Höldum okkur við staðreyndir Guðmundur Gunnarsson skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Í leiðara Fréttablaðsins 10. nóvember sl. fer Óli Kristján Ármannsson fram á að talsmenn Gætum garðsins haldi sig við staðreyndir. Óli Kristján segir að það séu rangfærslur og útúrsnúningar hjá Björk og Andra Snæ að halda því fram að Íslendingar horfi til þess að sjá Bretum fyrir rafmagni, eða að ríkisstjórnin geti á einhvern hátt keyrt í gegn stefnu þar sem ráðist yrði í virkjanir út um allar koppa grundir. Það virðist vera að Óli Kristján hafi ekki verið á fundinum eða ekki hlustað á streymi Vísis af fundinum. Þau vitnuðu í viðtöl sem birst hafa í enskum fjölmiðlum við forsætisráðherra Íslands og Bretlands þar sem þetta kom fram og birtu m.a. nokkrar tilvitnanir í ummæli þeirra um „Britain and Iceland volcano power project“. Í ræðum Bjarkar og Andra Snæs og undirritaðs var bent á að þessar fullyrðingar ráðherranna stæðust enga skoðun. Það væri einfaldlega ekki hægt að skaffa allt það rafmagn sem forsætisráðherrarnir töluðu um, jafnvel þó allt væri virkjað hér á landi sem virkjanlegt er. Þannig að réttara væri hjá Óla Kristjáni að beina orðum sínum til Sigmundar Davíðs og Cameron. Reyndar sagði iðnaðarráðherra í viðtölum á föstudaginn eftir fund Gætum garðsins að það væri margt rangt sem Björk og Andri Snær hefðu sagt. Við bíðum spennt eftir því að heyra frá iðnaðarráðherra hvað af því sem við sögðum sé rangt. Óli Kristján fullyrðir að meirihluti þeirrar orku sem rætt er um að selja um rafstreng verði umframorka frá núverandi virkjunum sem ekki nýtist hér innanlands. Staðan í dag er hins vegar sú að það er skortur á rafmagni á ákveðnum stöðum á landinu, sérstaklega á Norðausturlandi. Sú orka er framleidd með olíu. Þessi orka er til en það kallar á úrbætur í dreifikerfi Landsvirkjunar.Einn mesti fjársjóður landsins Við höfum í málflutningi okkar aldrei dregið það í efa að það þurfi að lagfæra orkudreifikerfið og jafnvel að virkja eitthvað meira, en það eru hins vegar uppi deilur um hvernig eigi að gera það. Það stefnir í að það vanti orku á Eyjafjarðarsvæðið, sama á við Skagafjarðarsvæðið, sama á við Skagaströnd þ.e.a.s. ef þar verður byggt álver. Það er hafin bygging stóriðju á Húsavík og þegar þessi stóriðja verður ræst vantar orku til Húsavíkur. Sama á við um Grundartanga, þangað vantar mikla orku. Það er hafin bygging orkufrekrar stóriðju í Helguvík, þangað vantar mikla orku. Þrátt fyrir þetta lætur forsætisráðherra landsins hafa eftir sér framangreindar fullyrðingar við erlenda fjölmiðla og fundur Gætum garðsins var einmitt haldinn til þess að leiðrétta það við þá fjölmörgu erlendu blaðamenn sem hér eru. Miðhálendi Íslands er sannarlega einn mesti fjársjóður landsins. Þar má finna stærsta ósnortna víðerni í Evrópu. Stórbrotnar landslagsheildir og náttúrufyrirbæri með eldfjöllum, jöklum, vatnsmiklum ám og fossum. Víðerni á Íslandi hafa minnkað um 68% frá árinu 1936 samkvæmt nýlegri rannsókn við Háskóla Íslands, það verður ekki gengið lengra. Það virðist ekki vefjast fyrir íslenskum stjórnvöldum að leggja lengsta sæstreng í heimi eða 1.200 kílómetra til Bretlands til þess að tryggja rafmagnsöryggi Bretlands. Til þess að geta gert það þarf að virkja nánast allt sem virkjanlegt er á landinu og leggja háspennulínur eftir þverar sveitir Norðurlands og yfir Sprengisand. Sigmundur Davíð segir það hins vegar ekki koma til greina að leggja jarðspennustrengi fyrir Íslendinga til verndunar íslenskrar náttúru, það sé alltof dýrt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins 10. nóvember sl. fer Óli Kristján Ármannsson fram á að talsmenn Gætum garðsins haldi sig við staðreyndir. Óli Kristján segir að það séu rangfærslur og útúrsnúningar hjá Björk og Andra Snæ að halda því fram að Íslendingar horfi til þess að sjá Bretum fyrir rafmagni, eða að ríkisstjórnin geti á einhvern hátt keyrt í gegn stefnu þar sem ráðist yrði í virkjanir út um allar koppa grundir. Það virðist vera að Óli Kristján hafi ekki verið á fundinum eða ekki hlustað á streymi Vísis af fundinum. Þau vitnuðu í viðtöl sem birst hafa í enskum fjölmiðlum við forsætisráðherra Íslands og Bretlands þar sem þetta kom fram og birtu m.a. nokkrar tilvitnanir í ummæli þeirra um „Britain and Iceland volcano power project“. Í ræðum Bjarkar og Andra Snæs og undirritaðs var bent á að þessar fullyrðingar ráðherranna stæðust enga skoðun. Það væri einfaldlega ekki hægt að skaffa allt það rafmagn sem forsætisráðherrarnir töluðu um, jafnvel þó allt væri virkjað hér á landi sem virkjanlegt er. Þannig að réttara væri hjá Óla Kristjáni að beina orðum sínum til Sigmundar Davíðs og Cameron. Reyndar sagði iðnaðarráðherra í viðtölum á föstudaginn eftir fund Gætum garðsins að það væri margt rangt sem Björk og Andri Snær hefðu sagt. Við bíðum spennt eftir því að heyra frá iðnaðarráðherra hvað af því sem við sögðum sé rangt. Óli Kristján fullyrðir að meirihluti þeirrar orku sem rætt er um að selja um rafstreng verði umframorka frá núverandi virkjunum sem ekki nýtist hér innanlands. Staðan í dag er hins vegar sú að það er skortur á rafmagni á ákveðnum stöðum á landinu, sérstaklega á Norðausturlandi. Sú orka er framleidd með olíu. Þessi orka er til en það kallar á úrbætur í dreifikerfi Landsvirkjunar.Einn mesti fjársjóður landsins Við höfum í málflutningi okkar aldrei dregið það í efa að það þurfi að lagfæra orkudreifikerfið og jafnvel að virkja eitthvað meira, en það eru hins vegar uppi deilur um hvernig eigi að gera það. Það stefnir í að það vanti orku á Eyjafjarðarsvæðið, sama á við Skagafjarðarsvæðið, sama á við Skagaströnd þ.e.a.s. ef þar verður byggt álver. Það er hafin bygging stóriðju á Húsavík og þegar þessi stóriðja verður ræst vantar orku til Húsavíkur. Sama á við um Grundartanga, þangað vantar mikla orku. Það er hafin bygging orkufrekrar stóriðju í Helguvík, þangað vantar mikla orku. Þrátt fyrir þetta lætur forsætisráðherra landsins hafa eftir sér framangreindar fullyrðingar við erlenda fjölmiðla og fundur Gætum garðsins var einmitt haldinn til þess að leiðrétta það við þá fjölmörgu erlendu blaðamenn sem hér eru. Miðhálendi Íslands er sannarlega einn mesti fjársjóður landsins. Þar má finna stærsta ósnortna víðerni í Evrópu. Stórbrotnar landslagsheildir og náttúrufyrirbæri með eldfjöllum, jöklum, vatnsmiklum ám og fossum. Víðerni á Íslandi hafa minnkað um 68% frá árinu 1936 samkvæmt nýlegri rannsókn við Háskóla Íslands, það verður ekki gengið lengra. Það virðist ekki vefjast fyrir íslenskum stjórnvöldum að leggja lengsta sæstreng í heimi eða 1.200 kílómetra til Bretlands til þess að tryggja rafmagnsöryggi Bretlands. Til þess að geta gert það þarf að virkja nánast allt sem virkjanlegt er á landinu og leggja háspennulínur eftir þverar sveitir Norðurlands og yfir Sprengisand. Sigmundur Davíð segir það hins vegar ekki koma til greina að leggja jarðspennustrengi fyrir Íslendinga til verndunar íslenskrar náttúru, það sé alltof dýrt.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar