Hjúkrun bjargar mannslífum Ólafur G. Skúlason skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Við stöndum nú á krossgötum. Hvert skal stefna? Eigum við að halda áfram á sömu braut eða eigum við að breyta til? Getum við haldið áfram við óbreyttar aðstæður? Þessum spurningum velta hjúkrunarfræðingar fyrir sér í dag í kjölfar ákæru á hendur samstarfskonu þeirra sem sökuð er um mistök í starfi sem leiddu til dauða skjólstæðings í hennar umsjá. Hjúkrunarfræðingar vinna erfitt starf við erfiðar aðstæður. Skortur á hjúkrunarfræðingum gerir það að verkum að þeir sem eru við störf sinna allt of mörgum sjúklingum í einu. Þeir eiga erfitt með að halda yfirsýn og tryggja að allir fái þá meðferð og eftirlit sem þeir þurfa á að halda. Ofan á manneklu bætist svo við að álagið er of mikið þar sem sjúklingar verða sífellt veikari og öldruðum sem þarfnast hjúkrunar fer ört fjölgandi. Við bætist að starfsumhverfið er ófullnægjandi þar sem húsnæðið er úr sér gengið og hentar ekki nútíma heilbrigðisþjónustu. Hjúkrunarfræðingar sinna sínu starfi af alúð og umhyggju og hafa nýjustu þekkingu að leiðarljósi. Þeir hlaupa sífellt hraðar, vinna meira og eru þar af leiðandi þreyttari og verr í stakk búnir til að tryggja öryggi sjúklinga. Það þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum til að tryggja öryggi sjúklinga. Það ætti að vera forgangsverkefni stjórnvalda og krafa sjúklingasamtaka að hjúkrunarfræðingum verði fjölgað. Með góðri mönnun hjúkrunarfræðinga dregur úr fylgikvillum sjúkrahúslegu, sjúklingum farnast betur, útskrifast fyrr og dánartíðni lækkar. Það kemur því betur út fyrir sjúklinga og er kostnaðarlega hagkvæmt fyrir ríkissjóð. Þetta liggur beint við. Til að fjölga hjúkrunarfræðingum þarf að gera breytingar. Kjör þeirra þurfa að endurspegla ábyrgðina, starfsumhverfið þarf að bæta og gera þarf háskólunum og heilbrigðisstofnunum kleift að taka við fleiri nemendum í hjúkrunarfræði.Slæmar afleiðingar Hjúkrunarfræðingar bíða nú eftir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Verði niðurstaðan sú að hjúkrunarfræðingurinn verði sakfelldur óttast ég að það muni hafa slæmar afleiðingar á heilbrigðiskerfið. Hver vill vinna við aðstæður sem eru þannig að þrátt fyrir að þú gerir þitt allra besta og samkvæmt nýjustu þekkingu ertu líklegri til að gera mistök vegna álags og manneklu? Margir hjúkrunarfræðingar segjast munu hugsa sinn gang og jafnvel íhuga að yfirgefa fagið en við megum ekki við því að missa einn einasta hjúkrunarfræðing. Það verður að skapa starfsumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem ýtir undir það að árangur náist af starfi þess. Það þarf að manna vel og tryggja að starfsfólkið fái þá hvíld sem nauðsynleg er til að sinna flóknum og erilsömum störfum. Hvíldartími heilbrigðisstarfsmanna á að vera ófrávíkjanleg regla og líta verður á hann sem heilagan. Þeir vinna með líf annarra í höndunum og ég tel það vera kröfu hvers einasta þegns þessa lands að þegar þeir þurfa á hjúkrunarfræðingi eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni að halda sé viðkomandi óþreyttur, til staðar og í þeim aðstæðum að geta veitt bestu mögulega heilbrigðisþjónustu líkt og þeim er skylt að gera samkvæmt lögum. Það er stjórnvalda að tryggja hér öflugt heilbrigðiskerfi og skapa heilbrigðisstarfsfólki vinnuaðstæður sem stuðla að öryggi sjúklinga og starfsmanna. Forgangsröðum fjármálum í heilbrigðiskerfið og drögum úr líkunum á því að mistök eigi sér stað. Tryggjum að hjúkrunarfræðingar velji að halda leið sinni í hjúkrun áfram. Fjárfestum í hjúkrun – hjúkrun bjargar mannslífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við stöndum nú á krossgötum. Hvert skal stefna? Eigum við að halda áfram á sömu braut eða eigum við að breyta til? Getum við haldið áfram við óbreyttar aðstæður? Þessum spurningum velta hjúkrunarfræðingar fyrir sér í dag í kjölfar ákæru á hendur samstarfskonu þeirra sem sökuð er um mistök í starfi sem leiddu til dauða skjólstæðings í hennar umsjá. Hjúkrunarfræðingar vinna erfitt starf við erfiðar aðstæður. Skortur á hjúkrunarfræðingum gerir það að verkum að þeir sem eru við störf sinna allt of mörgum sjúklingum í einu. Þeir eiga erfitt með að halda yfirsýn og tryggja að allir fái þá meðferð og eftirlit sem þeir þurfa á að halda. Ofan á manneklu bætist svo við að álagið er of mikið þar sem sjúklingar verða sífellt veikari og öldruðum sem þarfnast hjúkrunar fer ört fjölgandi. Við bætist að starfsumhverfið er ófullnægjandi þar sem húsnæðið er úr sér gengið og hentar ekki nútíma heilbrigðisþjónustu. Hjúkrunarfræðingar sinna sínu starfi af alúð og umhyggju og hafa nýjustu þekkingu að leiðarljósi. Þeir hlaupa sífellt hraðar, vinna meira og eru þar af leiðandi þreyttari og verr í stakk búnir til að tryggja öryggi sjúklinga. Það þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum til að tryggja öryggi sjúklinga. Það ætti að vera forgangsverkefni stjórnvalda og krafa sjúklingasamtaka að hjúkrunarfræðingum verði fjölgað. Með góðri mönnun hjúkrunarfræðinga dregur úr fylgikvillum sjúkrahúslegu, sjúklingum farnast betur, útskrifast fyrr og dánartíðni lækkar. Það kemur því betur út fyrir sjúklinga og er kostnaðarlega hagkvæmt fyrir ríkissjóð. Þetta liggur beint við. Til að fjölga hjúkrunarfræðingum þarf að gera breytingar. Kjör þeirra þurfa að endurspegla ábyrgðina, starfsumhverfið þarf að bæta og gera þarf háskólunum og heilbrigðisstofnunum kleift að taka við fleiri nemendum í hjúkrunarfræði.Slæmar afleiðingar Hjúkrunarfræðingar bíða nú eftir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Verði niðurstaðan sú að hjúkrunarfræðingurinn verði sakfelldur óttast ég að það muni hafa slæmar afleiðingar á heilbrigðiskerfið. Hver vill vinna við aðstæður sem eru þannig að þrátt fyrir að þú gerir þitt allra besta og samkvæmt nýjustu þekkingu ertu líklegri til að gera mistök vegna álags og manneklu? Margir hjúkrunarfræðingar segjast munu hugsa sinn gang og jafnvel íhuga að yfirgefa fagið en við megum ekki við því að missa einn einasta hjúkrunarfræðing. Það verður að skapa starfsumhverfi fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem ýtir undir það að árangur náist af starfi þess. Það þarf að manna vel og tryggja að starfsfólkið fái þá hvíld sem nauðsynleg er til að sinna flóknum og erilsömum störfum. Hvíldartími heilbrigðisstarfsmanna á að vera ófrávíkjanleg regla og líta verður á hann sem heilagan. Þeir vinna með líf annarra í höndunum og ég tel það vera kröfu hvers einasta þegns þessa lands að þegar þeir þurfa á hjúkrunarfræðingi eða öðrum heilbrigðisstarfsmanni að halda sé viðkomandi óþreyttur, til staðar og í þeim aðstæðum að geta veitt bestu mögulega heilbrigðisþjónustu líkt og þeim er skylt að gera samkvæmt lögum. Það er stjórnvalda að tryggja hér öflugt heilbrigðiskerfi og skapa heilbrigðisstarfsfólki vinnuaðstæður sem stuðla að öryggi sjúklinga og starfsmanna. Forgangsröðum fjármálum í heilbrigðiskerfið og drögum úr líkunum á því að mistök eigi sér stað. Tryggjum að hjúkrunarfræðingar velji að halda leið sinni í hjúkrun áfram. Fjárfestum í hjúkrun – hjúkrun bjargar mannslífum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun