Viðskipti innlent

86% meiri viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni

Sæunn Gísladóttir skrifar
Síminn var tekinn til viðskipta á Aðallista Kauphallarinnar þann 15. október.
Síminn var tekinn til viðskipta á Aðallista Kauphallarinnar þann 15. október. Vísir/GVA
Heildarviðskipti með hlutabréf í októbermánuði í Nasdaq Iceland (Kauphöllinni) námu 57.507 milljónum eða 2.614 milljónum á dag. Það er 86 prósent hækkun á milli ára en viðskipti í október 2014 námu 1.402 milljónum á dag og 49 prósent hækkun milli mánaða. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Viðskipti með bréf Símans 5,4 milljarðar á tveimur vikum

Mest voru viðskipti með bréf Icelandair Group (ICEAIR), 10.356 milljónir, Reita fasteignafélags (REITIR), 6.036 milljónir, Símans (SIMINN), 5.399, VÍS (VIS), 4.953 milljónir,  og Haga (HAGA), 4.575 milljónir. Úrvalsvísitalan (OMXI8) hækkaði um 9,9% á milli mánaða og stendur nú í 1.846 stigum.

Á Aðalmarkaði Kauphallarinnar var Arion banki með mestu hlutdeildina, 24,5% (23,0% á árinu), Landsbankinn með 22,5% (27,5% á árinu), og Kvika banki með 20,5% (19,8% á árinu*).

Í lok október voru hlutabréf 20 félaga skráð á Aðalmarkaði og Nasdaq First North á Íslandi, þar af eitt félag nýskráð á Aðalmarkað í október, Síminn hf.  Nemur heildarmarkaðsvirði skráðra félaga 1.038 milljörðum króna (samanborið við 936 milljarða í september).

68 prósent meiri viðskipti með skuldabréf

Heildarviðskipti með skuldabréf námu 191 milljarði í síðasta mánuði sem samsvarar 8,7 milljarða veltu á dag. Þetta er 16% lækkun frá fyrri mánuði (viðskipti í september námu 10,4 milljörðum á dag), en 68% hækkun frá fyrra ári (viðskipti í október 2014 námu 5,2 milljörðum á dag).

Alls námu viðskipti með ríkisbréf 162 milljörðum en viðskipti með íbúðabréf námu 12 milljörðum. Mest voru viðskipti með RIKB 19 0226, 32,5 milljarðar, RIKB 20 0205, 29,6 milljarðar, RIKB 22 1026, 27,7 milljarðar, RIKB 25 0612, 24,1 milljarður og RIKB 31 0124, 19,2 milljarðar

Á skuldabréfamarkaði var Kvika banki með mestu hlutdeildina, 22,2% (30,0% á árinu*), Landsbankinn með 21,4% (21,0% á árinu) og Íslandsbanki með 20,3% (19,7% á árinu).

Aðalvísitala skuldabréfa (NOMXIBB) hækkaði um 2,5% í október og stendur í 1.201 stigi.  Óverðtryggða skuldabréfavísitala Kauphallarinnar (NOMXINOM) hækkaði um 2,6% og sú verðtryggða (NOMXIREAL) hækkaði um 2,2%.


Tengdar fréttir

Styrking krónu gæti hamlað vexti á markaðnum

Heildarvirði félaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands er einungis um fjórðungur af því sem var í júlí 2007. Félögin hafa hækkað verulega í verði undanfarið ár.

Tæplega 1,5 milljarða króna velta

Ástæða mikils áhuga á bréfum Icelandair Group er sú að snemma í gærmorgun birti Icelandair Group tilkynningu með uppfærðri afkomuspá fyrir þriðja fjórðung.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×