Hvar vill fólk búa? Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 18. nóvember 2015 15:53 Íbúar Íslands voru 329.100 þann 1. janúar á þessu ári samkvæmt vef Hagstofunnar. Samkvæmt fréttum í síðustu viku stefnir í metár þeirra Íslendinga sem flytja úr landi umfram þá sem skila sér hingað aftur. Mikið af þessu fólki er ungt fólk sem á auðvelt með að nýta hæfileika sína annars staðar en hér og getur valið sér búsetu víðs vegar um heiminn. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda á Íslandi er að gera þessa eyju að eftirsóknarverðum stað fyrir fólk til að vilja búa á. Samkeppnishæfni landsins mun ráðast af því hvort hér takist að byggja upp borg sem stenst samanburð við aðrar borgir sem laða til sín vel menntað og skapandi fólk. Byggðarkvótar, tíðari samgöngur og átaksverkefni breyta ekki því að fólk velur sér búsetu og fleiri og fleiri kjósa að búa í borgum. Af þeim sökum er áhugavert að á dögunum kynnti ríkisstjórnin aðgerðir í fjórum liðum til þess að styðja við byggð í Grímsey þar sem búa færri en 100 manns. Borgarvæðing hefur verið að eiga sér stað hér þrátt fyrir lítinn stuðning og takmarkað fókus stjórnvalda, enda um alþjóðlega þróun að ræða sem erfitt er að sporna við. Eins og staðan er í dag sé ég engin merki þess á Alþingi geri sér nokkur grein fyrir því að borgarvæðingin er staðreynd og í henni felist vaxtarmöguleikar okkar. Staðreyndin er sú að í borgarumhverfinu og því návígi sem þar myndast á milli fólks verður til tækni og þekking sem hefur gríðarleg margföldunaráhrif fyrir samfélagið allt. Á Alþingi er hins vegar rík umræða um aðgerðir sem gera lítið annað en að plástra ástand sem ríkt hefur nánast samfleytt frá lýðveldisstofnun og væntanlega lengur, þar sem hver misráðin ákvörðunin rekur aðra og sjaldnast er ráðist að rót vandans heldur áhersla lögð á að veita byggðum landsins líknandi meðferð. Rót vandans var gerð nokkuð góð skil í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Þar kom fram að skortur á faglegum vinnubrögðum, óskýr ábyrgð og tilhneiging til að vísa ábyrgð annað, ómarkvissar aðgerðir og pólitísk lömunarveiki væri helsta einkenni íslenskar stjórnmálamenningar og stjórnsýslu. Menningarlegarleg einkenni eins og þarna er lýst getur verið erfitt að uppræta nema mjög einbeittur vilji búi þar að baki. Þó að efnahagslegur bati okkar sé kannski efni í kennslubók er engan vegin hægt að fullyrða að hann muni vara lengi sökum þess að mun djúpstæðari og tilfinningalegur vandi er enn fyrir hendi og hann verður ekki lagaður í excel. Dæmi um þennan vanda koma skýrt fram í tilraunum ríkisstjórnarinnar til að leysa húsnæðisvandann sem nú ríkir á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að skipuleggja landsvæði í sveitarfélögum landsins, þó svo að einn og einn ráðherra kunni að hafa á því áhuga. Ábyrgð ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma er að búa til stöðugan grunn með styrkri efnahagsstjórn sem styður við uppbyggingu í víðum skilningi en ekki að búa til tilviljanakennd frumvörp sem færa verkstjóra ríkisstjórnarinnar óeðlileg völd til að taka geðþóttaákvarðanir og vofa yfir öllum áformum um húsnæðisuppbyggingu eins og sjálfskipaður verndari fortíðarinnar. Þar fyrir utan er það líka hlutverk ríkisstjórnarinnar að fara að samningum sem hún hefur sjálf undirritað og sýna þeim sem eru aðilar að þeim samningum þá lágmarks virðingu að standa við gefin loforð. Innanríkisráðherra sagði í svari við óundirbúinni fyrirspurn minni um uppbyggingu á Hlíðarenda í vikunni að hún væri ráðherra flugmála og sem slíkur yrði hún að hugsa um öryggi og því miður væri það ekki á hennar ábyrgð að hafa áhyggjur af íbúðauppbyggingu sem ákvarðanir hennar munu koma til með að hafa áhrif á. Svör ráðherrans skjóta óneitanlega skökku við en fyrir utan þá staðreynd að öryggi í innanlandsflugi er ekki ógnað, samkvæmt öryggismati ISAVIA, með lokun þriðju brautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, þá er ráðherrann líka ráðherra sveitarstjórnarmála og sem slíkur vinnur hún markvisst gegn stærsta sveitarfélagi landsins með því að standa ekki við undirritaða samninga og róa öllum árum að því að finna innanlandsfluginu annan stað og stuðla þannig að bættri samkeppnishæfni þjóðarinnar. Daglega tekur fólk ákvarðanir og gerir langtíma áætlanir út um allan heim um svo margfalt flóknari hluti en framtíðarstaðsetningu innanlandsflugs í örsamfélagi á eyju í Atlantshafi. Á sama tíma virðast stjórnvöld á Íslandi ekki ráða við annað en að plástra vandamál Grímseyjar á meðan unga fólkið flýr til alþjóðlegra borga sem eru virkir þátttakendur í 21. öldinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íbúar Íslands voru 329.100 þann 1. janúar á þessu ári samkvæmt vef Hagstofunnar. Samkvæmt fréttum í síðustu viku stefnir í metár þeirra Íslendinga sem flytja úr landi umfram þá sem skila sér hingað aftur. Mikið af þessu fólki er ungt fólk sem á auðvelt með að nýta hæfileika sína annars staðar en hér og getur valið sér búsetu víðs vegar um heiminn. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda á Íslandi er að gera þessa eyju að eftirsóknarverðum stað fyrir fólk til að vilja búa á. Samkeppnishæfni landsins mun ráðast af því hvort hér takist að byggja upp borg sem stenst samanburð við aðrar borgir sem laða til sín vel menntað og skapandi fólk. Byggðarkvótar, tíðari samgöngur og átaksverkefni breyta ekki því að fólk velur sér búsetu og fleiri og fleiri kjósa að búa í borgum. Af þeim sökum er áhugavert að á dögunum kynnti ríkisstjórnin aðgerðir í fjórum liðum til þess að styðja við byggð í Grímsey þar sem búa færri en 100 manns. Borgarvæðing hefur verið að eiga sér stað hér þrátt fyrir lítinn stuðning og takmarkað fókus stjórnvalda, enda um alþjóðlega þróun að ræða sem erfitt er að sporna við. Eins og staðan er í dag sé ég engin merki þess á Alþingi geri sér nokkur grein fyrir því að borgarvæðingin er staðreynd og í henni felist vaxtarmöguleikar okkar. Staðreyndin er sú að í borgarumhverfinu og því návígi sem þar myndast á milli fólks verður til tækni og þekking sem hefur gríðarleg margföldunaráhrif fyrir samfélagið allt. Á Alþingi er hins vegar rík umræða um aðgerðir sem gera lítið annað en að plástra ástand sem ríkt hefur nánast samfleytt frá lýðveldisstofnun og væntanlega lengur, þar sem hver misráðin ákvörðunin rekur aðra og sjaldnast er ráðist að rót vandans heldur áhersla lögð á að veita byggðum landsins líknandi meðferð. Rót vandans var gerð nokkuð góð skil í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Þar kom fram að skortur á faglegum vinnubrögðum, óskýr ábyrgð og tilhneiging til að vísa ábyrgð annað, ómarkvissar aðgerðir og pólitísk lömunarveiki væri helsta einkenni íslenskar stjórnmálamenningar og stjórnsýslu. Menningarlegarleg einkenni eins og þarna er lýst getur verið erfitt að uppræta nema mjög einbeittur vilji búi þar að baki. Þó að efnahagslegur bati okkar sé kannski efni í kennslubók er engan vegin hægt að fullyrða að hann muni vara lengi sökum þess að mun djúpstæðari og tilfinningalegur vandi er enn fyrir hendi og hann verður ekki lagaður í excel. Dæmi um þennan vanda koma skýrt fram í tilraunum ríkisstjórnarinnar til að leysa húsnæðisvandann sem nú ríkir á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að skipuleggja landsvæði í sveitarfélögum landsins, þó svo að einn og einn ráðherra kunni að hafa á því áhuga. Ábyrgð ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma er að búa til stöðugan grunn með styrkri efnahagsstjórn sem styður við uppbyggingu í víðum skilningi en ekki að búa til tilviljanakennd frumvörp sem færa verkstjóra ríkisstjórnarinnar óeðlileg völd til að taka geðþóttaákvarðanir og vofa yfir öllum áformum um húsnæðisuppbyggingu eins og sjálfskipaður verndari fortíðarinnar. Þar fyrir utan er það líka hlutverk ríkisstjórnarinnar að fara að samningum sem hún hefur sjálf undirritað og sýna þeim sem eru aðilar að þeim samningum þá lágmarks virðingu að standa við gefin loforð. Innanríkisráðherra sagði í svari við óundirbúinni fyrirspurn minni um uppbyggingu á Hlíðarenda í vikunni að hún væri ráðherra flugmála og sem slíkur yrði hún að hugsa um öryggi og því miður væri það ekki á hennar ábyrgð að hafa áhyggjur af íbúðauppbyggingu sem ákvarðanir hennar munu koma til með að hafa áhrif á. Svör ráðherrans skjóta óneitanlega skökku við en fyrir utan þá staðreynd að öryggi í innanlandsflugi er ekki ógnað, samkvæmt öryggismati ISAVIA, með lokun þriðju brautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, þá er ráðherrann líka ráðherra sveitarstjórnarmála og sem slíkur vinnur hún markvisst gegn stærsta sveitarfélagi landsins með því að standa ekki við undirritaða samninga og róa öllum árum að því að finna innanlandsfluginu annan stað og stuðla þannig að bættri samkeppnishæfni þjóðarinnar. Daglega tekur fólk ákvarðanir og gerir langtíma áætlanir út um allan heim um svo margfalt flóknari hluti en framtíðarstaðsetningu innanlandsflugs í örsamfélagi á eyju í Atlantshafi. Á sama tíma virðast stjórnvöld á Íslandi ekki ráða við annað en að plástra vandamál Grímseyjar á meðan unga fólkið flýr til alþjóðlegra borga sem eru virkir þátttakendur í 21. öldinni.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun