Graeme McDowell sigraði í Mexíkó 16. nóvember 2015 22:00 McDowell er mjög vinsæll kylfingur meðal golfáhugamanna. Getty Graeme McDowell sigraði á sínu þriðja móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum í dag en hann lék best allra á OHL Classic á El Camaleon vellinum í Mexíkó. Vegna verðurs tókst ekki að klára mótið í gær en að loknum 72 holum voru þrír kylfingar jafnir í efsta sæti á 18 höggum undir pari, McDowell, Jason Bohn og Russell Knox. Því þurfti að grípa til bráðabana þar sem McDowell tryggði sér kærkomin sigur með fugli á fyrstu holu en hann hefur verið í töluverðu basli með leik sinn á árinu. Spennan var ekki mikið minni á BMW Masters sem fram fór á Evrópumótaröðinni um helgina en margir af bestu kylfingum heims voru skráðir til leiks. Þar enduðu þeir Patrick Reed og Kristoffer Broberg jafnir á 17 höggum undir pari en sá síðarnefndi hafði betur í bráðabana og vann þar með sinn fyrsta sigur á mótaröðinni. Fyrir sigurinn fékk Broberg rúmlega 170 milljónir króna sem verður að teljast ágætt fyrir kylfing sem lék á Nordic Tour fyrir aðeins nokkrum árum, sömu mótaröð og íslensku kylfingarnir Axel Bóasson og Ólafur Björn Loftsson unnu sér inn þátttökurétt á fyrir stuttu. Evrópumótaröðinni líkur svo um næstu helgi á Jumeirah vellinum í Dubai en þá fer fram stærsta mót ársins á henni, Dubai meistaramótið, þar sem gríðarlegar fjárhæðir verða í boði fyrir efstu menn. Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Graeme McDowell sigraði á sínu þriðja móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum í dag en hann lék best allra á OHL Classic á El Camaleon vellinum í Mexíkó. Vegna verðurs tókst ekki að klára mótið í gær en að loknum 72 holum voru þrír kylfingar jafnir í efsta sæti á 18 höggum undir pari, McDowell, Jason Bohn og Russell Knox. Því þurfti að grípa til bráðabana þar sem McDowell tryggði sér kærkomin sigur með fugli á fyrstu holu en hann hefur verið í töluverðu basli með leik sinn á árinu. Spennan var ekki mikið minni á BMW Masters sem fram fór á Evrópumótaröðinni um helgina en margir af bestu kylfingum heims voru skráðir til leiks. Þar enduðu þeir Patrick Reed og Kristoffer Broberg jafnir á 17 höggum undir pari en sá síðarnefndi hafði betur í bráðabana og vann þar með sinn fyrsta sigur á mótaröðinni. Fyrir sigurinn fékk Broberg rúmlega 170 milljónir króna sem verður að teljast ágætt fyrir kylfing sem lék á Nordic Tour fyrir aðeins nokkrum árum, sömu mótaröð og íslensku kylfingarnir Axel Bóasson og Ólafur Björn Loftsson unnu sér inn þátttökurétt á fyrir stuttu. Evrópumótaröðinni líkur svo um næstu helgi á Jumeirah vellinum í Dubai en þá fer fram stærsta mót ársins á henni, Dubai meistaramótið, þar sem gríðarlegar fjárhæðir verða í boði fyrir efstu menn.
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira