Northern Future Forum Arnar Þór Magnússon skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Fyrir stuttu komu saman í Reykjavík forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands á ráðstefnuna Northern Future Forum (NFF) í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Fyrsta ráðstefnan undir þessu heiti var haldin í London 2011 að frumkvæði David Cameron, forsætisráðherra Breta, og þær hafa síðan verið haldnar í Stokkhólmi, Ríga og Helsinki. Það sem gerir NFF-ráðstefnuna óvenjulega er að þar setjast ráðherrarnir niður, tveir til þrír saman, í litlum málstofum með sérfræðingum frá löndunum og ræða framtíðina með hliðsjón af tilteknum þemum. Undirliggjandi markmið ráðstefnunnar er að greina hvaða leiðir eru mögulegar til auka vöxt og viðgang viðkomandi samfélaga og skoða hvað við getum lært hvert af öðru. Ráðherrarnir hlusta, taka þátt í umræðum og fara heim með hugmyndir um leiðir til samfélagsumbóta. Þau samskipti sem fram fara á NFF og sú jákvæða nálgun sem notuð er til þess að horfa til framtíðarinnar gerir ráðstefnuna að einstökum viðburði. Í ár var horft til tveggja þátta, annars vegar vaxtar og viðgangs skapandi greina og hins vegar nýsköpunar í opinberum rekstri. Áður hafa á fundunum verið rædd málefni eins og hvernig menntakerfið styður við nýsköpun, græna hagkerfið og hvernig hægt er að fjölga konum í stjórnunarstöðum. Allt málefni sem skipta löndin miklu og í raun heiminn allan. Á ráðstefnunni í Reykjavík var meðal annars rætt hvernig menntakerfi gætu ýtt undir skapandi hugsun, hvernig hönnun getur nýst á ýmsum sviðum, með hvaða hætti hægt er að standa að nýsköpun í opinberum rekstri, t.d. í flóknum kerfum, svo sem heilbrigðiskerfum og skattkerfum, og hvernig hægt er að nota tækninýjungar til að hjálpa til við skipulag, þróun og rekstur borgarsamfélaga. Ásamt forsætisráðherrunum tók fjöldi sérfræðinga þátt í ráðstefnunni, þar af ríflega 40 frá fjölbreyttum fyrirtækjum og stofnunum. Um var að ræða bæði forstjóra stórra fyrirtækja, svo sem dönsku risanna Lego og ATP, en einnig forsvarsmenn minni fyrirtækja og sprotafyrirtækja og fulltrúa frá opinberum stofnunum. Á vefnum https://nff2015.is/ eru allar frekari upplýsingar um ráðstefnuna. Þar má nálgast umfjöllun um sérfræðingana, greinar um þemun, samantekt af málstofum o.fl. Áformað er að næsta ráðstefna verði haldinn í Noregi að ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu komu saman í Reykjavík forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands á ráðstefnuna Northern Future Forum (NFF) í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Fyrsta ráðstefnan undir þessu heiti var haldin í London 2011 að frumkvæði David Cameron, forsætisráðherra Breta, og þær hafa síðan verið haldnar í Stokkhólmi, Ríga og Helsinki. Það sem gerir NFF-ráðstefnuna óvenjulega er að þar setjast ráðherrarnir niður, tveir til þrír saman, í litlum málstofum með sérfræðingum frá löndunum og ræða framtíðina með hliðsjón af tilteknum þemum. Undirliggjandi markmið ráðstefnunnar er að greina hvaða leiðir eru mögulegar til auka vöxt og viðgang viðkomandi samfélaga og skoða hvað við getum lært hvert af öðru. Ráðherrarnir hlusta, taka þátt í umræðum og fara heim með hugmyndir um leiðir til samfélagsumbóta. Þau samskipti sem fram fara á NFF og sú jákvæða nálgun sem notuð er til þess að horfa til framtíðarinnar gerir ráðstefnuna að einstökum viðburði. Í ár var horft til tveggja þátta, annars vegar vaxtar og viðgangs skapandi greina og hins vegar nýsköpunar í opinberum rekstri. Áður hafa á fundunum verið rædd málefni eins og hvernig menntakerfið styður við nýsköpun, græna hagkerfið og hvernig hægt er að fjölga konum í stjórnunarstöðum. Allt málefni sem skipta löndin miklu og í raun heiminn allan. Á ráðstefnunni í Reykjavík var meðal annars rætt hvernig menntakerfi gætu ýtt undir skapandi hugsun, hvernig hönnun getur nýst á ýmsum sviðum, með hvaða hætti hægt er að standa að nýsköpun í opinberum rekstri, t.d. í flóknum kerfum, svo sem heilbrigðiskerfum og skattkerfum, og hvernig hægt er að nota tækninýjungar til að hjálpa til við skipulag, þróun og rekstur borgarsamfélaga. Ásamt forsætisráðherrunum tók fjöldi sérfræðinga þátt í ráðstefnunni, þar af ríflega 40 frá fjölbreyttum fyrirtækjum og stofnunum. Um var að ræða bæði forstjóra stórra fyrirtækja, svo sem dönsku risanna Lego og ATP, en einnig forsvarsmenn minni fyrirtækja og sprotafyrirtækja og fulltrúa frá opinberum stofnunum. Á vefnum https://nff2015.is/ eru allar frekari upplýsingar um ráðstefnuna. Þar má nálgast umfjöllun um sérfræðingana, greinar um þemun, samantekt af málstofum o.fl. Áformað er að næsta ráðstefna verði haldinn í Noregi að ári.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar