Síðustu forvöð Matthias Brinkmann skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í París (COP21) hefst nú í nóvember. Mikið er í húfi. Þessi samkoma mun leggja línurnar fyrir stefnumótun um loftslagsbreytingar frá árinu 2020. ESB er staðráðið í að tryggja að fallist verði á lagalega bindandi, metnaðarfullt og sanngjarnt alþjóðlegt samkomulag sem heimfæra megi á öll lönd, geti haldið meðalhlýnun á hnettinum undir 2°C og haldið skaðlegum loftslagsbreytingum í skefjum. Hin 28 aðildarríki sambandsins, sem bera ábyrgð á um 9% af allri losun lofttegunda, hafa skuldbundið sig til að draga úr þeirri losun um 40% fyrir árið 2030. Langtímamarkmið ESB er að draga úr losuninni um 80-95% fyrir árið 2050.Fjórir lykilþættir Við lítum svo á að árangursríkt samkomulag byggi á fjórum lykilþáttum. Þeir eru: samstaða um metnaðarfulla minnkun losunar, sameiginlegt langtímamarkmið, fimm ára endurskoðunartímabil til að taka losunarmarkmiðin til athugunar og styrkja þau, og strangar reglur um gegnsæi til að tryggja að löndin muni standa við skuldbindingar sínar. Ásamt því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda mun nýja samkomulagið kveða á um að þjóðir undirbúi sig fyrir neikvæð áhrif loftslagsbreytinga og um fjármögnun loftslagsaðgerða.Árangur vegna stuðnings Raunverulegur árangur hefur þegar náðst: um 150 aðilar sem samanlagt bera ábyrgð á um 90% losunar á heimsvísu hafa nú lagt fram fyrirhugaðar skuldbindingar sínar. Þetta er veruleg breyting, frá fáliðuðum aðgerðum til stórátaks, og til marks um sterka samstöðu um marghliða kerfi til viðureignar við loftslagsbreytingar, sem hér og nú kallar á metnaðarfullar aðgerðir allra ríkja. Evrópusambandið sýnir því skilning að sum lönd munu þurfa stuðning við að útfæra markmið sín og er staðráðið í að veita þann stuðning, einkum við þróunarlönd. Við munum halda áfram að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum.Stuðningur ESB Á árabilinu 2010 til 2012 hét ESB því að veita 7,2 milljarða evra til að mæta þörfum þróunarlanda á sama tímabili. Við stóðum við þau heit. Á árinu 2013 veittu ESB og aðildarríki þess 9,5 milljarða evra fjármögnun til loftslagsverkefna í þróunarlöndum. Í fjárhagsáætlun ESB verða markverðar upphæðir veittar (sem viðbót við framlög aðildarríkjanna) til loftslagsverkefna fram til ársins 2020. Fimmtungur af framlögum okkar til þróunarmála snertir loftslagsmál. Samanlagt gerir þetta yfir níu milljarða evra fjármögnun loftslagsmála yfir árabilið 2014-2020. Það er meira en tvöfalt framlag tímabilsins 2007-2013. Evrópusambandið breytir þó ekki heiminum eitt síns liðs.Mikilvægir félagar Ísland hefur stutt baráttu ESB í loftslagsmálum á alþjóðavettvangi og er aðili að kerfi bandalagsins um viðskipti með losunarheimildir. Vegna legu landsins rétt undir heimskautsbaug er Ísland einn þeirra staða sem munu verða fyrir hvað mestum áhrifum loftslagsbreytinga. Ég get nefnt möguleg áhrif á sýrustig sjávar sem eitt dæmi. Við erum þakklát Íslandi, og öðrum mikilvægum samstarfsþjóðum, fyrir að starfa svo náið með okkur að takmörkun hnatthlýnunar við tvær gráður. Við skulum ekki gleyma því að málið varðar ekki umhverfisáhrif ein sér. Loftslagsbreytingar geta haft neikvæð áhrif á hagkerfi heimsins í heild og á baráttuna gegn fátækt. Stöðugleiki og öryggi í stærra samhengi eru í húfi, aðgangur að matvælum og drykkjarvatni er í hættu. Þess vegna erum við svo staðráðin á þessari vegferð. París 2015 verður veigamikill tímapunktur fyrir kynslóðir framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í París (COP21) hefst nú í nóvember. Mikið er í húfi. Þessi samkoma mun leggja línurnar fyrir stefnumótun um loftslagsbreytingar frá árinu 2020. ESB er staðráðið í að tryggja að fallist verði á lagalega bindandi, metnaðarfullt og sanngjarnt alþjóðlegt samkomulag sem heimfæra megi á öll lönd, geti haldið meðalhlýnun á hnettinum undir 2°C og haldið skaðlegum loftslagsbreytingum í skefjum. Hin 28 aðildarríki sambandsins, sem bera ábyrgð á um 9% af allri losun lofttegunda, hafa skuldbundið sig til að draga úr þeirri losun um 40% fyrir árið 2030. Langtímamarkmið ESB er að draga úr losuninni um 80-95% fyrir árið 2050.Fjórir lykilþættir Við lítum svo á að árangursríkt samkomulag byggi á fjórum lykilþáttum. Þeir eru: samstaða um metnaðarfulla minnkun losunar, sameiginlegt langtímamarkmið, fimm ára endurskoðunartímabil til að taka losunarmarkmiðin til athugunar og styrkja þau, og strangar reglur um gegnsæi til að tryggja að löndin muni standa við skuldbindingar sínar. Ásamt því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda mun nýja samkomulagið kveða á um að þjóðir undirbúi sig fyrir neikvæð áhrif loftslagsbreytinga og um fjármögnun loftslagsaðgerða.Árangur vegna stuðnings Raunverulegur árangur hefur þegar náðst: um 150 aðilar sem samanlagt bera ábyrgð á um 90% losunar á heimsvísu hafa nú lagt fram fyrirhugaðar skuldbindingar sínar. Þetta er veruleg breyting, frá fáliðuðum aðgerðum til stórátaks, og til marks um sterka samstöðu um marghliða kerfi til viðureignar við loftslagsbreytingar, sem hér og nú kallar á metnaðarfullar aðgerðir allra ríkja. Evrópusambandið sýnir því skilning að sum lönd munu þurfa stuðning við að útfæra markmið sín og er staðráðið í að veita þann stuðning, einkum við þróunarlönd. Við munum halda áfram að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum.Stuðningur ESB Á árabilinu 2010 til 2012 hét ESB því að veita 7,2 milljarða evra til að mæta þörfum þróunarlanda á sama tímabili. Við stóðum við þau heit. Á árinu 2013 veittu ESB og aðildarríki þess 9,5 milljarða evra fjármögnun til loftslagsverkefna í þróunarlöndum. Í fjárhagsáætlun ESB verða markverðar upphæðir veittar (sem viðbót við framlög aðildarríkjanna) til loftslagsverkefna fram til ársins 2020. Fimmtungur af framlögum okkar til þróunarmála snertir loftslagsmál. Samanlagt gerir þetta yfir níu milljarða evra fjármögnun loftslagsmála yfir árabilið 2014-2020. Það er meira en tvöfalt framlag tímabilsins 2007-2013. Evrópusambandið breytir þó ekki heiminum eitt síns liðs.Mikilvægir félagar Ísland hefur stutt baráttu ESB í loftslagsmálum á alþjóðavettvangi og er aðili að kerfi bandalagsins um viðskipti með losunarheimildir. Vegna legu landsins rétt undir heimskautsbaug er Ísland einn þeirra staða sem munu verða fyrir hvað mestum áhrifum loftslagsbreytinga. Ég get nefnt möguleg áhrif á sýrustig sjávar sem eitt dæmi. Við erum þakklát Íslandi, og öðrum mikilvægum samstarfsþjóðum, fyrir að starfa svo náið með okkur að takmörkun hnatthlýnunar við tvær gráður. Við skulum ekki gleyma því að málið varðar ekki umhverfisáhrif ein sér. Loftslagsbreytingar geta haft neikvæð áhrif á hagkerfi heimsins í heild og á baráttuna gegn fátækt. Stöðugleiki og öryggi í stærra samhengi eru í húfi, aðgangur að matvælum og drykkjarvatni er í hættu. Þess vegna erum við svo staðráðin á þessari vegferð. París 2015 verður veigamikill tímapunktur fyrir kynslóðir framtíðar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar