Síðustu einbýlishúsalóðirnar í Reykjavík til 2030 Kristinn Steinn Traustason skrifar 4. nóvember 2015 17:36 Undanfarið hefur verið mikill viðsnúningur í lóðarsölu í nýjast hverfi borgarinnar Úlfarsárdal og nú er svo komið að aðeins eru um 49 einbýlishúsalóðir eftir til sölu í hverfinu. Allar fjölbýlishúsa-, raðhúsa- og parhúsalóðir hverfisins eru gengnar út. Þessi skyndilegi viðsnúningur er sannarlega fagnaðarefni fyrir íbúa og borgina. Viðsnúninginn má sennilega rekja til betra ástands efnahagsmála í samfélaginu, lóðarskorts í borginni og nýkynntra áform um uppbyggingu þjónustumiðstöðvar í Úlfarsárdal. 49 einbýlishúsalóðir eftir í borginni Ég hef engar áhyggjur á að þessar 49 síðustu einbýlishúsalóðir í Reykjavík til ársins 2030 gangi ekki út hratt. Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er ekki gert ráð fyrir sérbýlishúsalóðum fram til ársins 2030 þannig að þeir sem vilja tryggja sér sérbýlishúsalóðir verða að vera fljótir að því. Í aðalskipulagi borgarinnar er einungis gert ráð fyrir þéttingu byggðar vestan Elliðaáa en þar verða eingöngu byggð fjölbýlishús á þéttingarreytum. Vilji fjölskyldur byggja yfir sig sérbýli verða þær að horfa til annarra sveitarfélaga.Framtíð Reykjavíkur er í Úlfarsárdalnum Í Úlfarsárdal eru einu sérbýlishúsalóðirnar sem Reykjavíkurborg á langs tíma. Á þéttingarsvæðum vestan Elliðaáa eru allar lóðir í eigu fjarfesta sem munu leggja ofur árherslu á að hámarka ágóðan af þeim fjárfestingum sem þeir hafa farið í, sem eðlilegt er. Ef borgin ætlar að geta tryggt ódýrara húsnæði fyrir barnafjölskyldur og ungt fólk þarf hún að auka framboð lóða í Úlfarsárdal um fram það sem tilgreint er í aðalskipulaginu. Reykjavíkurborg á til skipulag fyrir dalinn sem auðvelt væri að vinna með og aðlaga núverandi þörfum íbúðakaupenda. Í skipulagsmálum þarf að horfa til langs tíma Mér finnst yfirvöld oft horfa til of skamms tíma þegar skipulagsmál eru til umræðu. Í nýja aðalskipulaginu var lagt út í mikla greiningarvinnu þar sem margt var greint, hugsað og ritað. En svo þegar kemur að skipulaginu sjálfu þá horfa menn einvörðungu hvað er söluvænlegt hverja stundina. Til umræðu er að breyta skipulagi núverandi hverfis Úlfarsárdals þannig að þar megi þétta enn frekar sem mér er ekki ljóst hvernig menn ætla að gera það þar sem hverfið er mjög þétt skipulagt. Þegar hverfið var skipulagt á sínum tíma var gert ráð fyrir að það yrðu um 20 til 25 þúsund manna hverfi með Grafarholti svo skyndilega var horfið frá því eftir að farið var af stað með byggingu þess og hverfið minnkað niður í 9.000 manna hverfi. Því mætti spyrja hvort þeir sem skipulögðu hverfið á sínum tíma hafa ekki horft til langrar framtíðar þegar það var gert, eða þá að þeir sem samþykktu núgildandi aðalskipulag hefi heldur ekki horft til langrar fram tíðar í sínu nýja skipulagi. Ráðamenn borgarinnar þurfa að vanda betur til ákvarðanatöku og hugsa lengra en bara út yfirstandandi kjörtímabil.Fjárhagur borgarinnar Með sölu byggingaréttar í nýju skipulagi Úlfarsárdals fyrir um það bil 15.000 manna hverfi væri hægt að bæta bágan fjárhag borgarinnar og styrkja byggðina í dalnum, gera hana sjálfbærari og nýta þá fjárfestingu sem borgin fór í þegar hverfið var byggt. Einnig myndi það liðka fyrir því að Knattspyrnufélagið Fram eigi auðveldara flytja starfsemi sína í dalinn. Með því að Fram komist upp í Úlfarsárdal myndi losna um lóðir á besta stað í borginni í Safamýri, sem er gríðarlega verðmætt byggingarland fyrir þá sem aðhyllast þéttingu byggðar.Fjárfestingaráætlun borgarinnar Nú á næstu dögum mun Reykjavíkurborg kynna fjárhagsáætlun 2016 og fjárfestingaráætlun borgarinnar til næstu fimm ára. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort borgin ætlar að standa við fyrri loforð og klára uppbyggingu á þjónustumiðstöð í Úlfarsárdal á næstu sjö árum eða hvort núna, þegar loksins hefur tekist að glæða lóðarsölu í hverfinu með áformum um uppbyggingu, ráðmenn borgarinnar sjá augljósan hag þess að hraða framkvæmdum. Slíkt myndi rýma við mögulega frekari uppbyggingu og stækkun hverfisins. Við íbúar hverfisins vonumst að sjálfsögðu til þess að sjá aukinn kraft í framkvæmdum og að verkið verði klárað á mun skemmri tíma en núverandi áætlanir gera ráð fyrir. Kristinn Steinn Traustason Formaður íbúasamtaka Úlfarsárdals Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið mikill viðsnúningur í lóðarsölu í nýjast hverfi borgarinnar Úlfarsárdal og nú er svo komið að aðeins eru um 49 einbýlishúsalóðir eftir til sölu í hverfinu. Allar fjölbýlishúsa-, raðhúsa- og parhúsalóðir hverfisins eru gengnar út. Þessi skyndilegi viðsnúningur er sannarlega fagnaðarefni fyrir íbúa og borgina. Viðsnúninginn má sennilega rekja til betra ástands efnahagsmála í samfélaginu, lóðarskorts í borginni og nýkynntra áform um uppbyggingu þjónustumiðstöðvar í Úlfarsárdal. 49 einbýlishúsalóðir eftir í borginni Ég hef engar áhyggjur á að þessar 49 síðustu einbýlishúsalóðir í Reykjavík til ársins 2030 gangi ekki út hratt. Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er ekki gert ráð fyrir sérbýlishúsalóðum fram til ársins 2030 þannig að þeir sem vilja tryggja sér sérbýlishúsalóðir verða að vera fljótir að því. Í aðalskipulagi borgarinnar er einungis gert ráð fyrir þéttingu byggðar vestan Elliðaáa en þar verða eingöngu byggð fjölbýlishús á þéttingarreytum. Vilji fjölskyldur byggja yfir sig sérbýli verða þær að horfa til annarra sveitarfélaga.Framtíð Reykjavíkur er í Úlfarsárdalnum Í Úlfarsárdal eru einu sérbýlishúsalóðirnar sem Reykjavíkurborg á langs tíma. Á þéttingarsvæðum vestan Elliðaáa eru allar lóðir í eigu fjarfesta sem munu leggja ofur árherslu á að hámarka ágóðan af þeim fjárfestingum sem þeir hafa farið í, sem eðlilegt er. Ef borgin ætlar að geta tryggt ódýrara húsnæði fyrir barnafjölskyldur og ungt fólk þarf hún að auka framboð lóða í Úlfarsárdal um fram það sem tilgreint er í aðalskipulaginu. Reykjavíkurborg á til skipulag fyrir dalinn sem auðvelt væri að vinna með og aðlaga núverandi þörfum íbúðakaupenda. Í skipulagsmálum þarf að horfa til langs tíma Mér finnst yfirvöld oft horfa til of skamms tíma þegar skipulagsmál eru til umræðu. Í nýja aðalskipulaginu var lagt út í mikla greiningarvinnu þar sem margt var greint, hugsað og ritað. En svo þegar kemur að skipulaginu sjálfu þá horfa menn einvörðungu hvað er söluvænlegt hverja stundina. Til umræðu er að breyta skipulagi núverandi hverfis Úlfarsárdals þannig að þar megi þétta enn frekar sem mér er ekki ljóst hvernig menn ætla að gera það þar sem hverfið er mjög þétt skipulagt. Þegar hverfið var skipulagt á sínum tíma var gert ráð fyrir að það yrðu um 20 til 25 þúsund manna hverfi með Grafarholti svo skyndilega var horfið frá því eftir að farið var af stað með byggingu þess og hverfið minnkað niður í 9.000 manna hverfi. Því mætti spyrja hvort þeir sem skipulögðu hverfið á sínum tíma hafa ekki horft til langrar framtíðar þegar það var gert, eða þá að þeir sem samþykktu núgildandi aðalskipulag hefi heldur ekki horft til langrar fram tíðar í sínu nýja skipulagi. Ráðamenn borgarinnar þurfa að vanda betur til ákvarðanatöku og hugsa lengra en bara út yfirstandandi kjörtímabil.Fjárhagur borgarinnar Með sölu byggingaréttar í nýju skipulagi Úlfarsárdals fyrir um það bil 15.000 manna hverfi væri hægt að bæta bágan fjárhag borgarinnar og styrkja byggðina í dalnum, gera hana sjálfbærari og nýta þá fjárfestingu sem borgin fór í þegar hverfið var byggt. Einnig myndi það liðka fyrir því að Knattspyrnufélagið Fram eigi auðveldara flytja starfsemi sína í dalinn. Með því að Fram komist upp í Úlfarsárdal myndi losna um lóðir á besta stað í borginni í Safamýri, sem er gríðarlega verðmætt byggingarland fyrir þá sem aðhyllast þéttingu byggðar.Fjárfestingaráætlun borgarinnar Nú á næstu dögum mun Reykjavíkurborg kynna fjárhagsáætlun 2016 og fjárfestingaráætlun borgarinnar til næstu fimm ára. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort borgin ætlar að standa við fyrri loforð og klára uppbyggingu á þjónustumiðstöð í Úlfarsárdal á næstu sjö árum eða hvort núna, þegar loksins hefur tekist að glæða lóðarsölu í hverfinu með áformum um uppbyggingu, ráðmenn borgarinnar sjá augljósan hag þess að hraða framkvæmdum. Slíkt myndi rýma við mögulega frekari uppbyggingu og stækkun hverfisins. Við íbúar hverfisins vonumst að sjálfsögðu til þess að sjá aukinn kraft í framkvæmdum og að verkið verði klárað á mun skemmri tíma en núverandi áætlanir gera ráð fyrir. Kristinn Steinn Traustason Formaður íbúasamtaka Úlfarsárdals
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar