Hátækni á mygluðum fornminjum Birgir Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Það er nokkuð vinsælt í kvikmyndum að mynda hið gamla og ekki síður að spá í framtíðina eins og nýlegar kvikmyndir hafa sýnt og verið vinsælar. Nóg er þessa dagana af áhugaverðu efni sem skrásetjarar framtíðar geta skoðað og kvikmyndað, t.d. hvort hjólreiðamönnum hafi tekist að loka Reykjavíkurflugvelli og knýja borgarbúa sem landsmenn almennt til hjólreiða. Annað áhugavert er nýlega fundinn snyrtilega hlaðinn götukantur sem hlaðinn var 1928 og nokkrir landkrabbar og landsfeður hafa viljað kalla hafnargarð og friða sem fornminjar. Vandséð er hvers konar skip gætu lagst að slíkum halla.Nýjan spítala án myglusvepps Þriðja málið væri hinn umtalaði Landspítali sem er nokkurn veginn á sama aldri og meintur hafnargarður og því rökrétt einnig fornminjar. Spítalinn er ótvírætt gamall með myglusveppum vítt og breitt sem hafa valdið heilsuvanda jafnvel hjá starfsfólki. Ekki eru heldur salernin mörg samkvæmt upplýsingum starfsmanna í fjölmiðlum. Þörf á nýjum spítala með salernum og án myglusveppa er flestum ljós. Var samþykkt samhljóða í hvelli af vitringum við Austurvöll að endurbyggja spítalann við Hringbraut og endurnýta byggingar sem mest og gera að hátæknisjúkrahúsi. Slíkar ályktanir eru sjaldnast til heilla og nú efast margir um ákvörðun vitringanna en sitja upp með þá og ákvörðun þeirra og telja nýbyggingu (án myglusveppa) utan þéttasta byggðakjarnans vera viturlegri.Til hverra var leitað? Fullyrt er við almenning að bestu ráða hafi verið leitað víða um lönd og samdóma álit fengist um að núverandi staðsetning væri hentugust þrátt fyrir umferð og endurnýta ætti sem flest á staðnum. Fróðlegt væri að vita til hverra hafi verið leitað a.m.k. var það ekki til Karólínsku stofnunarinnar, einnar virtustu á Norðurlöndum og jafnvel í Evrópu sem nú er að endurbyggja sjúkrahúsið í a.m.k þriðja skipti frá grunni og á nýjum stað utan borgarkjarnans með þeim rökum að það væri hentugra en að endurbyggja og endurnýta allt það gamla. Þarf ekki að leita víða til að sjá að þekkt sjúkrahús hafi verið endurbyggð á nýjum stöðum. Einhverjir eru með langt nef eins og Gosi forðum og svartan blett á tungunni fyrir að segja ekki rétt frá. Kvikmyndagestir framtíðarinnar geta sennilega fengið að vita hvaða hagsmunaöfl réðu því að reynt var að byggja hátæknisjúkrahús með framtíðarþarfir í huga á mygluðum fornminjum! Vonandi verður ekki tilefni fyrir kvikmyndagesti framtíðarinnar að spyrja hvers vegna ábyrgðarstöður séu enn veittar samkvæmt pólitískum, ættar- og kunningsskapartengslum en ekki faglegum verðleikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er nokkuð vinsælt í kvikmyndum að mynda hið gamla og ekki síður að spá í framtíðina eins og nýlegar kvikmyndir hafa sýnt og verið vinsælar. Nóg er þessa dagana af áhugaverðu efni sem skrásetjarar framtíðar geta skoðað og kvikmyndað, t.d. hvort hjólreiðamönnum hafi tekist að loka Reykjavíkurflugvelli og knýja borgarbúa sem landsmenn almennt til hjólreiða. Annað áhugavert er nýlega fundinn snyrtilega hlaðinn götukantur sem hlaðinn var 1928 og nokkrir landkrabbar og landsfeður hafa viljað kalla hafnargarð og friða sem fornminjar. Vandséð er hvers konar skip gætu lagst að slíkum halla.Nýjan spítala án myglusvepps Þriðja málið væri hinn umtalaði Landspítali sem er nokkurn veginn á sama aldri og meintur hafnargarður og því rökrétt einnig fornminjar. Spítalinn er ótvírætt gamall með myglusveppum vítt og breitt sem hafa valdið heilsuvanda jafnvel hjá starfsfólki. Ekki eru heldur salernin mörg samkvæmt upplýsingum starfsmanna í fjölmiðlum. Þörf á nýjum spítala með salernum og án myglusveppa er flestum ljós. Var samþykkt samhljóða í hvelli af vitringum við Austurvöll að endurbyggja spítalann við Hringbraut og endurnýta byggingar sem mest og gera að hátæknisjúkrahúsi. Slíkar ályktanir eru sjaldnast til heilla og nú efast margir um ákvörðun vitringanna en sitja upp með þá og ákvörðun þeirra og telja nýbyggingu (án myglusveppa) utan þéttasta byggðakjarnans vera viturlegri.Til hverra var leitað? Fullyrt er við almenning að bestu ráða hafi verið leitað víða um lönd og samdóma álit fengist um að núverandi staðsetning væri hentugust þrátt fyrir umferð og endurnýta ætti sem flest á staðnum. Fróðlegt væri að vita til hverra hafi verið leitað a.m.k. var það ekki til Karólínsku stofnunarinnar, einnar virtustu á Norðurlöndum og jafnvel í Evrópu sem nú er að endurbyggja sjúkrahúsið í a.m.k þriðja skipti frá grunni og á nýjum stað utan borgarkjarnans með þeim rökum að það væri hentugra en að endurbyggja og endurnýta allt það gamla. Þarf ekki að leita víða til að sjá að þekkt sjúkrahús hafi verið endurbyggð á nýjum stöðum. Einhverjir eru með langt nef eins og Gosi forðum og svartan blett á tungunni fyrir að segja ekki rétt frá. Kvikmyndagestir framtíðarinnar geta sennilega fengið að vita hvaða hagsmunaöfl réðu því að reynt var að byggja hátæknisjúkrahús með framtíðarþarfir í huga á mygluðum fornminjum! Vonandi verður ekki tilefni fyrir kvikmyndagesti framtíðarinnar að spyrja hvers vegna ábyrgðarstöður séu enn veittar samkvæmt pólitískum, ættar- og kunningsskapartengslum en ekki faglegum verðleikum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar