Lyfjaárásir – allir til varna Eyþór Víðisson skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Nýlegar fréttir þar sem grunur leikur á að konum sé byrluð ólyfjan á skemmtistöðum í Reykjavík er ógeðfelld lesning. Þessi brot eru alltof algeng hér á landi. Öllum má vera ljóst að slíkur verknaður, að setja deyfandi lyf í drykk hjá einstaklingi, er partur af tilraun til nauðgunar. Það er kristaltært að ábyrgð á nauðgun ber aðeins sá sem hana fremur. Allt tal um gáleysislegan klæðnað kvenna eða óhóflega áfengisdrykkju fórnarlamba er argasta þvæla enda er slíkt ofbeldi aldrei afsakanlegt. En hvað er til ráða? Öryggismálum má skipta í þrennt; vitund, varnir og viðbrögð. 1) gera þá sem eru í hættu meðvitaða um hættuna. 2) setja upp varnir til að draga úr líkum á að hættan komi upp og 3) innleiða viðbrögð til að minnka hugsanlega skaða. Í einni stöðuuppfærslu þar sem fórnarlamb tjáir sig, segir: „Þú …hefur …passað vel uppá að byrla okkur öllum til þess að það gæti nú engin okkar komið þeirri okkar sem þú ætlaðir að nauðga til aðstoðar þegar við myndum lamast…“ Í hvernig samfélagi búum við þar sem brotamaður getur gengið út frá því vísu að ósjálfbjarga manneskju verði ekki hjálpað af ókunnugum? Getur almenningur, með yfirvöld í fararbroddi, ekki tekið upp þá vitund að áberandi drukkið fólk eigi ekki að vera eitt á ferli, heldur að það skuli aðstoðað? Nú er það svo að dyraverðir þurfa vottun yfirvalda. Það eru því hæg heimatökin þar að auka vitund þeirra hvað þessa ógn varðar.Spurning um hugarfar Ef skemmtistaður leggur áherslu á að stöðva áberandi ölvaðan einstakling á leið inn, af hverju má þá ekki stöðva áberandi ölvaðan eða lyfjaðan einstakling sem er á leið út; veit hann eða hún hvert skuli haldið? Þykir viðkomandi hæfur til að koma sér heilum heim? Einnig má þá spyrja þann sem er að aðstoða þann ölvaða (hugsanlegur gerandi) um skilríki, s.s. taka mynd af þeim þannig að ef til kæru kemur í kjölfar lyfjanauðgunar, þá eru upplýsingar um geranda til. Hvað með þá sem eru edrú inni á þessum stöðum? Barþjónar, dyraverðir og aðrir starfsmenn? Af hverju er meðvitundarleysi eða ofurölvun ekki gerð að stórmáli inni á skemmtistöðum? Þetta er spurning um hugarfar. Hvaða staðir eru þetta? Lögreglan hlýtur að búa yfir þeim upplýsingum út frá útköllum og kærum. Hvað ef tilraun til lyfjaárásar á skemmtistað hefur áhrif á endurnýjun vínveitingaleyfis? Hvað ef þessir staðir eru opinberaðir, taka þeir þá kannski til hjá sér? Þjálfa starfsmenn sína betur, leita þeir frekar tæknilegra lausna, s.s. að bjóða upp á „örugg glös“ eða ísmola sem greina lyf? Af hverju búum við ekki til umhverfi þar sem meðvitundarleysi á almannafæri er tekið meira alvarlega? Við þurfum að auka umræðuna, upplýsa um hugsanlegar afleiðingar og fjölga Samverjum. Ég veit að það er hægt að draga úr fjölda lyfjaárása, sem og draga úr líkum á að þær heppnist. Þetta er spurning um vilja þeirra sem ráða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nýlegar fréttir þar sem grunur leikur á að konum sé byrluð ólyfjan á skemmtistöðum í Reykjavík er ógeðfelld lesning. Þessi brot eru alltof algeng hér á landi. Öllum má vera ljóst að slíkur verknaður, að setja deyfandi lyf í drykk hjá einstaklingi, er partur af tilraun til nauðgunar. Það er kristaltært að ábyrgð á nauðgun ber aðeins sá sem hana fremur. Allt tal um gáleysislegan klæðnað kvenna eða óhóflega áfengisdrykkju fórnarlamba er argasta þvæla enda er slíkt ofbeldi aldrei afsakanlegt. En hvað er til ráða? Öryggismálum má skipta í þrennt; vitund, varnir og viðbrögð. 1) gera þá sem eru í hættu meðvitaða um hættuna. 2) setja upp varnir til að draga úr líkum á að hættan komi upp og 3) innleiða viðbrögð til að minnka hugsanlega skaða. Í einni stöðuuppfærslu þar sem fórnarlamb tjáir sig, segir: „Þú …hefur …passað vel uppá að byrla okkur öllum til þess að það gæti nú engin okkar komið þeirri okkar sem þú ætlaðir að nauðga til aðstoðar þegar við myndum lamast…“ Í hvernig samfélagi búum við þar sem brotamaður getur gengið út frá því vísu að ósjálfbjarga manneskju verði ekki hjálpað af ókunnugum? Getur almenningur, með yfirvöld í fararbroddi, ekki tekið upp þá vitund að áberandi drukkið fólk eigi ekki að vera eitt á ferli, heldur að það skuli aðstoðað? Nú er það svo að dyraverðir þurfa vottun yfirvalda. Það eru því hæg heimatökin þar að auka vitund þeirra hvað þessa ógn varðar.Spurning um hugarfar Ef skemmtistaður leggur áherslu á að stöðva áberandi ölvaðan einstakling á leið inn, af hverju má þá ekki stöðva áberandi ölvaðan eða lyfjaðan einstakling sem er á leið út; veit hann eða hún hvert skuli haldið? Þykir viðkomandi hæfur til að koma sér heilum heim? Einnig má þá spyrja þann sem er að aðstoða þann ölvaða (hugsanlegur gerandi) um skilríki, s.s. taka mynd af þeim þannig að ef til kæru kemur í kjölfar lyfjanauðgunar, þá eru upplýsingar um geranda til. Hvað með þá sem eru edrú inni á þessum stöðum? Barþjónar, dyraverðir og aðrir starfsmenn? Af hverju er meðvitundarleysi eða ofurölvun ekki gerð að stórmáli inni á skemmtistöðum? Þetta er spurning um hugarfar. Hvaða staðir eru þetta? Lögreglan hlýtur að búa yfir þeim upplýsingum út frá útköllum og kærum. Hvað ef tilraun til lyfjaárásar á skemmtistað hefur áhrif á endurnýjun vínveitingaleyfis? Hvað ef þessir staðir eru opinberaðir, taka þeir þá kannski til hjá sér? Þjálfa starfsmenn sína betur, leita þeir frekar tæknilegra lausna, s.s. að bjóða upp á „örugg glös“ eða ísmola sem greina lyf? Af hverju búum við ekki til umhverfi þar sem meðvitundarleysi á almannafæri er tekið meira alvarlega? Við þurfum að auka umræðuna, upplýsa um hugsanlegar afleiðingar og fjölga Samverjum. Ég veit að það er hægt að draga úr fjölda lyfjaárása, sem og draga úr líkum á að þær heppnist. Þetta er spurning um vilja þeirra sem ráða.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar