Nei við miðlægu eldhúsi fyrir grunn- og leikskóla Gunnar Svanberg Bollason skrifar 6. nóvember 2015 07:00 Nýlega birtist forsíðufrétt þess efnis að Reykjavíkurborg hygðist skoða uppsetningu á miðlægu eldhúsi fyrir grunn- og leikskóla borgarinnar. Samkvæmt fréttinni er markmiðið fyrst og fremst að ná fram hagræðingu í rekstri. Í umfjölluninni er vitnað í Skúla Helgason, formann skóla- og frístundasviðs, en hann segir að erfitt sé að ráða starfsfólk í núverandi mötuneyti og að mörg mötuneyti þarfnist endurnýjunar eða betra rýmis. Þarna nefnir Skúli vandamál sem hafa lengi verið augljós og hefði þurft að taka á fyrir löngu. Það að úthýsa matreiðslunni í miðlægt verksmiðjueldhús úti í bæ, sem keyrir matinn í hitabökkum út í skólana, er hins vegar ekki rétta lausnin. Ef stjórnvöld í borginni vilja bjóða upp á góðan mat handa börnum og starfsfólki verður það best gert með fagmennsku og góðri aðstöðu í hverjum skóla fyrir sig. Til þess að svo megi verða þarf að bæta mönnun og starfsaðstæður þeirra sem sinna þjónustunni eins og Skúli segir sjálfur. Foreldrar, kennarar og skólastjórnendur vita að aðgengi barna að hollum og góðum mat er grunnforsenda fyrir velferð og vellíðan í leik og starfi barna. Krafa skólasamfélagsins hefur ætíð verið að bæta hollustu og gæði mötuneyta í skólum. Þetta skilja stjórnmálamenn í aðdraganda kosninga en fljótlega eftir kosningar fara augun að beinast að Excel-skjölum í stað bættrar þjónustu. Ég skora á fulltrúa borgarinnar á skóla- og frístundasviði, jafnt stjórnmálamenn sem embættismenn, að standa vörð um uppbyggingu á góðum mötuneytum í hverjum og einum skóla. Einnig skora ég á skólasamfélagið allt að halda áfram að gera kröfur um bestu mögulegu mötuneytisþjónustu fyrir nemendur. Börnin okkar eiga skilið annað og betra en fjöldaframleiddan verksmiðjumat sem hendist um í bílum í hitabökkum löngu áður en hann er framreiddur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Sjá meira
Nýlega birtist forsíðufrétt þess efnis að Reykjavíkurborg hygðist skoða uppsetningu á miðlægu eldhúsi fyrir grunn- og leikskóla borgarinnar. Samkvæmt fréttinni er markmiðið fyrst og fremst að ná fram hagræðingu í rekstri. Í umfjölluninni er vitnað í Skúla Helgason, formann skóla- og frístundasviðs, en hann segir að erfitt sé að ráða starfsfólk í núverandi mötuneyti og að mörg mötuneyti þarfnist endurnýjunar eða betra rýmis. Þarna nefnir Skúli vandamál sem hafa lengi verið augljós og hefði þurft að taka á fyrir löngu. Það að úthýsa matreiðslunni í miðlægt verksmiðjueldhús úti í bæ, sem keyrir matinn í hitabökkum út í skólana, er hins vegar ekki rétta lausnin. Ef stjórnvöld í borginni vilja bjóða upp á góðan mat handa börnum og starfsfólki verður það best gert með fagmennsku og góðri aðstöðu í hverjum skóla fyrir sig. Til þess að svo megi verða þarf að bæta mönnun og starfsaðstæður þeirra sem sinna þjónustunni eins og Skúli segir sjálfur. Foreldrar, kennarar og skólastjórnendur vita að aðgengi barna að hollum og góðum mat er grunnforsenda fyrir velferð og vellíðan í leik og starfi barna. Krafa skólasamfélagsins hefur ætíð verið að bæta hollustu og gæði mötuneyta í skólum. Þetta skilja stjórnmálamenn í aðdraganda kosninga en fljótlega eftir kosningar fara augun að beinast að Excel-skjölum í stað bættrar þjónustu. Ég skora á fulltrúa borgarinnar á skóla- og frístundasviði, jafnt stjórnmálamenn sem embættismenn, að standa vörð um uppbyggingu á góðum mötuneytum í hverjum og einum skóla. Einnig skora ég á skólasamfélagið allt að halda áfram að gera kröfur um bestu mögulegu mötuneytisþjónustu fyrir nemendur. Börnin okkar eiga skilið annað og betra en fjöldaframleiddan verksmiðjumat sem hendist um í bílum í hitabökkum löngu áður en hann er framreiddur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar