Lét teikna gamla konu sem langaði að deyja Ingvar Haraldsson skrifar 4. nóvember 2015 09:00 Unnur Mjöll S. Leifsdóttir vonast til að fleiri konur fari að forrita. mynd/sigrún guðmundsdóttir „Það vantar auðvitað að konur sæki í sig veðrið og fari meira inn í þennan geira,“ segir myndlistarkonan Unnur Mjöll S. Leifsdóttir sem var í síðustu viku ráðin framkvæmdastjóri Samtaka vefiðnaðarins (SVEF). „Það er nóg af tækifærum og almennt séð eru þetta tiltölulega vel launuð störf,“ segir hún. „Ég held að það hafi myndast menning fyrir því að þetta sé karllægur geiri en þetta er að þróast.“ Unnur bendir á að vefstjórar séu flestir konur og kynjahlutföllin hjá hönnuðum og markaðsfólki séu nokkuð jöfn. Einna helst sé það starf forritara sem enn sé að stærstum hluta mannað af körlum. Unnur er fyrsti starfsmaðurinn sem SVEF ræður en samtökin voru stofnuð yfir bjórglasi af hópi vefara árið 2005. Síðan þá hafa þau m.a. staðið að Íslensku vefverðlaununum, fyrirlestraröðum og ráðstefnum um hin ýmsu vefmál. Þriðjudaginn 17. nóvember standa þau einmitt að morgunverðarfundinum Hvað kostar að gera vef í dag? í Listasafni Íslands. Samtökin eru fagsamtök þeirra sem starfa að vefmálum hér á landi en félagsmenn eru nú um þrjú hundruð. Unnur segir stefnt að því að fjölga félagsmönnum sem hún vonast eftir að verði úr sem fjölbreyttustum greinum vefiðnaðarins. Hún segir að staða vefmála hér á landi sé almennt góð „Hagsmunamálin snúa að kjörum og tækifærum. Í rauninni má segja að Ísland sé mjög framarlega í vefmálum, hlutirnir gerast yfirleitt mjög hratt hérna sem er mjög gott.“ Hins vegar þurfi námsframboðið hér á landi að henta þörfum greinarinnar. „Það þarf að hugsa um jafnvægi þannig að skólarnir bjóði upp á nám á öllum sviðum, þá erum við að tala um forritun, bak- og framenda, vefhönnun og markaðsmál sem tengjast vefjum.“ Unnur hefur komið víða við en síðustu ár hefur hún unnið við uppsetningu listasýninga og framkvæmd ýmissa viðburða hjá Hafnarborg og Listasafni Reykjavíkur. Í sumar setti hún upp útskriftarverkefnið sitt úr MFA-námi í School of Visual Arts í New York. Þar fékk hún rannsóknarlögreglumann og teiknara frá lögreglunni í New York til að teikna mynd eftir minningu föður síns um gamla konu sem hann hafði kynnst í sveit sem barn. „Við hringdum heim í pabba sem lýsti þessari konu og rannsóknarlögreglumaðurinn teiknaði portrettmynd af henni. Þetta var kona sem var í kringum nírætt og pabbi var bara lítill strákur að vinna í sveitinni, “ segir Unnur. Konan hafi verið orðin þreytt á lífinu og andvarpað í sífellu. Þegar faðir hennar spurði hvers vegna hún væri að andvarpa hafi hún svarað: „Æ, já, ég vildi að ég væri dauð.“ Unnur segir list sína oft byggjast á gjörningum sem nýtist vel í hinu nýja starfi, til að mynda við skipulagningu viðburða og utanumhald um stór verkefni. Mest lesið SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
„Það vantar auðvitað að konur sæki í sig veðrið og fari meira inn í þennan geira,“ segir myndlistarkonan Unnur Mjöll S. Leifsdóttir sem var í síðustu viku ráðin framkvæmdastjóri Samtaka vefiðnaðarins (SVEF). „Það er nóg af tækifærum og almennt séð eru þetta tiltölulega vel launuð störf,“ segir hún. „Ég held að það hafi myndast menning fyrir því að þetta sé karllægur geiri en þetta er að þróast.“ Unnur bendir á að vefstjórar séu flestir konur og kynjahlutföllin hjá hönnuðum og markaðsfólki séu nokkuð jöfn. Einna helst sé það starf forritara sem enn sé að stærstum hluta mannað af körlum. Unnur er fyrsti starfsmaðurinn sem SVEF ræður en samtökin voru stofnuð yfir bjórglasi af hópi vefara árið 2005. Síðan þá hafa þau m.a. staðið að Íslensku vefverðlaununum, fyrirlestraröðum og ráðstefnum um hin ýmsu vefmál. Þriðjudaginn 17. nóvember standa þau einmitt að morgunverðarfundinum Hvað kostar að gera vef í dag? í Listasafni Íslands. Samtökin eru fagsamtök þeirra sem starfa að vefmálum hér á landi en félagsmenn eru nú um þrjú hundruð. Unnur segir stefnt að því að fjölga félagsmönnum sem hún vonast eftir að verði úr sem fjölbreyttustum greinum vefiðnaðarins. Hún segir að staða vefmála hér á landi sé almennt góð „Hagsmunamálin snúa að kjörum og tækifærum. Í rauninni má segja að Ísland sé mjög framarlega í vefmálum, hlutirnir gerast yfirleitt mjög hratt hérna sem er mjög gott.“ Hins vegar þurfi námsframboðið hér á landi að henta þörfum greinarinnar. „Það þarf að hugsa um jafnvægi þannig að skólarnir bjóði upp á nám á öllum sviðum, þá erum við að tala um forritun, bak- og framenda, vefhönnun og markaðsmál sem tengjast vefjum.“ Unnur hefur komið víða við en síðustu ár hefur hún unnið við uppsetningu listasýninga og framkvæmd ýmissa viðburða hjá Hafnarborg og Listasafni Reykjavíkur. Í sumar setti hún upp útskriftarverkefnið sitt úr MFA-námi í School of Visual Arts í New York. Þar fékk hún rannsóknarlögreglumann og teiknara frá lögreglunni í New York til að teikna mynd eftir minningu föður síns um gamla konu sem hann hafði kynnst í sveit sem barn. „Við hringdum heim í pabba sem lýsti þessari konu og rannsóknarlögreglumaðurinn teiknaði portrettmynd af henni. Þetta var kona sem var í kringum nírætt og pabbi var bara lítill strákur að vinna í sveitinni, “ segir Unnur. Konan hafi verið orðin þreytt á lífinu og andvarpað í sífellu. Þegar faðir hennar spurði hvers vegna hún væri að andvarpa hafi hún svarað: „Æ, já, ég vildi að ég væri dauð.“ Unnur segir list sína oft byggjast á gjörningum sem nýtist vel í hinu nýja starfi, til að mynda við skipulagningu viðburða og utanumhald um stór verkefni.
Mest lesið SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira