Lét teikna gamla konu sem langaði að deyja Ingvar Haraldsson skrifar 4. nóvember 2015 09:00 Unnur Mjöll S. Leifsdóttir vonast til að fleiri konur fari að forrita. mynd/sigrún guðmundsdóttir „Það vantar auðvitað að konur sæki í sig veðrið og fari meira inn í þennan geira,“ segir myndlistarkonan Unnur Mjöll S. Leifsdóttir sem var í síðustu viku ráðin framkvæmdastjóri Samtaka vefiðnaðarins (SVEF). „Það er nóg af tækifærum og almennt séð eru þetta tiltölulega vel launuð störf,“ segir hún. „Ég held að það hafi myndast menning fyrir því að þetta sé karllægur geiri en þetta er að þróast.“ Unnur bendir á að vefstjórar séu flestir konur og kynjahlutföllin hjá hönnuðum og markaðsfólki séu nokkuð jöfn. Einna helst sé það starf forritara sem enn sé að stærstum hluta mannað af körlum. Unnur er fyrsti starfsmaðurinn sem SVEF ræður en samtökin voru stofnuð yfir bjórglasi af hópi vefara árið 2005. Síðan þá hafa þau m.a. staðið að Íslensku vefverðlaununum, fyrirlestraröðum og ráðstefnum um hin ýmsu vefmál. Þriðjudaginn 17. nóvember standa þau einmitt að morgunverðarfundinum Hvað kostar að gera vef í dag? í Listasafni Íslands. Samtökin eru fagsamtök þeirra sem starfa að vefmálum hér á landi en félagsmenn eru nú um þrjú hundruð. Unnur segir stefnt að því að fjölga félagsmönnum sem hún vonast eftir að verði úr sem fjölbreyttustum greinum vefiðnaðarins. Hún segir að staða vefmála hér á landi sé almennt góð „Hagsmunamálin snúa að kjörum og tækifærum. Í rauninni má segja að Ísland sé mjög framarlega í vefmálum, hlutirnir gerast yfirleitt mjög hratt hérna sem er mjög gott.“ Hins vegar þurfi námsframboðið hér á landi að henta þörfum greinarinnar. „Það þarf að hugsa um jafnvægi þannig að skólarnir bjóði upp á nám á öllum sviðum, þá erum við að tala um forritun, bak- og framenda, vefhönnun og markaðsmál sem tengjast vefjum.“ Unnur hefur komið víða við en síðustu ár hefur hún unnið við uppsetningu listasýninga og framkvæmd ýmissa viðburða hjá Hafnarborg og Listasafni Reykjavíkur. Í sumar setti hún upp útskriftarverkefnið sitt úr MFA-námi í School of Visual Arts í New York. Þar fékk hún rannsóknarlögreglumann og teiknara frá lögreglunni í New York til að teikna mynd eftir minningu föður síns um gamla konu sem hann hafði kynnst í sveit sem barn. „Við hringdum heim í pabba sem lýsti þessari konu og rannsóknarlögreglumaðurinn teiknaði portrettmynd af henni. Þetta var kona sem var í kringum nírætt og pabbi var bara lítill strákur að vinna í sveitinni, “ segir Unnur. Konan hafi verið orðin þreytt á lífinu og andvarpað í sífellu. Þegar faðir hennar spurði hvers vegna hún væri að andvarpa hafi hún svarað: „Æ, já, ég vildi að ég væri dauð.“ Unnur segir list sína oft byggjast á gjörningum sem nýtist vel í hinu nýja starfi, til að mynda við skipulagningu viðburða og utanumhald um stór verkefni. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
„Það vantar auðvitað að konur sæki í sig veðrið og fari meira inn í þennan geira,“ segir myndlistarkonan Unnur Mjöll S. Leifsdóttir sem var í síðustu viku ráðin framkvæmdastjóri Samtaka vefiðnaðarins (SVEF). „Það er nóg af tækifærum og almennt séð eru þetta tiltölulega vel launuð störf,“ segir hún. „Ég held að það hafi myndast menning fyrir því að þetta sé karllægur geiri en þetta er að þróast.“ Unnur bendir á að vefstjórar séu flestir konur og kynjahlutföllin hjá hönnuðum og markaðsfólki séu nokkuð jöfn. Einna helst sé það starf forritara sem enn sé að stærstum hluta mannað af körlum. Unnur er fyrsti starfsmaðurinn sem SVEF ræður en samtökin voru stofnuð yfir bjórglasi af hópi vefara árið 2005. Síðan þá hafa þau m.a. staðið að Íslensku vefverðlaununum, fyrirlestraröðum og ráðstefnum um hin ýmsu vefmál. Þriðjudaginn 17. nóvember standa þau einmitt að morgunverðarfundinum Hvað kostar að gera vef í dag? í Listasafni Íslands. Samtökin eru fagsamtök þeirra sem starfa að vefmálum hér á landi en félagsmenn eru nú um þrjú hundruð. Unnur segir stefnt að því að fjölga félagsmönnum sem hún vonast eftir að verði úr sem fjölbreyttustum greinum vefiðnaðarins. Hún segir að staða vefmála hér á landi sé almennt góð „Hagsmunamálin snúa að kjörum og tækifærum. Í rauninni má segja að Ísland sé mjög framarlega í vefmálum, hlutirnir gerast yfirleitt mjög hratt hérna sem er mjög gott.“ Hins vegar þurfi námsframboðið hér á landi að henta þörfum greinarinnar. „Það þarf að hugsa um jafnvægi þannig að skólarnir bjóði upp á nám á öllum sviðum, þá erum við að tala um forritun, bak- og framenda, vefhönnun og markaðsmál sem tengjast vefjum.“ Unnur hefur komið víða við en síðustu ár hefur hún unnið við uppsetningu listasýninga og framkvæmd ýmissa viðburða hjá Hafnarborg og Listasafni Reykjavíkur. Í sumar setti hún upp útskriftarverkefnið sitt úr MFA-námi í School of Visual Arts í New York. Þar fékk hún rannsóknarlögreglumann og teiknara frá lögreglunni í New York til að teikna mynd eftir minningu föður síns um gamla konu sem hann hafði kynnst í sveit sem barn. „Við hringdum heim í pabba sem lýsti þessari konu og rannsóknarlögreglumaðurinn teiknaði portrettmynd af henni. Þetta var kona sem var í kringum nírætt og pabbi var bara lítill strákur að vinna í sveitinni, “ segir Unnur. Konan hafi verið orðin þreytt á lífinu og andvarpað í sífellu. Þegar faðir hennar spurði hvers vegna hún væri að andvarpa hafi hún svarað: „Æ, já, ég vildi að ég væri dauð.“ Unnur segir list sína oft byggjast á gjörningum sem nýtist vel í hinu nýja starfi, til að mynda við skipulagningu viðburða og utanumhald um stór verkefni.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira