Hvernig tökum við mikilvægar ákvarðanir? Hörður Arnarson skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Mikil verðmæti eru fólgin í nýtingu á endurnýjanlegri orku á Íslandi, fyrir Ísland og ekki síður heimsbyggðina. Ef rétt er á haldið geta orkuauðlindir verið undirstaða bættra lífskjara íslensku þjóðarinnar um ókomna tíð. Hagsmunir alls mannkyns eru að færa sig yfir í endurnýjanlega orkugjafa til að spyrna gegn þeirri þróun sem á sér stað í loftslagsmálum. Orkuvinnsla og náttúruvernd geta átt góða samleið. Mögulegt er að auka orkuvinnslu umtalsvert og vernda um leið flest mikilvægustu svæðin. Vinnsla okkar á endurnýjanlegri orku er einnig sterkt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Stóra spurningin er: Hvernig tökum við sem þjóð mikilvægar ákvarðanir um nýtingu eða vernd auðlinda? Hvernig sköpum við sem breiðasta sátt? Auðvitað þarf að vega og meta hag af náttúruvernd á móti hag af nýtingu. Til þess höfum við komið okkur upp ítarlegu ferli – rammaáætlun. Þar fer fram faglegt mat mismunandi kosta, með ítarlegu umsagnarferli og aðkomu almennings og allra hagsmunaaðila. Þessu ferli lýkur með pólitískri ákvörðun, sem æskilegt er að um náist breið sátt. Eftir rammaáætlun tekur við umhverfismat, þar sem reynt er að lágmarka óæskileg áhrif einstakra framkvæmda. Loks er ákveðið hvort ráðist verður í framkvæmdina. Rammaáætlun er líka verndaráætlun Rammaáætlun er jafnt verndaráætlun sem nýtingaráætlun. Hún snýst um vernd eða nýtingu vatnsfalla eða háhitasvæða. Því er óhjákvæmilegt að þar sé fjallað um kosti sem fara í verndarflokk. Það er því ekki þannig að orkufyrirtækin áformi 54 virkjanir. Hið rétta er að 54 kostir eru til umfjöllunar í rammaáætlun – annaðhvort til nýtingar eða verndar. Í umræðunni hefur verið vikið að kostum sem enginn ágreiningur er um að vernda, t.d. Aldeyjarfoss, Dettifoss, Þjórsárver og Langasjó. Engar virkjanahugmyndir eru til umfjöllunar í rammaáætlun sem áhrif hefðu á Dettifoss, Langasjó eða Þjórsárver. Í umræðu um náttúruvernd hafa komið fram áhyggjur af því að skoðaður sé möguleiki á sæstreng til Bretlands. Almennt eru erlend náttúruverndarsamtök hlynnt samtengingu orkukerfa. Með henni minnkar þörf fyrir orkuver vegna bættrar nýtingar og mögulegt er að auka nýtingu á vind- og sólarorku. Samtenging orkukerfa er talin einn mikilvægasti þátturinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því hefur aldrei verið haldið fram að markmiðið með sæstreng væri að leysa alla orkuþörf Breta. Það væri enda aldrei hægt. Þær frumhugmyndir sem eru með til skoðunar miða hins vegar við að 5 teravattstundir (Twst) yrðu fluttar út um sæstreng að meðaltali, sem yrðu líklega um 20% af orkugetu íslenska raforkukerfisins. Þar af mætti vinna um 2 Twst með bættri nýtingu á núverandi orkuvinnslusvæðum. Til viðmiðunar nýtir áliðnaðurinn á Íslandi um 12,5 Twst á ári. Í þingsályktun sem var afgreidd á síðasta kjörtímabili voru um 9 Twst í nýtingarflokki rammaáætlunar. 5 Twst myndu svara til um 1,5% af raforkunotkun Bretlands. Eitt mikilvægasta velferðar- og hagsmunamál okkar snýst um að nýta náttúruauðlindir á sem ábyrgastan og hagkvæmastan hátt, þannig að komandi kynslóðir fái í senn að njóta náttúruauðæfa og bættra lífskjara. Vonandi berum við gæfu til að finna hið rétta jafnvægi og sátt sem nær þessum markmiðum á svipaðan hátt og Norðmönnum hefur tekist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Mest lesið Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil verðmæti eru fólgin í nýtingu á endurnýjanlegri orku á Íslandi, fyrir Ísland og ekki síður heimsbyggðina. Ef rétt er á haldið geta orkuauðlindir verið undirstaða bættra lífskjara íslensku þjóðarinnar um ókomna tíð. Hagsmunir alls mannkyns eru að færa sig yfir í endurnýjanlega orkugjafa til að spyrna gegn þeirri þróun sem á sér stað í loftslagsmálum. Orkuvinnsla og náttúruvernd geta átt góða samleið. Mögulegt er að auka orkuvinnslu umtalsvert og vernda um leið flest mikilvægustu svæðin. Vinnsla okkar á endurnýjanlegri orku er einnig sterkt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Stóra spurningin er: Hvernig tökum við sem þjóð mikilvægar ákvarðanir um nýtingu eða vernd auðlinda? Hvernig sköpum við sem breiðasta sátt? Auðvitað þarf að vega og meta hag af náttúruvernd á móti hag af nýtingu. Til þess höfum við komið okkur upp ítarlegu ferli – rammaáætlun. Þar fer fram faglegt mat mismunandi kosta, með ítarlegu umsagnarferli og aðkomu almennings og allra hagsmunaaðila. Þessu ferli lýkur með pólitískri ákvörðun, sem æskilegt er að um náist breið sátt. Eftir rammaáætlun tekur við umhverfismat, þar sem reynt er að lágmarka óæskileg áhrif einstakra framkvæmda. Loks er ákveðið hvort ráðist verður í framkvæmdina. Rammaáætlun er líka verndaráætlun Rammaáætlun er jafnt verndaráætlun sem nýtingaráætlun. Hún snýst um vernd eða nýtingu vatnsfalla eða háhitasvæða. Því er óhjákvæmilegt að þar sé fjallað um kosti sem fara í verndarflokk. Það er því ekki þannig að orkufyrirtækin áformi 54 virkjanir. Hið rétta er að 54 kostir eru til umfjöllunar í rammaáætlun – annaðhvort til nýtingar eða verndar. Í umræðunni hefur verið vikið að kostum sem enginn ágreiningur er um að vernda, t.d. Aldeyjarfoss, Dettifoss, Þjórsárver og Langasjó. Engar virkjanahugmyndir eru til umfjöllunar í rammaáætlun sem áhrif hefðu á Dettifoss, Langasjó eða Þjórsárver. Í umræðu um náttúruvernd hafa komið fram áhyggjur af því að skoðaður sé möguleiki á sæstreng til Bretlands. Almennt eru erlend náttúruverndarsamtök hlynnt samtengingu orkukerfa. Með henni minnkar þörf fyrir orkuver vegna bættrar nýtingar og mögulegt er að auka nýtingu á vind- og sólarorku. Samtenging orkukerfa er talin einn mikilvægasti þátturinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Því hefur aldrei verið haldið fram að markmiðið með sæstreng væri að leysa alla orkuþörf Breta. Það væri enda aldrei hægt. Þær frumhugmyndir sem eru með til skoðunar miða hins vegar við að 5 teravattstundir (Twst) yrðu fluttar út um sæstreng að meðaltali, sem yrðu líklega um 20% af orkugetu íslenska raforkukerfisins. Þar af mætti vinna um 2 Twst með bættri nýtingu á núverandi orkuvinnslusvæðum. Til viðmiðunar nýtir áliðnaðurinn á Íslandi um 12,5 Twst á ári. Í þingsályktun sem var afgreidd á síðasta kjörtímabili voru um 9 Twst í nýtingarflokki rammaáætlunar. 5 Twst myndu svara til um 1,5% af raforkunotkun Bretlands. Eitt mikilvægasta velferðar- og hagsmunamál okkar snýst um að nýta náttúruauðlindir á sem ábyrgastan og hagkvæmastan hátt, þannig að komandi kynslóðir fái í senn að njóta náttúruauðæfa og bættra lífskjara. Vonandi berum við gæfu til að finna hið rétta jafnvægi og sátt sem nær þessum markmiðum á svipaðan hátt og Norðmönnum hefur tekist.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun