Viðskipti innlent

Mesta velta ársins í Kauphöllinni

Sæunn Gísladóttir skrifar
Velta með skuldabréf hefur ekki verið hærri síðan í mars 2013.
Velta með skuldabréf hefur ekki verið hærri síðan í mars 2013.
Mesta velta ársins var í Kauphöllinni í dag en hún nam 35,3 milljörðum króna. Velta með skuldabréf var sú mesta á árinu og nam 30,9 milljörðum króna. Hún var jafnframt mesta velta með skuldabréf síðan í mars 2013, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. 

Velta með hlutabréf var sú sjöunda mesta á árinu. Mikið var um lækkanir á markaðnum og lækkaði úrvalsvísitalan um 0,14% og var lokagildi hennar 1.835,44 stig.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×