Sigga Eyrún tjáir sig í fyrsta sinn opinberlega um barnsmissinn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. nóvember 2015 17:02 Sigríður Eyrún segist þurfa að venjast þeim hluta af sér sem er móðir sem hefur misst barn. Vísir/Valli Sigríður Eyrún Friðriksdóttir söngkona missti barn eftir fulla meðgöngu á síðasta ári. Hún tjáir sig um þessa erfiðu upplifun í einlægum og áhrifaríkum pistli á Facebook í dag. Þá segir hún dauða barnsins hafa orsakast af því að hún fékk ekki viðeigandi aðstoð á spítala þegar fæðingin fór í gang. Fréttastofa hefur sent fyrirspurn á Landspítalann varðandi málið og bíður svara. „Fyrir ári síðan birtist þessi mynd af mér ásamt viðtali í Fréttablaðinu og fannst mér stórkostlegt að deila því með heiminum að við ættum von á barni,“ útskýrir Sigríður Eyrún sem oftast er einfaldlega kölluð Sigga Eyrún. Hún sagði frá barninu sem hún átti von á ásamt sambýlismanni sínum Karli Olgeirssyni tónlistarmanni í Lífinu í nóvember á síðasta ári. „Mig óraði ekki fyrir því að ég ætti von á því að lenda í því að fara á spítala til að fæða og fá ekki þá aðstoð sem ég þurfti á að halda sem varð til þess að strákurinn okkar náði ekki að koma í heiminn heill á húfi.“Sjá einnig: Lífið kviknar á ný Sigríður Eyrún lýsir því hvernig það er að vera foreldri sem hefur misst barn í allri þeirri sorg og reiði sem barnsmissi fylgir. „Þetta er staða sem enginn á að þurfa að vera í en því miður gerist þetta. Eitt af því sem er erfitt er þegar fólk forðast augnsamband og það að tala við mig,“ útskýrir Sigríður. „Mig langar að fólk viti að það má tala um þetta. Svo ég tali fyrir sjálfa mig að minnsta kosti. Ég skil það fullkomlega að fólk veit ekki hvað það á að segja og það þarf ekkert að segja.“Þrennt fékk Sigríði til að tjá sig um missinn Sigríður Eyrún segir að sig hafi lengi langað til að tjá sig um málið. Hún vill ekki að einstaklingurinn sem hún gekk með í 42 vikur gleymist. „Hann var til og það vil ég að allir muni. Hann var 15 merkur og 54 cm og hét Nói Hrafn.“ Það sem fékk Sigríði til að tjá sig loks og hleypa þessari færslu úr skúffunni út í kosmósinn var þrennt; að forsíðumynd Fréttablaðsins kom upp, sú staðreynd að dagurinn í gær var erfiður fyrir allan heiminn og að lokum það að átta ára nemandi hennar sagði um daginn: „Hey heitir þú ekki Sigga Eyrún og söngstu ekki í Eurovision og þú misstir barnið þitt?“ Sigríður ákvað að því að birta færsluna opinberlega í þeirri von að þeir sem geymi ekki þessa erfiðu reynslu geti skilið hana örlítið betur og hræðist ekki að eiga samskipti við „okkur sem syrgjum börnin okkar.“ „Þetta er nefnilega hluti af mér og ég þarf að venjast því. Og þið sem þekkið mig þurfið að venjast því líka. Ég er nefnilega Sigga Eyrún sem söng Lífið kviknar á ný í Eurovision og var ófrísk í stóru blaðaviðtali og svo dó barnið mitt. Ég er fullt annað en þessi litla stelpa súmmaði þetta soldið upp. Ég er móðir sem hefur misst barn. Ég er líka móðir sem á fallega heilbrigða 6 ára stelpu,“ skrifar Sigríður og heldur áfram: „Það er ekki smitandi að missa barnið sitt. Ég get horft á önnur ungabörn, meira að segja haldið á þeim og samglaðst öðrum sem eiga von á barni. Nei, það að eignast bara annað barn kemur ekki í staðinn fyrir þetta barn. Nei, að missa fóstur er ekki það sama. Ég þekki það af eigin raun. Tölum um fósturmissi líka samt því það er líka einmanalegt að sitja einn/tveir í þeirri sorg. Og mér finnst ennþá gott að hlæja og grína, það má aldrei taka það af mér.“ Færsluna má sjá hér að neðan.Fyrir ári síðan birtist þessi mynd af mér ásamt viðtali í Fréttablaðinu og fannst mér stórkostlegt að deila því með...Posted by Sigríður Eyrún Friðriksdóttir on Saturday, November 14, 2015 Tengdar fréttir Lífið kviknar á ný Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sló svo eftirminnilega í gegn í Söngkeppni Sjónvarpsins fyrr á árinu. Þessa dagana bíður hún í ofvæni eftir nýrri plötu sem og sínu öðru barni með tónlistarmanninum Karli Olgeirssyni. 14. nóvember 2014 11:00 Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir söngkona missti barn eftir fulla meðgöngu á síðasta ári. Hún tjáir sig um þessa erfiðu upplifun í einlægum og áhrifaríkum pistli á Facebook í dag. Þá segir hún dauða barnsins hafa orsakast af því að hún fékk ekki viðeigandi aðstoð á spítala þegar fæðingin fór í gang. Fréttastofa hefur sent fyrirspurn á Landspítalann varðandi málið og bíður svara. „Fyrir ári síðan birtist þessi mynd af mér ásamt viðtali í Fréttablaðinu og fannst mér stórkostlegt að deila því með heiminum að við ættum von á barni,“ útskýrir Sigríður Eyrún sem oftast er einfaldlega kölluð Sigga Eyrún. Hún sagði frá barninu sem hún átti von á ásamt sambýlismanni sínum Karli Olgeirssyni tónlistarmanni í Lífinu í nóvember á síðasta ári. „Mig óraði ekki fyrir því að ég ætti von á því að lenda í því að fara á spítala til að fæða og fá ekki þá aðstoð sem ég þurfti á að halda sem varð til þess að strákurinn okkar náði ekki að koma í heiminn heill á húfi.“Sjá einnig: Lífið kviknar á ný Sigríður Eyrún lýsir því hvernig það er að vera foreldri sem hefur misst barn í allri þeirri sorg og reiði sem barnsmissi fylgir. „Þetta er staða sem enginn á að þurfa að vera í en því miður gerist þetta. Eitt af því sem er erfitt er þegar fólk forðast augnsamband og það að tala við mig,“ útskýrir Sigríður. „Mig langar að fólk viti að það má tala um þetta. Svo ég tali fyrir sjálfa mig að minnsta kosti. Ég skil það fullkomlega að fólk veit ekki hvað það á að segja og það þarf ekkert að segja.“Þrennt fékk Sigríði til að tjá sig um missinn Sigríður Eyrún segir að sig hafi lengi langað til að tjá sig um málið. Hún vill ekki að einstaklingurinn sem hún gekk með í 42 vikur gleymist. „Hann var til og það vil ég að allir muni. Hann var 15 merkur og 54 cm og hét Nói Hrafn.“ Það sem fékk Sigríði til að tjá sig loks og hleypa þessari færslu úr skúffunni út í kosmósinn var þrennt; að forsíðumynd Fréttablaðsins kom upp, sú staðreynd að dagurinn í gær var erfiður fyrir allan heiminn og að lokum það að átta ára nemandi hennar sagði um daginn: „Hey heitir þú ekki Sigga Eyrún og söngstu ekki í Eurovision og þú misstir barnið þitt?“ Sigríður ákvað að því að birta færsluna opinberlega í þeirri von að þeir sem geymi ekki þessa erfiðu reynslu geti skilið hana örlítið betur og hræðist ekki að eiga samskipti við „okkur sem syrgjum börnin okkar.“ „Þetta er nefnilega hluti af mér og ég þarf að venjast því. Og þið sem þekkið mig þurfið að venjast því líka. Ég er nefnilega Sigga Eyrún sem söng Lífið kviknar á ný í Eurovision og var ófrísk í stóru blaðaviðtali og svo dó barnið mitt. Ég er fullt annað en þessi litla stelpa súmmaði þetta soldið upp. Ég er móðir sem hefur misst barn. Ég er líka móðir sem á fallega heilbrigða 6 ára stelpu,“ skrifar Sigríður og heldur áfram: „Það er ekki smitandi að missa barnið sitt. Ég get horft á önnur ungabörn, meira að segja haldið á þeim og samglaðst öðrum sem eiga von á barni. Nei, það að eignast bara annað barn kemur ekki í staðinn fyrir þetta barn. Nei, að missa fóstur er ekki það sama. Ég þekki það af eigin raun. Tölum um fósturmissi líka samt því það er líka einmanalegt að sitja einn/tveir í þeirri sorg. Og mér finnst ennþá gott að hlæja og grína, það má aldrei taka það af mér.“ Færsluna má sjá hér að neðan.Fyrir ári síðan birtist þessi mynd af mér ásamt viðtali í Fréttablaðinu og fannst mér stórkostlegt að deila því með...Posted by Sigríður Eyrún Friðriksdóttir on Saturday, November 14, 2015
Tengdar fréttir Lífið kviknar á ný Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sló svo eftirminnilega í gegn í Söngkeppni Sjónvarpsins fyrr á árinu. Þessa dagana bíður hún í ofvæni eftir nýrri plötu sem og sínu öðru barni með tónlistarmanninum Karli Olgeirssyni. 14. nóvember 2014 11:00 Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Lífið kviknar á ný Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sló svo eftirminnilega í gegn í Söngkeppni Sjónvarpsins fyrr á árinu. Þessa dagana bíður hún í ofvæni eftir nýrri plötu sem og sínu öðru barni með tónlistarmanninum Karli Olgeirssyni. 14. nóvember 2014 11:00