Lét teikna gamla konu sem langaði að deyja Ingvar Haraldsson skrifar 4. nóvember 2015 09:00 Unnur Mjöll S. Leifsdóttir vonast til að fleiri konur fari að forrita. mynd/sigrún guðmundsdóttir „Það vantar auðvitað að konur sæki í sig veðrið og fari meira inn í þennan geira,“ segir myndlistarkonan Unnur Mjöll S. Leifsdóttir sem var í síðustu viku ráðin framkvæmdastjóri Samtaka vefiðnaðarins (SVEF). „Það er nóg af tækifærum og almennt séð eru þetta tiltölulega vel launuð störf,“ segir hún. „Ég held að það hafi myndast menning fyrir því að þetta sé karllægur geiri en þetta er að þróast.“ Unnur bendir á að vefstjórar séu flestir konur og kynjahlutföllin hjá hönnuðum og markaðsfólki séu nokkuð jöfn. Einna helst sé það starf forritara sem enn sé að stærstum hluta mannað af körlum. Unnur er fyrsti starfsmaðurinn sem SVEF ræður en samtökin voru stofnuð yfir bjórglasi af hópi vefara árið 2005. Síðan þá hafa þau m.a. staðið að Íslensku vefverðlaununum, fyrirlestraröðum og ráðstefnum um hin ýmsu vefmál. Þriðjudaginn 17. nóvember standa þau einmitt að morgunverðarfundinum Hvað kostar að gera vef í dag? í Listasafni Íslands. Samtökin eru fagsamtök þeirra sem starfa að vefmálum hér á landi en félagsmenn eru nú um þrjú hundruð. Unnur segir stefnt að því að fjölga félagsmönnum sem hún vonast eftir að verði úr sem fjölbreyttustum greinum vefiðnaðarins. Hún segir að staða vefmála hér á landi sé almennt góð „Hagsmunamálin snúa að kjörum og tækifærum. Í rauninni má segja að Ísland sé mjög framarlega í vefmálum, hlutirnir gerast yfirleitt mjög hratt hérna sem er mjög gott.“ Hins vegar þurfi námsframboðið hér á landi að henta þörfum greinarinnar. „Það þarf að hugsa um jafnvægi þannig að skólarnir bjóði upp á nám á öllum sviðum, þá erum við að tala um forritun, bak- og framenda, vefhönnun og markaðsmál sem tengjast vefjum.“ Unnur hefur komið víða við en síðustu ár hefur hún unnið við uppsetningu listasýninga og framkvæmd ýmissa viðburða hjá Hafnarborg og Listasafni Reykjavíkur. Í sumar setti hún upp útskriftarverkefnið sitt úr MFA-námi í School of Visual Arts í New York. Þar fékk hún rannsóknarlögreglumann og teiknara frá lögreglunni í New York til að teikna mynd eftir minningu föður síns um gamla konu sem hann hafði kynnst í sveit sem barn. „Við hringdum heim í pabba sem lýsti þessari konu og rannsóknarlögreglumaðurinn teiknaði portrettmynd af henni. Þetta var kona sem var í kringum nírætt og pabbi var bara lítill strákur að vinna í sveitinni, “ segir Unnur. Konan hafi verið orðin þreytt á lífinu og andvarpað í sífellu. Þegar faðir hennar spurði hvers vegna hún væri að andvarpa hafi hún svarað: „Æ, já, ég vildi að ég væri dauð.“ Unnur segir list sína oft byggjast á gjörningum sem nýtist vel í hinu nýja starfi, til að mynda við skipulagningu viðburða og utanumhald um stór verkefni. Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Það vantar auðvitað að konur sæki í sig veðrið og fari meira inn í þennan geira,“ segir myndlistarkonan Unnur Mjöll S. Leifsdóttir sem var í síðustu viku ráðin framkvæmdastjóri Samtaka vefiðnaðarins (SVEF). „Það er nóg af tækifærum og almennt séð eru þetta tiltölulega vel launuð störf,“ segir hún. „Ég held að það hafi myndast menning fyrir því að þetta sé karllægur geiri en þetta er að þróast.“ Unnur bendir á að vefstjórar séu flestir konur og kynjahlutföllin hjá hönnuðum og markaðsfólki séu nokkuð jöfn. Einna helst sé það starf forritara sem enn sé að stærstum hluta mannað af körlum. Unnur er fyrsti starfsmaðurinn sem SVEF ræður en samtökin voru stofnuð yfir bjórglasi af hópi vefara árið 2005. Síðan þá hafa þau m.a. staðið að Íslensku vefverðlaununum, fyrirlestraröðum og ráðstefnum um hin ýmsu vefmál. Þriðjudaginn 17. nóvember standa þau einmitt að morgunverðarfundinum Hvað kostar að gera vef í dag? í Listasafni Íslands. Samtökin eru fagsamtök þeirra sem starfa að vefmálum hér á landi en félagsmenn eru nú um þrjú hundruð. Unnur segir stefnt að því að fjölga félagsmönnum sem hún vonast eftir að verði úr sem fjölbreyttustum greinum vefiðnaðarins. Hún segir að staða vefmála hér á landi sé almennt góð „Hagsmunamálin snúa að kjörum og tækifærum. Í rauninni má segja að Ísland sé mjög framarlega í vefmálum, hlutirnir gerast yfirleitt mjög hratt hérna sem er mjög gott.“ Hins vegar þurfi námsframboðið hér á landi að henta þörfum greinarinnar. „Það þarf að hugsa um jafnvægi þannig að skólarnir bjóði upp á nám á öllum sviðum, þá erum við að tala um forritun, bak- og framenda, vefhönnun og markaðsmál sem tengjast vefjum.“ Unnur hefur komið víða við en síðustu ár hefur hún unnið við uppsetningu listasýninga og framkvæmd ýmissa viðburða hjá Hafnarborg og Listasafni Reykjavíkur. Í sumar setti hún upp útskriftarverkefnið sitt úr MFA-námi í School of Visual Arts í New York. Þar fékk hún rannsóknarlögreglumann og teiknara frá lögreglunni í New York til að teikna mynd eftir minningu föður síns um gamla konu sem hann hafði kynnst í sveit sem barn. „Við hringdum heim í pabba sem lýsti þessari konu og rannsóknarlögreglumaðurinn teiknaði portrettmynd af henni. Þetta var kona sem var í kringum nírætt og pabbi var bara lítill strákur að vinna í sveitinni, “ segir Unnur. Konan hafi verið orðin þreytt á lífinu og andvarpað í sífellu. Þegar faðir hennar spurði hvers vegna hún væri að andvarpa hafi hún svarað: „Æ, já, ég vildi að ég væri dauð.“ Unnur segir list sína oft byggjast á gjörningum sem nýtist vel í hinu nýja starfi, til að mynda við skipulagningu viðburða og utanumhald um stór verkefni.
Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira