Íslenskt heilbrigðiskerfi í fallbaráttu – bætum um betur Reynir Arngrímsson og Tómas Guðbjartsson skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Íslendingar búa við heilbrigðiskerfi sem lengi vel gat státað af árangri sem jafnaðist á við það sem best þekktist í hinum vestræna heimi. Þetta mátti lesa úr lýðheilsutölum um lífslíkur, mæðravernd og árangur skurðaðgerða svo fátt eitt sé nefnt. Hægt hefur verið að bera niður á mörgum sviðum læknisfræðinnar og sjá þar vísbendingar um frábæran árangur þrátt fyrir að talsvert lægra hlutfall þjóðartekna hafi hér verið varið til heilbrigðisþjónustu en meðal norrænna frændþjóða. Slíkur árangur næst aðeins með þrautseigju vel menntaðs starfsfólks sem leggur sig fram á öllum tímum sólarhrings, oft við erfiðar aðstæður og ófullnægjandi starfsumhverfi. Til að viðhalda þessum árangri þurfa innviðir heilbrigðiskerfisins að vera traustir og í stöðugri framþróun. Á hverju ári leggja stjórnvöld fram stefnuáætlun sína í heilbrigðismálum í frumvarpi til fjárlaga. Í nýjustu skýrslu OECD um stöðu heilbrigðismála, Health at a Glance 2015, kemur fram að íslensk stjórnvöld verja innan við 0,1% af vergri landsframleiðslu til fjárfestinga í innviðum heilbrigðiskerfisins, þar sem meðaltal OECD-landanna er 0,5%. Árið 2013 vermdi Ísland næst neðsta sætið og var þar í flokki með Grikklandi og Mexíkó. Frændur okkar á Norðurlöndum verja hins vegar á bilinu 0,5-0,7% til stofnfjárfestinga í heilbrigðiskerfinu. Er ásættanlegt að fjárfesta ekki í framtíðinni þegar ríkissjóður er rekinn með hagnaði, tekjustofnum fækkað, skattar lækkaðir og kröfur um lækkun tryggingargjalds verða æ háværari. Höfum við efni á því á sama tíma og ekki eru til peningar til að sinna innviðum samfélagsins? Landspítalinn hefur ekki farið varhluta af niðurskurði í fjárframlögum á undanförnum árum. Heildarframlög ríkisins hafa dregist saman um 28% á árunum 2003 til 2014 eða úr um 9,5% í 6,8% af heildarútgjöldum ríkisins. Þessari þróun þarf að snúa við og horfa til framtíðar. Á heildina litið eru framlög til heilbrigðismála á Íslandi undir meðaltali OECD-landanna. Á Íslandi verjum við 8,7% af vergri landsframleiðslu til þessa málaflokks á sama tíma og Svíar verja nálægt 11%. Þetta hefur gert það að verkum að Íslendingar hafa á síðustu árum orðið eftirbátar frænda okkar í uppbyggingu og viðhaldi heilbrigðiskerfisins, sem er algjörlega óásættanlegt.Vanáætlun um 3-4 milljarða til Landspítala 2016 Alþingi hefur nú tækifæri til að snúa þessari þróun við. Bæði þarf að móta langtímaáætlanir og leysa bráðavanda. Í núverandi frumvarpi til fjárlaga er þörf Landspítalans enn eitt árið vanáætluð. Ekki verður horft fram hjá því að árlega vex eftirspurn eftir þjónustu spítalans um tvö prósent. Í núverandi fjárlögum er ekki að sjá þess merki að tekið sé tillit til slíkra breytinga í samfélaginu. Landspítalinn er þjóðarsjúkrahús sem aldrei lokar. Landsmönnum fjölgar og hvað mest á höfuðborgarsvæðinu og hlutfallslega mest í elstu aldurshópunum. Þessu þarf líka að mæta. Ekki er nóg að halda í horfinu miðað við ástand fyrri ára. Sækja þarf fram, mæta vaxandi árlegri eftirspurn og leysa uppsafnaðan vanda. Biðlistar eftir brýnum skurðaðgerðum og öðrum meðferðarúrræðum hafa lengst og tryggja þarf að staðið sé við boðað átak stjórnvalda til að leysa þann vanda. Alþingi má ekki láta sitt eftir liggja heldur þarf í fjárlögum að tryggja nauðsynlega fjármuni og eyrnamerkja. Getum við treyst því? Til að svo megi verða þarf að útvega fjármagn til að opna fleiri skurðstofur og það þarf að vera hægt að mæta launaútgjöldum heilbrigðisstarfsfólks vegna kjarasamninga sem gerðir hafa verið á árinu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu standa framlög til viðhalds mannvirkja í stað enn eitt árið. Viðhaldsþörf mannvirkja Landspítalans er vanáætluð og engum blöðum er um það að fletta að ástand sumra elstu bygginganna er algjörlega óviðunandi og jafnvel heilsuspillandi. Of langt er að bíða í 8 ár eftir nýjum meðferðarkjarna og ráðast verður strax í viðhald á þeim byggingum sem nýta á áfram. Heilbrigðismál eru fjárfrekur málaflokkur en þjóðin vill að sú þjónusta sé í lagi þegar á þarf að halda. Hún hefur ítrekað lýst yfir að nú sé komið að því að setja þessi mál í forgrunn og snúa við blaðinu. Undir það hafa alþingismenn úr öllum flokkum tekið og ráðherra heilbrigðismála sem hefur lýst því yfir að endurreisnin sé nú hafin. Þess þurfa að sjást merki við umfjöllun Alþingis á fjárlögum næsta árs. Nú þarf að láta verkin tala – annars verður ekki leikið í efstu deild.vísir/gva Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Íslendingar búa við heilbrigðiskerfi sem lengi vel gat státað af árangri sem jafnaðist á við það sem best þekktist í hinum vestræna heimi. Þetta mátti lesa úr lýðheilsutölum um lífslíkur, mæðravernd og árangur skurðaðgerða svo fátt eitt sé nefnt. Hægt hefur verið að bera niður á mörgum sviðum læknisfræðinnar og sjá þar vísbendingar um frábæran árangur þrátt fyrir að talsvert lægra hlutfall þjóðartekna hafi hér verið varið til heilbrigðisþjónustu en meðal norrænna frændþjóða. Slíkur árangur næst aðeins með þrautseigju vel menntaðs starfsfólks sem leggur sig fram á öllum tímum sólarhrings, oft við erfiðar aðstæður og ófullnægjandi starfsumhverfi. Til að viðhalda þessum árangri þurfa innviðir heilbrigðiskerfisins að vera traustir og í stöðugri framþróun. Á hverju ári leggja stjórnvöld fram stefnuáætlun sína í heilbrigðismálum í frumvarpi til fjárlaga. Í nýjustu skýrslu OECD um stöðu heilbrigðismála, Health at a Glance 2015, kemur fram að íslensk stjórnvöld verja innan við 0,1% af vergri landsframleiðslu til fjárfestinga í innviðum heilbrigðiskerfisins, þar sem meðaltal OECD-landanna er 0,5%. Árið 2013 vermdi Ísland næst neðsta sætið og var þar í flokki með Grikklandi og Mexíkó. Frændur okkar á Norðurlöndum verja hins vegar á bilinu 0,5-0,7% til stofnfjárfestinga í heilbrigðiskerfinu. Er ásættanlegt að fjárfesta ekki í framtíðinni þegar ríkissjóður er rekinn með hagnaði, tekjustofnum fækkað, skattar lækkaðir og kröfur um lækkun tryggingargjalds verða æ háværari. Höfum við efni á því á sama tíma og ekki eru til peningar til að sinna innviðum samfélagsins? Landspítalinn hefur ekki farið varhluta af niðurskurði í fjárframlögum á undanförnum árum. Heildarframlög ríkisins hafa dregist saman um 28% á árunum 2003 til 2014 eða úr um 9,5% í 6,8% af heildarútgjöldum ríkisins. Þessari þróun þarf að snúa við og horfa til framtíðar. Á heildina litið eru framlög til heilbrigðismála á Íslandi undir meðaltali OECD-landanna. Á Íslandi verjum við 8,7% af vergri landsframleiðslu til þessa málaflokks á sama tíma og Svíar verja nálægt 11%. Þetta hefur gert það að verkum að Íslendingar hafa á síðustu árum orðið eftirbátar frænda okkar í uppbyggingu og viðhaldi heilbrigðiskerfisins, sem er algjörlega óásættanlegt.Vanáætlun um 3-4 milljarða til Landspítala 2016 Alþingi hefur nú tækifæri til að snúa þessari þróun við. Bæði þarf að móta langtímaáætlanir og leysa bráðavanda. Í núverandi frumvarpi til fjárlaga er þörf Landspítalans enn eitt árið vanáætluð. Ekki verður horft fram hjá því að árlega vex eftirspurn eftir þjónustu spítalans um tvö prósent. Í núverandi fjárlögum er ekki að sjá þess merki að tekið sé tillit til slíkra breytinga í samfélaginu. Landspítalinn er þjóðarsjúkrahús sem aldrei lokar. Landsmönnum fjölgar og hvað mest á höfuðborgarsvæðinu og hlutfallslega mest í elstu aldurshópunum. Þessu þarf líka að mæta. Ekki er nóg að halda í horfinu miðað við ástand fyrri ára. Sækja þarf fram, mæta vaxandi árlegri eftirspurn og leysa uppsafnaðan vanda. Biðlistar eftir brýnum skurðaðgerðum og öðrum meðferðarúrræðum hafa lengst og tryggja þarf að staðið sé við boðað átak stjórnvalda til að leysa þann vanda. Alþingi má ekki láta sitt eftir liggja heldur þarf í fjárlögum að tryggja nauðsynlega fjármuni og eyrnamerkja. Getum við treyst því? Til að svo megi verða þarf að útvega fjármagn til að opna fleiri skurðstofur og það þarf að vera hægt að mæta launaútgjöldum heilbrigðisstarfsfólks vegna kjarasamninga sem gerðir hafa verið á árinu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu standa framlög til viðhalds mannvirkja í stað enn eitt árið. Viðhaldsþörf mannvirkja Landspítalans er vanáætluð og engum blöðum er um það að fletta að ástand sumra elstu bygginganna er algjörlega óviðunandi og jafnvel heilsuspillandi. Of langt er að bíða í 8 ár eftir nýjum meðferðarkjarna og ráðast verður strax í viðhald á þeim byggingum sem nýta á áfram. Heilbrigðismál eru fjárfrekur málaflokkur en þjóðin vill að sú þjónusta sé í lagi þegar á þarf að halda. Hún hefur ítrekað lýst yfir að nú sé komið að því að setja þessi mál í forgrunn og snúa við blaðinu. Undir það hafa alþingismenn úr öllum flokkum tekið og ráðherra heilbrigðismála sem hefur lýst því yfir að endurreisnin sé nú hafin. Þess þurfa að sjást merki við umfjöllun Alþingis á fjárlögum næsta árs. Nú þarf að láta verkin tala – annars verður ekki leikið í efstu deild.vísir/gva
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun