Slæmur rekstur eykur byrðar unga fólksins Halldór Halldórsson skrifar 11. nóvember 2015 15:45 Ef borgin væri fyrirtæki í þeirri stöðu sem útkomuspá fyrir árið 2015 og fjárhagsáætlun ársins 2016 lýsa við fyrri umræðu væri hluthafafundur boðaður í skyndi og skipt um stjórnendur. Borgarbúar gera að sjálfsögðu kröfu um að skattgreiðslur þeirra dugi fyrir rekstri. Annars aukast skuldir og vandanum er velt alveg sérstaklega yfir á herðar unga fólksins. Hvað er svona alvarlegt? Jú, útkomuspá fyrir A-hluta reiknar með 13,4 milljarða halla árið 2015. Þarna vega lífeyrisskuldbindingar þungt en þær þarf að borga og þegar við skoðum reksturinn án gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga er niðurstaðan slæm. Þetta sést vel með því að skoða hverju reksturinn skilar í hreinum peningum. Fjármálaskrifstofa borgarinnar segir að það þurfi að lágmarki að vera 9% af tekjum. Niðurstaðan fyrir árið 2015 stefnir í 5%. Þarna vantar því fjóra milljarða króna til að standa undir lágmarkskröfu um 9%. Það gera 11 milljónir kr. á dag eða fjórar Parísarferðir daglega fyrir 12 fulltrúa borgarinnar svo nýlegt dæmi sé tekið. Mismunurinn er fjármagnaður með lántöku enda hækka skuldir A-hluta um 30% á tveimur árum. Þetta bætist við að núverandi meirihluti og meirihluti Jóns Gnarr og Dags B. rak borgina með halla frá árinu 2010 að einu ári undanskildu. Þetta er ekkert einsdæmi þó tölurnar séu hærri en undanfarin ár vegna hærri lífeyrisskuldbindinga en árin á undan. Fjárhagsáætlun ársins 2016 reiknar með hálfs milljarðs kr. afgangi A-hluta. En þar er reiknað með fjárfestingatekjum að upphæð 7,6 milljarðar kr. Það er mikil óvissa í áætluninni og mikill veikleiki að skatttekjur skuli ekki duga fyrir rekstrinum. Samt aukast skatttekjur A-hluta um 10% frá útkomuspá til áætlunar 2016 og tekjur af fasteignasköttum um 11%. Höfum í huga að 2,3 milljarðar kr. eru óútfærð hagræðing í fjárhagsáætlun. 1,8 milljarðar í rekstrarhagræðingu, lækkun útgjalda og 500 m.kr. í eignasölu eða hækkun tekna. Niðurstöðutölur eru þar af leiðandi 2,3 milljörðum hagstæðari en ella ef þetta tekst ekki hjá meirihlutanum. Reykjavíkurborg er með útsvarið í hæstu löglegu hæðum þannig að skattar verða ekki hækkaðir. Þar liggur eina vörn skattgreiðenda sem hljóta að gera þá kröfu að meirihlutinn í Reykjavík taki á rekstrinum svo tekjur dugi fyrir útgjöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Ef borgin væri fyrirtæki í þeirri stöðu sem útkomuspá fyrir árið 2015 og fjárhagsáætlun ársins 2016 lýsa við fyrri umræðu væri hluthafafundur boðaður í skyndi og skipt um stjórnendur. Borgarbúar gera að sjálfsögðu kröfu um að skattgreiðslur þeirra dugi fyrir rekstri. Annars aukast skuldir og vandanum er velt alveg sérstaklega yfir á herðar unga fólksins. Hvað er svona alvarlegt? Jú, útkomuspá fyrir A-hluta reiknar með 13,4 milljarða halla árið 2015. Þarna vega lífeyrisskuldbindingar þungt en þær þarf að borga og þegar við skoðum reksturinn án gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga er niðurstaðan slæm. Þetta sést vel með því að skoða hverju reksturinn skilar í hreinum peningum. Fjármálaskrifstofa borgarinnar segir að það þurfi að lágmarki að vera 9% af tekjum. Niðurstaðan fyrir árið 2015 stefnir í 5%. Þarna vantar því fjóra milljarða króna til að standa undir lágmarkskröfu um 9%. Það gera 11 milljónir kr. á dag eða fjórar Parísarferðir daglega fyrir 12 fulltrúa borgarinnar svo nýlegt dæmi sé tekið. Mismunurinn er fjármagnaður með lántöku enda hækka skuldir A-hluta um 30% á tveimur árum. Þetta bætist við að núverandi meirihluti og meirihluti Jóns Gnarr og Dags B. rak borgina með halla frá árinu 2010 að einu ári undanskildu. Þetta er ekkert einsdæmi þó tölurnar séu hærri en undanfarin ár vegna hærri lífeyrisskuldbindinga en árin á undan. Fjárhagsáætlun ársins 2016 reiknar með hálfs milljarðs kr. afgangi A-hluta. En þar er reiknað með fjárfestingatekjum að upphæð 7,6 milljarðar kr. Það er mikil óvissa í áætluninni og mikill veikleiki að skatttekjur skuli ekki duga fyrir rekstrinum. Samt aukast skatttekjur A-hluta um 10% frá útkomuspá til áætlunar 2016 og tekjur af fasteignasköttum um 11%. Höfum í huga að 2,3 milljarðar kr. eru óútfærð hagræðing í fjárhagsáætlun. 1,8 milljarðar í rekstrarhagræðingu, lækkun útgjalda og 500 m.kr. í eignasölu eða hækkun tekna. Niðurstöðutölur eru þar af leiðandi 2,3 milljörðum hagstæðari en ella ef þetta tekst ekki hjá meirihlutanum. Reykjavíkurborg er með útsvarið í hæstu löglegu hæðum þannig að skattar verða ekki hækkaðir. Þar liggur eina vörn skattgreiðenda sem hljóta að gera þá kröfu að meirihlutinn í Reykjavík taki á rekstrinum svo tekjur dugi fyrir útgjöldum.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun