Er þetta breyting til hins betra? Elfa Dís Hlynsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 00:00 Næstkomandi vor mun ég útskrifast úr grunnskóla og stefni á að fara í framhaldsskóla. Þar sem grunnskólinn hefur tekið upp nýtt námsmatskerfi hef ég áhyggjur af stöðu minni í vor og því hvernig framhaldsskólinn muni meta mig. Í fyrstu var ég efins um nýja námsmatið og hafði ekki mikla trú á því. En eftir að ég fékk kynningu á því tók ég það í sátt. Nú, þegar ég hef fengið nokkrar einkunnir í skólanum sé ég marga galla við kerfið en einnig kosti. Einn stærsti kosturinn við þessa breytingu er, að í nýja matinu er verið að meta hæfni þína í lok ársins en ekki aðeins í byrjun árs. Þá færðu tækifæri á að bæta þig og sýna fram á skilning þinn á efninu sem var ekki hægt áður. Þá gildir í rauninni ekki hæfnin sem þú hafðir í byrjun skólaársins, heldur sú sem þú hefur í lok skólaársins. Hins vegar er ég hrædd um að matið verði of huglægt, þ.e. að einkunnin muni byggjast of mikið á því hver hugur kennara er til þín. Að sjálfsögðu eiga kennarar ekki að gera upp á milli nemenda sinna, en ég velti því fyrir mér hvernig hægt verði að komast hjá því?Mismunandi túlkun Mín tilfinning er sú að kennarar hafi ekki fengið nægar upplýsingar um hvernig á að framkvæma þetta mat á nemendum. Þegar ég og vinir mínir, sem eru í öðrum skólum en ég, berum saman matið í skólunum kemur í ljós hve mismunandi kennarar túlka fyrirmælin sem þeim hefur verið gefin og ekki bara milli skóla heldur einnig milli kennara. Það er eins og að matinu hafi verið hent í kennara og að þeir þurfa sjálfir að finna sína eigin leið til þess að framkvæma það. Hvernig er þá hægt að treysta á að matið verði samræmt meðal skóla? Ég er þó ánægð með það að lögð verði meiri áhersla á hvernig nemendur læra í kennslustundum en gert var áður. Virkni þín í tímum og þátttaka í umræðum vegur meira en áður. Það dugir ekki lengur að læra bara rétt fyrir próf. Fyrir stuttu tók ég stærðfræðipróf og var með eina villu á því prófi. Ég fékk einkunnina B. Ég velti því fyrir mér hvað nemandi þarf að gera til þess að fá einkunnina A. Er það að svara öllu rétt á prófinu? Eða að ná öllum markmiðum sem sett voru fyrir prófið? Samkvæmt námsmatsstofnun er einkunnin A framúrskarandi hæfni. Ég skilgreini hugtakið framúrskarandi sem einhver sem skarar fram úr og sýnir fram á meira en krafist er af honum. Hvernig er þá hægt að fá A á prófi? Hvernig sýnir maður fram á að maður geti meira en prófið geri ráð fyrir, á prófi? Einnig velti ég því fyrir mér hvernig einkunnir okkar á samræmdu prófunum voru fengnar. Einn vinur minn fékk raðeinkunnina 36 en annar 79. Báðir fengu samt einkunnina B. Hver er hvatningin í að standa sig vel þegar bilið er svona breitt á raðeinkunn en lokaniðurstaðan sú sama? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Sjá meira
Næstkomandi vor mun ég útskrifast úr grunnskóla og stefni á að fara í framhaldsskóla. Þar sem grunnskólinn hefur tekið upp nýtt námsmatskerfi hef ég áhyggjur af stöðu minni í vor og því hvernig framhaldsskólinn muni meta mig. Í fyrstu var ég efins um nýja námsmatið og hafði ekki mikla trú á því. En eftir að ég fékk kynningu á því tók ég það í sátt. Nú, þegar ég hef fengið nokkrar einkunnir í skólanum sé ég marga galla við kerfið en einnig kosti. Einn stærsti kosturinn við þessa breytingu er, að í nýja matinu er verið að meta hæfni þína í lok ársins en ekki aðeins í byrjun árs. Þá færðu tækifæri á að bæta þig og sýna fram á skilning þinn á efninu sem var ekki hægt áður. Þá gildir í rauninni ekki hæfnin sem þú hafðir í byrjun skólaársins, heldur sú sem þú hefur í lok skólaársins. Hins vegar er ég hrædd um að matið verði of huglægt, þ.e. að einkunnin muni byggjast of mikið á því hver hugur kennara er til þín. Að sjálfsögðu eiga kennarar ekki að gera upp á milli nemenda sinna, en ég velti því fyrir mér hvernig hægt verði að komast hjá því?Mismunandi túlkun Mín tilfinning er sú að kennarar hafi ekki fengið nægar upplýsingar um hvernig á að framkvæma þetta mat á nemendum. Þegar ég og vinir mínir, sem eru í öðrum skólum en ég, berum saman matið í skólunum kemur í ljós hve mismunandi kennarar túlka fyrirmælin sem þeim hefur verið gefin og ekki bara milli skóla heldur einnig milli kennara. Það er eins og að matinu hafi verið hent í kennara og að þeir þurfa sjálfir að finna sína eigin leið til þess að framkvæma það. Hvernig er þá hægt að treysta á að matið verði samræmt meðal skóla? Ég er þó ánægð með það að lögð verði meiri áhersla á hvernig nemendur læra í kennslustundum en gert var áður. Virkni þín í tímum og þátttaka í umræðum vegur meira en áður. Það dugir ekki lengur að læra bara rétt fyrir próf. Fyrir stuttu tók ég stærðfræðipróf og var með eina villu á því prófi. Ég fékk einkunnina B. Ég velti því fyrir mér hvað nemandi þarf að gera til þess að fá einkunnina A. Er það að svara öllu rétt á prófinu? Eða að ná öllum markmiðum sem sett voru fyrir prófið? Samkvæmt námsmatsstofnun er einkunnin A framúrskarandi hæfni. Ég skilgreini hugtakið framúrskarandi sem einhver sem skarar fram úr og sýnir fram á meira en krafist er af honum. Hvernig er þá hægt að fá A á prófi? Hvernig sýnir maður fram á að maður geti meira en prófið geri ráð fyrir, á prófi? Einnig velti ég því fyrir mér hvernig einkunnir okkar á samræmdu prófunum voru fengnar. Einn vinur minn fékk raðeinkunnina 36 en annar 79. Báðir fengu samt einkunnina B. Hver er hvatningin í að standa sig vel þegar bilið er svona breitt á raðeinkunn en lokaniðurstaðan sú sama?
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar