Viðskipti innlent

Læti á markaði eftir vaxtahækkun Seðlabankans

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
,Það er greinilegt að þessi vaxtahækkun kom mönnum í opna skjöldu,” segir Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar en seðlabankastjóri hafði ekki fyrr tilkynnt um ákvörðun bankans um að hækka stýrivexti um 0,25 prósent en mikil læti urðu á markaði.

Þannig varð dagurinn í dag einn versti dagur ársins í Kauphöllinni, Hlutabréf tóku dýfu en þau jöfnuðu sig að miklu leyti þegar líða tók á daginn., Skuldabréfin lækkuðu hinsvega mun meira og hafa ekki lækkað meira á árinu. Þar voru viðskipti fyrir 31 milljarð, en það hefur ekki gerst síðan 2013.

Páll Harðarson segir að Seðlabankinn gefi einnig væntingar um frekari hækkanir og það ýti undir viðbrögðin. Mikil eftirspurn sé erlendis frá eftir íslenskum skuldabréfum, þrátt fyrir gjaldeyrishöftin og vaxtahækkunin virðist ekki síst vera skilaboð þangað.

Mesta velta ársins var í Kauphöllinni í dag en hún nam 35,3 milljörðum króna.

Alls lækkaði vísitala óverðtryggðra skuldabréf um 1,7 prósent en viðskipti voru með skuldabréf fyrir 31 milljarð króna sem hefur ekki verið meira frá vordögum 2013. Alls lækkaði úrvalsvísitalan um 0,14% og var lokagildi hennar 1.835,44 stig


Tengdar fréttir

Vextir Seðlabankans hækka um 0,25 prósentur

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,75%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×