Viðbrögð við illri meðferð dýra Sigurborg Daðadóttir skrifar 2. nóvember 2015 07:00 Ill meðferð dýra verður ekki liðin af hálfu Matvælastofnunar, sem fer með eftirlit með dýravelferð. Fólk er eðlilega slegið í kjölfar frétta og mynda sem sýna illa meðferð gyltna hér á landi. Gefið hefur verið í skyn að opinbert eftirlit hafi brugðist og sé ekki að virka. Flestir átta sig hins vegar á að ef ekki væri fyrir eftirlit Matvælastofnunar væri málið óþekkt og engar breytingar til batnaðar gerðar. Óþreyja fólks sem vill láta laga hlutina strax og refsa þeim sem brjóta á dýrum er skiljanleg, en hafa ber í huga að fréttir og myndir sem nú voru birtar voru úr eftirliti Matvælastofnunar á árinu 2014 og margt komið í betra horf frá þeim tíma. Undirrituð hefur heldur enga þolinmæði fyrir þeim sem fara illa með dýr. Margir þekkja hins vegar ekki til stjórnsýslukrafna, sem fela í sér ákveðnar leikreglur sem opinberum aðilum ber að vinna eftir, til að tryggja rétt málsaðila og koma í veg fyrir að embættismenn fari offari. Slíkt verklag þyngir alla málsmeðferð og hægir á málshraða, en tryggir um leið að rétt sé staðið að málum. Hálfnað verk þá "lokið“ erSvínabændur þurfa að sækja um leyfi til að halda gyltur á básum og skila inn áætlun um hvernig þeir hyggjast breyta úr básahaldi yfir í lausagöngu.Mynd/AuðunnÞetta „orðatiltæki“ er haft eftir spökum manni, sem segir það við rithöfunda sem telja bókina sína tilbúna þegar þeir skila inn handriti til bókaútgefanda, því sá spaki veit að mikið verk er óunnið áður en bókin er útgefin og seld. Það tók sex ár frá því vinna hófst við gerð nýrra laga um velferð dýra þar til þau urðu að lögum og það mun líklega taka nokkurn tíma þar til lögin eru komin í fulla virkni og því er nauðsynlegt að forgangsraða verkum. Matvælastofnun forgangsraðar þannig að áhersla er lögð á að tryggja velferð dýranna og að knýja fram skjótar úrbætur. Til refsinga er gripið á síðari stigum, þar sem þörf er á. Allt þarfnast þetta undirbúnings og eftirfylgni. Það þarf að skipuleggja eftirlitið heildstætt, skilgreina vinnulag, hanna gagnagrunna, þjálfa starfsfólk og þá er mikilvægt að vinnan sé samræmd um allt land. Að refsa fyrir framið brot þarfnast líka undirbúnings, það þarf að skilgreina alvarleika brota á kerfisbundinn hátt, þannig að hægt sé að sekta á samræmdan máta.Að þvinga fram úrbætur Matvælastofnun hefur síðustu misseri einbeitt sér að eftirliti á stöðum þar sem talin er meiri hætta á að misbrestir séu á dýrahaldi eða sem ábendingar hafa borist um frá almenningi, auk staða sem eiga sér miður góða sögu. Þar sem umhirða og aðbúnaður eru ekki samkvæmt ákvæðum laga og reglugerða gerir Matvælastofnun ætíð kröfur um úrbætur. Stundum er gerð krafa um lagfæringar strax á staðnum og jafnvel aflífun dýra ef nauðsynlegt er talið. Í flestum tilvikum þola úrbætur þó einhverja bið, allt eftir því hvaða áhrif brotið hefur á dýrin. Dýraeigendum er jafnan gefinn frestur til að bæta úr, en verði þeir ekki við þeim kröfum hefst undirbúningur að þvingunarúrræðum, með tilheyrandi bréfaskriftum og andmælarétti dýraeiganda. Að loknu þessu ferli tekur Matvælastofnun ákvörðun um að beita þvingunum, s.s. að stöðva starfsemi að hluta eða öllu leyti eða vörslusvipta eiganda dýrum sínum. Reglugerð um dagsektir var gefin út í þessum mánuði og getur því Matvælastofnun nú í fyrsta sinn beitt dagsektum sem þvingunarúrræði í dýravelferðarmálum.Refsingar - sektir hefjast 2016 Matvælastofnun hefur heimild til að refsa dýraeigendum með því að leggja á þá stjórnvaldssektir, sem er nýtt og vandmeðfarið valdatæki fyrir stofnunina. Áríðandi er að vanda til verka áður en lagt er í nýja vegferð og hefur stofnunin undanfarið unnið að gerð líkans til að meta alvarleika brota þannig að samræmis gæti við álagningu sekta. Brotin eru metin út frá áhrifum á dýrið, hversu lengi brotið hefur varað, auk þess sem tekið er tillit til fjölda dýra sem brotið er á. Stjórnvaldssekt getur að hámarki numið einni milljón, en ef brotið er hagnaðarbrot nemur sektin tvöföldum hagnaði en þó að hámarki fimm milljónum. Með stjórnvaldssekt lýkur tilteknu máli og dómstólar geta því ekki dæmt mann fyrir brot sem Matvælastofnun hefur sektað fyrir. Því er það brýnt að stofnunin leggi línurnar strax í upphafi þannig að ljóst sé hvaða tegund brota á að kæra til lögreglu og í hvaða tilvikum stofnunin leggi á stjórnvaldssektir. Aðeins stærstu og alvarlegustu málin verða því kærð til lögreglu, en beiting stjórnvaldssekta hefst á næsta ári og er vonast til að það hafi fælingarmátt þannig að dýraeigendur muni í framtíðinni virða lög og reglur.Básahald gyltna á útleið Í júní síðastliðnum, var endanleg útgáfa reglugerðar um velferð svína gefin út. Í henni er tilgreint hvernig standa skuli að breytingum varðandi kröfuna um lausagöngu gyltna á meðgöngutíma. Svínabændur höfðu frest til 1. október s.l. til að sækja um leyfi til að halda gyltur á básum og skila inn áætlun um hvernig þeir hyggjast breyta úr básahaldi yfir í lausagöngu. Matvælastofnun vinnur nú úr innsendum áætlunum og mun í framhaldinu veita leyfi til básahalds, allt eftir ástandi hvers bús fyrir sig. Leyfi til básahalds má þó aldrei veita lengur en til 1. janúar 2025. Reglugerðin kveður einnig á um að bannað verður eftir 1. janúar 2016 að nota bása þar sem gyltur geta ekki lagst, legið, rétt úr sér og hvílst án átroðnings frá næsta bás. Matvælastofnun mun fylgja þessu fast eftir með heimsóknum á öll svínabú strax eftir áramótin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ill meðferð dýra verður ekki liðin af hálfu Matvælastofnunar, sem fer með eftirlit með dýravelferð. Fólk er eðlilega slegið í kjölfar frétta og mynda sem sýna illa meðferð gyltna hér á landi. Gefið hefur verið í skyn að opinbert eftirlit hafi brugðist og sé ekki að virka. Flestir átta sig hins vegar á að ef ekki væri fyrir eftirlit Matvælastofnunar væri málið óþekkt og engar breytingar til batnaðar gerðar. Óþreyja fólks sem vill láta laga hlutina strax og refsa þeim sem brjóta á dýrum er skiljanleg, en hafa ber í huga að fréttir og myndir sem nú voru birtar voru úr eftirliti Matvælastofnunar á árinu 2014 og margt komið í betra horf frá þeim tíma. Undirrituð hefur heldur enga þolinmæði fyrir þeim sem fara illa með dýr. Margir þekkja hins vegar ekki til stjórnsýslukrafna, sem fela í sér ákveðnar leikreglur sem opinberum aðilum ber að vinna eftir, til að tryggja rétt málsaðila og koma í veg fyrir að embættismenn fari offari. Slíkt verklag þyngir alla málsmeðferð og hægir á málshraða, en tryggir um leið að rétt sé staðið að málum. Hálfnað verk þá "lokið“ erSvínabændur þurfa að sækja um leyfi til að halda gyltur á básum og skila inn áætlun um hvernig þeir hyggjast breyta úr básahaldi yfir í lausagöngu.Mynd/AuðunnÞetta „orðatiltæki“ er haft eftir spökum manni, sem segir það við rithöfunda sem telja bókina sína tilbúna þegar þeir skila inn handriti til bókaútgefanda, því sá spaki veit að mikið verk er óunnið áður en bókin er útgefin og seld. Það tók sex ár frá því vinna hófst við gerð nýrra laga um velferð dýra þar til þau urðu að lögum og það mun líklega taka nokkurn tíma þar til lögin eru komin í fulla virkni og því er nauðsynlegt að forgangsraða verkum. Matvælastofnun forgangsraðar þannig að áhersla er lögð á að tryggja velferð dýranna og að knýja fram skjótar úrbætur. Til refsinga er gripið á síðari stigum, þar sem þörf er á. Allt þarfnast þetta undirbúnings og eftirfylgni. Það þarf að skipuleggja eftirlitið heildstætt, skilgreina vinnulag, hanna gagnagrunna, þjálfa starfsfólk og þá er mikilvægt að vinnan sé samræmd um allt land. Að refsa fyrir framið brot þarfnast líka undirbúnings, það þarf að skilgreina alvarleika brota á kerfisbundinn hátt, þannig að hægt sé að sekta á samræmdan máta.Að þvinga fram úrbætur Matvælastofnun hefur síðustu misseri einbeitt sér að eftirliti á stöðum þar sem talin er meiri hætta á að misbrestir séu á dýrahaldi eða sem ábendingar hafa borist um frá almenningi, auk staða sem eiga sér miður góða sögu. Þar sem umhirða og aðbúnaður eru ekki samkvæmt ákvæðum laga og reglugerða gerir Matvælastofnun ætíð kröfur um úrbætur. Stundum er gerð krafa um lagfæringar strax á staðnum og jafnvel aflífun dýra ef nauðsynlegt er talið. Í flestum tilvikum þola úrbætur þó einhverja bið, allt eftir því hvaða áhrif brotið hefur á dýrin. Dýraeigendum er jafnan gefinn frestur til að bæta úr, en verði þeir ekki við þeim kröfum hefst undirbúningur að þvingunarúrræðum, með tilheyrandi bréfaskriftum og andmælarétti dýraeiganda. Að loknu þessu ferli tekur Matvælastofnun ákvörðun um að beita þvingunum, s.s. að stöðva starfsemi að hluta eða öllu leyti eða vörslusvipta eiganda dýrum sínum. Reglugerð um dagsektir var gefin út í þessum mánuði og getur því Matvælastofnun nú í fyrsta sinn beitt dagsektum sem þvingunarúrræði í dýravelferðarmálum.Refsingar - sektir hefjast 2016 Matvælastofnun hefur heimild til að refsa dýraeigendum með því að leggja á þá stjórnvaldssektir, sem er nýtt og vandmeðfarið valdatæki fyrir stofnunina. Áríðandi er að vanda til verka áður en lagt er í nýja vegferð og hefur stofnunin undanfarið unnið að gerð líkans til að meta alvarleika brota þannig að samræmis gæti við álagningu sekta. Brotin eru metin út frá áhrifum á dýrið, hversu lengi brotið hefur varað, auk þess sem tekið er tillit til fjölda dýra sem brotið er á. Stjórnvaldssekt getur að hámarki numið einni milljón, en ef brotið er hagnaðarbrot nemur sektin tvöföldum hagnaði en þó að hámarki fimm milljónum. Með stjórnvaldssekt lýkur tilteknu máli og dómstólar geta því ekki dæmt mann fyrir brot sem Matvælastofnun hefur sektað fyrir. Því er það brýnt að stofnunin leggi línurnar strax í upphafi þannig að ljóst sé hvaða tegund brota á að kæra til lögreglu og í hvaða tilvikum stofnunin leggi á stjórnvaldssektir. Aðeins stærstu og alvarlegustu málin verða því kærð til lögreglu, en beiting stjórnvaldssekta hefst á næsta ári og er vonast til að það hafi fælingarmátt þannig að dýraeigendur muni í framtíðinni virða lög og reglur.Básahald gyltna á útleið Í júní síðastliðnum, var endanleg útgáfa reglugerðar um velferð svína gefin út. Í henni er tilgreint hvernig standa skuli að breytingum varðandi kröfuna um lausagöngu gyltna á meðgöngutíma. Svínabændur höfðu frest til 1. október s.l. til að sækja um leyfi til að halda gyltur á básum og skila inn áætlun um hvernig þeir hyggjast breyta úr básahaldi yfir í lausagöngu. Matvælastofnun vinnur nú úr innsendum áætlunum og mun í framhaldinu veita leyfi til básahalds, allt eftir ástandi hvers bús fyrir sig. Leyfi til básahalds má þó aldrei veita lengur en til 1. janúar 2025. Reglugerðin kveður einnig á um að bannað verður eftir 1. janúar 2016 að nota bása þar sem gyltur geta ekki lagst, legið, rétt úr sér og hvílst án átroðnings frá næsta bás. Matvælastofnun mun fylgja þessu fast eftir með heimsóknum á öll svínabú strax eftir áramótin.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar