Sigga Eyrún tjáir sig í fyrsta sinn opinberlega um barnsmissinn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. nóvember 2015 17:02 Sigríður Eyrún segist þurfa að venjast þeim hluta af sér sem er móðir sem hefur misst barn. Vísir/Valli Sigríður Eyrún Friðriksdóttir söngkona missti barn eftir fulla meðgöngu á síðasta ári. Hún tjáir sig um þessa erfiðu upplifun í einlægum og áhrifaríkum pistli á Facebook í dag. Þá segir hún dauða barnsins hafa orsakast af því að hún fékk ekki viðeigandi aðstoð á spítala þegar fæðingin fór í gang. Fréttastofa hefur sent fyrirspurn á Landspítalann varðandi málið og bíður svara. „Fyrir ári síðan birtist þessi mynd af mér ásamt viðtali í Fréttablaðinu og fannst mér stórkostlegt að deila því með heiminum að við ættum von á barni,“ útskýrir Sigríður Eyrún sem oftast er einfaldlega kölluð Sigga Eyrún. Hún sagði frá barninu sem hún átti von á ásamt sambýlismanni sínum Karli Olgeirssyni tónlistarmanni í Lífinu í nóvember á síðasta ári. „Mig óraði ekki fyrir því að ég ætti von á því að lenda í því að fara á spítala til að fæða og fá ekki þá aðstoð sem ég þurfti á að halda sem varð til þess að strákurinn okkar náði ekki að koma í heiminn heill á húfi.“Sjá einnig: Lífið kviknar á ný Sigríður Eyrún lýsir því hvernig það er að vera foreldri sem hefur misst barn í allri þeirri sorg og reiði sem barnsmissi fylgir. „Þetta er staða sem enginn á að þurfa að vera í en því miður gerist þetta. Eitt af því sem er erfitt er þegar fólk forðast augnsamband og það að tala við mig,“ útskýrir Sigríður. „Mig langar að fólk viti að það má tala um þetta. Svo ég tali fyrir sjálfa mig að minnsta kosti. Ég skil það fullkomlega að fólk veit ekki hvað það á að segja og það þarf ekkert að segja.“Þrennt fékk Sigríði til að tjá sig um missinn Sigríður Eyrún segir að sig hafi lengi langað til að tjá sig um málið. Hún vill ekki að einstaklingurinn sem hún gekk með í 42 vikur gleymist. „Hann var til og það vil ég að allir muni. Hann var 15 merkur og 54 cm og hét Nói Hrafn.“ Það sem fékk Sigríði til að tjá sig loks og hleypa þessari færslu úr skúffunni út í kosmósinn var þrennt; að forsíðumynd Fréttablaðsins kom upp, sú staðreynd að dagurinn í gær var erfiður fyrir allan heiminn og að lokum það að átta ára nemandi hennar sagði um daginn: „Hey heitir þú ekki Sigga Eyrún og söngstu ekki í Eurovision og þú misstir barnið þitt?“ Sigríður ákvað að því að birta færsluna opinberlega í þeirri von að þeir sem geymi ekki þessa erfiðu reynslu geti skilið hana örlítið betur og hræðist ekki að eiga samskipti við „okkur sem syrgjum börnin okkar.“ „Þetta er nefnilega hluti af mér og ég þarf að venjast því. Og þið sem þekkið mig þurfið að venjast því líka. Ég er nefnilega Sigga Eyrún sem söng Lífið kviknar á ný í Eurovision og var ófrísk í stóru blaðaviðtali og svo dó barnið mitt. Ég er fullt annað en þessi litla stelpa súmmaði þetta soldið upp. Ég er móðir sem hefur misst barn. Ég er líka móðir sem á fallega heilbrigða 6 ára stelpu,“ skrifar Sigríður og heldur áfram: „Það er ekki smitandi að missa barnið sitt. Ég get horft á önnur ungabörn, meira að segja haldið á þeim og samglaðst öðrum sem eiga von á barni. Nei, það að eignast bara annað barn kemur ekki í staðinn fyrir þetta barn. Nei, að missa fóstur er ekki það sama. Ég þekki það af eigin raun. Tölum um fósturmissi líka samt því það er líka einmanalegt að sitja einn/tveir í þeirri sorg. Og mér finnst ennþá gott að hlæja og grína, það má aldrei taka það af mér.“ Færsluna má sjá hér að neðan.Fyrir ári síðan birtist þessi mynd af mér ásamt viðtali í Fréttablaðinu og fannst mér stórkostlegt að deila því með...Posted by Sigríður Eyrún Friðriksdóttir on Saturday, November 14, 2015 Tengdar fréttir Lífið kviknar á ný Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sló svo eftirminnilega í gegn í Söngkeppni Sjónvarpsins fyrr á árinu. Þessa dagana bíður hún í ofvæni eftir nýrri plötu sem og sínu öðru barni með tónlistarmanninum Karli Olgeirssyni. 14. nóvember 2014 11:00 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir söngkona missti barn eftir fulla meðgöngu á síðasta ári. Hún tjáir sig um þessa erfiðu upplifun í einlægum og áhrifaríkum pistli á Facebook í dag. Þá segir hún dauða barnsins hafa orsakast af því að hún fékk ekki viðeigandi aðstoð á spítala þegar fæðingin fór í gang. Fréttastofa hefur sent fyrirspurn á Landspítalann varðandi málið og bíður svara. „Fyrir ári síðan birtist þessi mynd af mér ásamt viðtali í Fréttablaðinu og fannst mér stórkostlegt að deila því með heiminum að við ættum von á barni,“ útskýrir Sigríður Eyrún sem oftast er einfaldlega kölluð Sigga Eyrún. Hún sagði frá barninu sem hún átti von á ásamt sambýlismanni sínum Karli Olgeirssyni tónlistarmanni í Lífinu í nóvember á síðasta ári. „Mig óraði ekki fyrir því að ég ætti von á því að lenda í því að fara á spítala til að fæða og fá ekki þá aðstoð sem ég þurfti á að halda sem varð til þess að strákurinn okkar náði ekki að koma í heiminn heill á húfi.“Sjá einnig: Lífið kviknar á ný Sigríður Eyrún lýsir því hvernig það er að vera foreldri sem hefur misst barn í allri þeirri sorg og reiði sem barnsmissi fylgir. „Þetta er staða sem enginn á að þurfa að vera í en því miður gerist þetta. Eitt af því sem er erfitt er þegar fólk forðast augnsamband og það að tala við mig,“ útskýrir Sigríður. „Mig langar að fólk viti að það má tala um þetta. Svo ég tali fyrir sjálfa mig að minnsta kosti. Ég skil það fullkomlega að fólk veit ekki hvað það á að segja og það þarf ekkert að segja.“Þrennt fékk Sigríði til að tjá sig um missinn Sigríður Eyrún segir að sig hafi lengi langað til að tjá sig um málið. Hún vill ekki að einstaklingurinn sem hún gekk með í 42 vikur gleymist. „Hann var til og það vil ég að allir muni. Hann var 15 merkur og 54 cm og hét Nói Hrafn.“ Það sem fékk Sigríði til að tjá sig loks og hleypa þessari færslu úr skúffunni út í kosmósinn var þrennt; að forsíðumynd Fréttablaðsins kom upp, sú staðreynd að dagurinn í gær var erfiður fyrir allan heiminn og að lokum það að átta ára nemandi hennar sagði um daginn: „Hey heitir þú ekki Sigga Eyrún og söngstu ekki í Eurovision og þú misstir barnið þitt?“ Sigríður ákvað að því að birta færsluna opinberlega í þeirri von að þeir sem geymi ekki þessa erfiðu reynslu geti skilið hana örlítið betur og hræðist ekki að eiga samskipti við „okkur sem syrgjum börnin okkar.“ „Þetta er nefnilega hluti af mér og ég þarf að venjast því. Og þið sem þekkið mig þurfið að venjast því líka. Ég er nefnilega Sigga Eyrún sem söng Lífið kviknar á ný í Eurovision og var ófrísk í stóru blaðaviðtali og svo dó barnið mitt. Ég er fullt annað en þessi litla stelpa súmmaði þetta soldið upp. Ég er móðir sem hefur misst barn. Ég er líka móðir sem á fallega heilbrigða 6 ára stelpu,“ skrifar Sigríður og heldur áfram: „Það er ekki smitandi að missa barnið sitt. Ég get horft á önnur ungabörn, meira að segja haldið á þeim og samglaðst öðrum sem eiga von á barni. Nei, það að eignast bara annað barn kemur ekki í staðinn fyrir þetta barn. Nei, að missa fóstur er ekki það sama. Ég þekki það af eigin raun. Tölum um fósturmissi líka samt því það er líka einmanalegt að sitja einn/tveir í þeirri sorg. Og mér finnst ennþá gott að hlæja og grína, það má aldrei taka það af mér.“ Færsluna má sjá hér að neðan.Fyrir ári síðan birtist þessi mynd af mér ásamt viðtali í Fréttablaðinu og fannst mér stórkostlegt að deila því með...Posted by Sigríður Eyrún Friðriksdóttir on Saturday, November 14, 2015
Tengdar fréttir Lífið kviknar á ný Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sló svo eftirminnilega í gegn í Söngkeppni Sjónvarpsins fyrr á árinu. Þessa dagana bíður hún í ofvæni eftir nýrri plötu sem og sínu öðru barni með tónlistarmanninum Karli Olgeirssyni. 14. nóvember 2014 11:00 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Lífið kviknar á ný Sigríður Eyrún Friðriksdóttir sló svo eftirminnilega í gegn í Söngkeppni Sjónvarpsins fyrr á árinu. Þessa dagana bíður hún í ofvæni eftir nýrri plötu sem og sínu öðru barni með tónlistarmanninum Karli Olgeirssyni. 14. nóvember 2014 11:00