hvalasafninu í Reykjavík til að ræða þessi mál. Daginn eftir verður málþing í Háskóla Íslands. Hvort tveggja má finna á Facebook. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hefur verið áberandi síðustu misserin og það kemur því miður ekki til af góðu. Í fyrsta skipti frá lokum síðari heimsstyrjaldar var landamærum í Evrópu breytt með hervaldi þegar Rússland innlimaði Krímskaga og vopnuð átök brutust út í austurhluta Úkraínu. ÖSE hefur reynst mikilvægur vettvangur til að koma á friði. Í fyrsta lagi er ÖSE alþjóðastofnun þar sem ekki er bara verið að tala um heldur við Rússland. Rússland, Úkraína og 55 önnur ríki, þ. á m. Ísland, eru aðilar. ÖSE setti strax á fót eftirlitsverkefni og nú starfa í Úkraínu um 600 alþjóðlegir eftirlitsmenn sem vakta vopnahléið og liðka fyrir samningum. Loks hefur hugmyndafræði ÖSE reynst notadrjúg þ.e. að þegar í harðbakkann slær þá er aldrei mikilvægara að hið pólitíska samtal rofni ekki. Þetta grundvallarstef á sér langa sögu. Upphafið má rekja til ársins 1975 þegar ríki austan og vestan járntjaldsins komu saman til fundar í fyrsta skipti. Í kalda stríðinu miðju náðist samkomulag um grundvallarprinsipp í samskiptum ríkja. Stofnsáttmáli ÖSE kveður þannig á um friðhelgi landamæra, friðsamlega lausn deilumála og virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti ríkja. Engin smá mál ef höfð er í huga saga aldanna og smærri þjóðum lífsnauðsyn. Starf ÖSE hefur raunar fallið vel að stefnu Íslands sem herlausrar þjóðar því áherslan er á lýðræði, mannréttindi og réttarríkið til að tryggja frið og öryggi. Nú þegar ÖSE-samstarfið fagnar 40 ára afmæli eru áskoranirnar tvíþættar. Annars vegar eru hernaðarleg öryggismál í uppnámi vegna átakanna í Úkraínu, traustið er brothætt. Hins vegar hefur virðing fyrir grundvallarmannréttindum farið þverrandi. Víða eru dæmi um að tjáningarfrelsi sé skert, fjölmiðlafólk handtekið og lýðræði skrumskælt. Þetta tvennt tengist af því að vanvirðing mannréttinda er oft og tíðum undanfari ofbeldis. Fimmtudaginn 12. nóvember kl. 18 stendur ÖSE fyrir kaffifundi á Hvalasafninu í Reykjavík til að ræða þessi mál. Daginn eftir verður málþing í Háskóla Íslands. Hvort tveggja má finna á Facebook.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar