Opið bréf til borgarstjórnar Þórunn Guðmundsdóttir og Gunnar Guðbjörnsson og Sigurður Flosason skrifa 3. nóvember 2015 07:00 Um miðjan október fóru fram réttarhöld í máli Tónlistarskólans í Reykjavík gegn Reykjavíkurborg vegna vangoldins kennslukostnaðar. Málssóknin var neyðarúrræði Tónlistarskólans til að fá úr því skorið hvort ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hætta að styðja við nemendur á framhaldsstigi í tónlist stæðist lagalega. Málið bíður nú dómsúrskurðar, en niðurstaðan mun skera úr um hvort Tónlistarskólinn í Reykjavík muni geta starfað áfram. Við réttarhöldin svaraði borgarlögmaður því með ótvíræðum hætti að ábyrgð á tónlistarnámi samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla (upp að háskólastigi) lægi hjá sveitarfélögunum lögum samkvæmt og það hefði ekki breyst við undirritun „Samkomulags um eflingu tónlistarnáms“ sumarið 2011. Þetta samræmist því sem Samtök tónlistarskóla í Reykjavík (STÍR) hafa haldið fram frá upphafi og sá skilningur hefur ítrekað verið staðfestur af fyrrverandi og núverandi menntamálaráðherra. Undanfarin fjögur ár hefur það hins vegar komið fram á fjölmörgum fundum sem STÍR hefur átt með borgarstjóra, borgarfulltrúum og embættismönnum borgarinnar að borgin telji að ríkið hafi tekið yfir ábyrgð á framhaldsnámi í hljóðfæraleik og miðnámi og framhaldsnámi í söng. Var m.a. ítrekað vitnað í álit borgarlögmanns því til stuðnings. Þegar eftir því var gengið reyndist það álit svo aldrei hafa verið gert. Umsögn Birgis Björns Sigurjónssonar, fjármálastjóra borgarinnar, til borgarráðs (dagsett 24. maí 2011, 11 dögum eftir að samkomulagið var undirritað) tekur af allan vafa um ábyrgð borgarinnar vegna samkomulagsins: „...sveitarfélögin (skuldbinda) sig til að fjármagna kennslu þeirra nemenda sem innritaðir eru við viðurkennda tónlistarskóla og uppfylla inntökuskilyrði og reglur um námsframvindu. Í samkomulaginu er ekki afmarkaður fjöldi þeirra nemenda sem öðlast rétt samkvæmt því til stuðnings frá sveitarfélaginu með öðrum hætti en ofangreindum. Áhættan liggur þannig hjá sveitarfélögum hvað varðar fjölda nemenda og viðbótarkostnað sem það kann að leiða til.“ Áhættan og ábyrgðin liggur sem sagt hjá sveitarfélögunum. Í þessu samhengi er líka ástæða til að vitna í Ársskýrslu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 2011 (bls. 14): „Á árinu leit dagsins ljós ný stefnumótun Reykjavíkurborgar um tónlistarfræðslu. Meginmarkmið hennar eru að tryggja jafnræði til tónlistarnáms og metnaðarfulla kennslu fyrir börn og ungmenni. Jafnframt urðu þáttaskil í fyrirkomulagi tónlistarnáms á mið- og framhaldsstigi þegar undirritað var samkomulag í maí á milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kostnaðarhlutdeild ríkisins í náminu. Felur aðkoma ríkisins í sér að framlög til málaflokksins aukast um allt að 250 m.kr. á ári og að sveitarfélögin tryggja að nemendur geti stundað nám sitt án tillits til búsetu.“ Þarna er rætt um „kostnaðarhlutdeild“ ríkisins, aukningu á framlögum til málaflokksins og að það séu sveitarfélög sem skuli tryggja að átthagafjötrar hverfi. Þetta þrennt er í hrópandi ósamræmi við það sem varð svo raunin – Reykjavíkurborg fór að halda því fram að ríkið eitt ætti að standa straum af öllum kostnaði við miðnám í söng og allt framhaldsnám, borgin tók út öll framlög sín til efri stiganna og lýsti því jafnframt ítrekað yfir að nemendur úr öðrum sveitarfélögum kæmu borginni ekkert við. Æ ofan í æ hefur skólastjórum tónlistarskóla í borginni verið bent á að hætta að krefja borgina um stuðning við framhaldsnám vegna þess að hið eina rétta í stöðunni sé að herja á menntamálaráðuneytið. En úr því að Reykjavíkurborg viðurkennir loks að ábyrgðin sé hennar, hver er þá málsvörnin? Af hverju brúar hún ekki bilið milli kennslukostnaðar og framlags ríkisins eins og önnur sveitarfélög? Jú, lögum samkvæmt hafa sveitarfélög rétt á að ákveða fyrirkomulag varðandi stuðning við tónlistarnám. Borgin hafi í þessu tilviki ákveðið að styðja eingöngu við grunnnámið og miðnám í hljóðfæraleik. Ef þetta er raunin, þá vakna ýmsar spurningar: Af hverju skrifaði borgin undir samkomulagið, úr því að hún kýs að framfylgja því ekki? Af hverju fullyrti borgin ítrekað að ábyrgðin væri ekki hennar, þegar henni var það greinilega ljóst frá upphafi að ábyrgðin lægi hjá borginni? Hvers vegna tekur borgin að sér að útdeila fjármagni frá Jöfnunarsjóði til nemenda á efri stigum í Reykjavík, úr því að hún telur að þetta skólastig komi sér ekkert við? Reykjavíkurborg er stjórnvald og þetta er því stjórnvaldsákvörðun sem þarf að tilkynna með formlegum hætti og gefa tónlistarskólum andmælarétt. Stenst þessi ákvörðun úr því að það var ekki gert? Reykjavíkurborg viðurkennir að sveitarfélögin ein beri ábyrgð á tónlistarnámi. Með því að hætta stuðningi við nemendur á efri stigum gerir borgin skólunum ókleift að kenna tónlist á efri stigum. Er það meðvituð ákvörðun hjá borgaryfirvöldum að leggja niður framhaldsnám í tónlist í borginni? Hvenær var þessi ákvörðun tekin og var hún rædd með formlegum hætti? Á fundi með borgarstjóra vorið 2014 sagði hann eitthvað á þá leið að hann tryði því ekki að Illugi Gunnarsson vildi að tónlistarskólarnir færu á hausinn á hans vakt. Það hefur nú verið staðfest að það er borgarstjóri sem stendur vaktina og því hlýtur lokaspurningin að vera: Vill Dagur B. Eggertsson að tónlistarskólarnir fari á hausinn á hans vakt? Samtök tónlistarskóla í Reykjavík hvetja borgina eindregið til að axla ábyrgð og leita allra leiða til að finna lausn á vandamálum tónlistarskóla í borginni. Það er sannfæring okkar að þverpólitískur vilji sé um að finna málinu lausn og ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að finna skynsamlega kostnaðarskiptingu á málaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Um miðjan október fóru fram réttarhöld í máli Tónlistarskólans í Reykjavík gegn Reykjavíkurborg vegna vangoldins kennslukostnaðar. Málssóknin var neyðarúrræði Tónlistarskólans til að fá úr því skorið hvort ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hætta að styðja við nemendur á framhaldsstigi í tónlist stæðist lagalega. Málið bíður nú dómsúrskurðar, en niðurstaðan mun skera úr um hvort Tónlistarskólinn í Reykjavík muni geta starfað áfram. Við réttarhöldin svaraði borgarlögmaður því með ótvíræðum hætti að ábyrgð á tónlistarnámi samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla (upp að háskólastigi) lægi hjá sveitarfélögunum lögum samkvæmt og það hefði ekki breyst við undirritun „Samkomulags um eflingu tónlistarnáms“ sumarið 2011. Þetta samræmist því sem Samtök tónlistarskóla í Reykjavík (STÍR) hafa haldið fram frá upphafi og sá skilningur hefur ítrekað verið staðfestur af fyrrverandi og núverandi menntamálaráðherra. Undanfarin fjögur ár hefur það hins vegar komið fram á fjölmörgum fundum sem STÍR hefur átt með borgarstjóra, borgarfulltrúum og embættismönnum borgarinnar að borgin telji að ríkið hafi tekið yfir ábyrgð á framhaldsnámi í hljóðfæraleik og miðnámi og framhaldsnámi í söng. Var m.a. ítrekað vitnað í álit borgarlögmanns því til stuðnings. Þegar eftir því var gengið reyndist það álit svo aldrei hafa verið gert. Umsögn Birgis Björns Sigurjónssonar, fjármálastjóra borgarinnar, til borgarráðs (dagsett 24. maí 2011, 11 dögum eftir að samkomulagið var undirritað) tekur af allan vafa um ábyrgð borgarinnar vegna samkomulagsins: „...sveitarfélögin (skuldbinda) sig til að fjármagna kennslu þeirra nemenda sem innritaðir eru við viðurkennda tónlistarskóla og uppfylla inntökuskilyrði og reglur um námsframvindu. Í samkomulaginu er ekki afmarkaður fjöldi þeirra nemenda sem öðlast rétt samkvæmt því til stuðnings frá sveitarfélaginu með öðrum hætti en ofangreindum. Áhættan liggur þannig hjá sveitarfélögum hvað varðar fjölda nemenda og viðbótarkostnað sem það kann að leiða til.“ Áhættan og ábyrgðin liggur sem sagt hjá sveitarfélögunum. Í þessu samhengi er líka ástæða til að vitna í Ársskýrslu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 2011 (bls. 14): „Á árinu leit dagsins ljós ný stefnumótun Reykjavíkurborgar um tónlistarfræðslu. Meginmarkmið hennar eru að tryggja jafnræði til tónlistarnáms og metnaðarfulla kennslu fyrir börn og ungmenni. Jafnframt urðu þáttaskil í fyrirkomulagi tónlistarnáms á mið- og framhaldsstigi þegar undirritað var samkomulag í maí á milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kostnaðarhlutdeild ríkisins í náminu. Felur aðkoma ríkisins í sér að framlög til málaflokksins aukast um allt að 250 m.kr. á ári og að sveitarfélögin tryggja að nemendur geti stundað nám sitt án tillits til búsetu.“ Þarna er rætt um „kostnaðarhlutdeild“ ríkisins, aukningu á framlögum til málaflokksins og að það séu sveitarfélög sem skuli tryggja að átthagafjötrar hverfi. Þetta þrennt er í hrópandi ósamræmi við það sem varð svo raunin – Reykjavíkurborg fór að halda því fram að ríkið eitt ætti að standa straum af öllum kostnaði við miðnám í söng og allt framhaldsnám, borgin tók út öll framlög sín til efri stiganna og lýsti því jafnframt ítrekað yfir að nemendur úr öðrum sveitarfélögum kæmu borginni ekkert við. Æ ofan í æ hefur skólastjórum tónlistarskóla í borginni verið bent á að hætta að krefja borgina um stuðning við framhaldsnám vegna þess að hið eina rétta í stöðunni sé að herja á menntamálaráðuneytið. En úr því að Reykjavíkurborg viðurkennir loks að ábyrgðin sé hennar, hver er þá málsvörnin? Af hverju brúar hún ekki bilið milli kennslukostnaðar og framlags ríkisins eins og önnur sveitarfélög? Jú, lögum samkvæmt hafa sveitarfélög rétt á að ákveða fyrirkomulag varðandi stuðning við tónlistarnám. Borgin hafi í þessu tilviki ákveðið að styðja eingöngu við grunnnámið og miðnám í hljóðfæraleik. Ef þetta er raunin, þá vakna ýmsar spurningar: Af hverju skrifaði borgin undir samkomulagið, úr því að hún kýs að framfylgja því ekki? Af hverju fullyrti borgin ítrekað að ábyrgðin væri ekki hennar, þegar henni var það greinilega ljóst frá upphafi að ábyrgðin lægi hjá borginni? Hvers vegna tekur borgin að sér að útdeila fjármagni frá Jöfnunarsjóði til nemenda á efri stigum í Reykjavík, úr því að hún telur að þetta skólastig komi sér ekkert við? Reykjavíkurborg er stjórnvald og þetta er því stjórnvaldsákvörðun sem þarf að tilkynna með formlegum hætti og gefa tónlistarskólum andmælarétt. Stenst þessi ákvörðun úr því að það var ekki gert? Reykjavíkurborg viðurkennir að sveitarfélögin ein beri ábyrgð á tónlistarnámi. Með því að hætta stuðningi við nemendur á efri stigum gerir borgin skólunum ókleift að kenna tónlist á efri stigum. Er það meðvituð ákvörðun hjá borgaryfirvöldum að leggja niður framhaldsnám í tónlist í borginni? Hvenær var þessi ákvörðun tekin og var hún rædd með formlegum hætti? Á fundi með borgarstjóra vorið 2014 sagði hann eitthvað á þá leið að hann tryði því ekki að Illugi Gunnarsson vildi að tónlistarskólarnir færu á hausinn á hans vakt. Það hefur nú verið staðfest að það er borgarstjóri sem stendur vaktina og því hlýtur lokaspurningin að vera: Vill Dagur B. Eggertsson að tónlistarskólarnir fari á hausinn á hans vakt? Samtök tónlistarskóla í Reykjavík hvetja borgina eindregið til að axla ábyrgð og leita allra leiða til að finna lausn á vandamálum tónlistarskóla í borginni. Það er sannfæring okkar að þverpólitískur vilji sé um að finna málinu lausn og ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að finna skynsamlega kostnaðarskiptingu á málaflokknum.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun