Telur dóminn í BK-málinu „dálítið þungan“ miðað við Ímon-dóm Hæstaréttar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2015 13:00 Birkir Kristinsson var ekki viðstaddur málflutninginn en þangað var söngkonan Ragnhildur Gísladóttir, hans betri helmingur, mættur. Vísir/GVA Munnlegur málflutningur í BK-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. Fjórir fyrrverandi starfsmenn Glitnis hlutu þunga fangelsisdóma í héraði vegna málsins en það snýst um fjögurra milljarða króna lánveitingu bankans í nóvember 2007 til félagsins BK-44 sem var í eigu Birkis Kristinssonar. Í málinu var meðal annars ákært fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun en BK notaði lánið frá Glitni til að fjármagna kaup á hlutabréfum í bankanum en Glitnir sjálfur var eigandi þeirra bréfa. Tap bankans vegna viðskiptanna nam tveimur milljörðum króna.Margra ára fangelsisdómarBirkir, sem var yfirmaður einkabankaþjónustu Glitnis, var dæmdur í fimm ára fangelsi i héraði líkt og þeir Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari, og Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans. Þá hlaut Magnús Arnar Arngrímsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs, fjögurra ára fangelsisdóm. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins í morgun. Í upphafi ræðu sinnar sagðist hann fara fram á staðfestingu á dómi héraðsdóms en undir lokin vísaði hann í fordæmisgildi dóm Hæstaréttar í Ímon-málinu þegar hann ræddi ákvörðun refsingar í málinu.„Í Ímon-málinu var það bankastjórinn sem veitti 5 milljarða króna lán en þar var ekki sambærilegur skaðleysissamningur til staðar eins og hér [innsk. blaðamanns: BK átti hvorki að verða fyrir tjóni vegna lánsins né hlutabréfaviðskiptanna]. Í Ímon-málinu voru hins vegar þrjú sambærileg tilvik um markaðsmisnotkun og er undir hér. [...] Í ljósi þessa getur ákæruvaldið ekki mótmælt því að dómurinn [í BK-málinu] sé dálítið þungur, miðað við Ímon-dóminn allavega.“Verjendur sakbornina í Hæstarétti í morgun.Vísir/GVASagði Birki hafa gert Glitni greiðaAð mati ákæruvaldsins voru viðskipti BK-44 og Glitnis með hlutabréfin í bankanum ekki gerð á viðskiptalegum forsendum. Staðreyndin hafi verið sú að bankinn hafi átt of mikið af eigin bréfum og þurfti að losa sig við þau. Sagði Helgi Magnús að fyrsta hugsun Birkis Kristinssonar hafi ekki verið að kaupa bréfin sjálfur. Hann hafi leitað að kaupendum á meðal viðskiptamanna sinna en ekki haft erindi sem erfiði. Félag hans hafi þar af leiðandi keypt bréfin. „Hann var að gera bankanum greiða og það er því augljóst að ekki voru viðskiptalegar forsendur fyrir þessari sölu. [...] Þá fluttist markaðsáhættan aldrei til BK-44 en það var grundvöllur fyrir sakfellingu í Ímon-málinu, að það var engin markaðsáhætta hjá félaginu.“Einn tölvupóstur eina skjalið sem fannst um lániðÞá fór saksóknarinn yfir það að lánveitingin hafi aldrei farið fyrir lánanefnd eða áhættunefnd Glitnis. Að auki hafi ekki verið fullnægjandi tryggingar fyrir láninu og engir lánapappírar voru undirritaðir. Einnig kom fram að eina plaggið sem fundist hefur í bankanum vegna viðskiptanna sé tölvupóstur frá Magnúsi Arnari til Jóhannesar þar sem hann segist vera kominn með samþykki fyrir fjögurra milljarða króna peningamarkaðsláni til BK-44. „Hann hefur hins vegar ekki getað gefað neinar skýringar á þessu samþykki og vísar í yfirmenn sína en þeir hafa allir neitað að hafa komið að málinu,“ sagði Helgi Magnús. Tengdar fréttir Staðan hjá sérstökum saksóknara: Sakfellt í sex af sjö hrunmálum í Hæstarétti Fjöldi mála sem tengist efnahagshruninu 2008 er enn fyrir dómstólum. Þá eru tugir mála enn á borði embættis sérstaks saksóknara, ýmist í rannsókn eða saksókn. 13. október 2015 09:30 Birkir dæmdur í fimm ára fangelsi Birkir Kristinsson, Jóhannes Baldursson og Elmari Svavarssyni voru dæmdir í fimm ára fangelsi og Magnús Arnar Arngrímsson í fjögurra ára fangelsi. 23. júní 2014 14:01 Væri starfsmaður á kassa í búð „Við áfrýjum klárlega. Við teljum að dómurinn sé í villu með staðreyndir um stöðu og hlutverk verðbréfamiðlara,“ segir Karl Georg Sigurbjörnsson, lögmaður Elmars Svavarssonar. 23. júní 2014 16:15 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Munnlegur málflutningur í BK-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. Fjórir fyrrverandi starfsmenn Glitnis hlutu þunga fangelsisdóma í héraði vegna málsins en það snýst um fjögurra milljarða króna lánveitingu bankans í nóvember 2007 til félagsins BK-44 sem var í eigu Birkis Kristinssonar. Í málinu var meðal annars ákært fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun en BK notaði lánið frá Glitni til að fjármagna kaup á hlutabréfum í bankanum en Glitnir sjálfur var eigandi þeirra bréfa. Tap bankans vegna viðskiptanna nam tveimur milljörðum króna.Margra ára fangelsisdómarBirkir, sem var yfirmaður einkabankaþjónustu Glitnis, var dæmdur í fimm ára fangelsi i héraði líkt og þeir Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari, og Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans. Þá hlaut Magnús Arnar Arngrímsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs, fjögurra ára fangelsisdóm. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins í morgun. Í upphafi ræðu sinnar sagðist hann fara fram á staðfestingu á dómi héraðsdóms en undir lokin vísaði hann í fordæmisgildi dóm Hæstaréttar í Ímon-málinu þegar hann ræddi ákvörðun refsingar í málinu.„Í Ímon-málinu var það bankastjórinn sem veitti 5 milljarða króna lán en þar var ekki sambærilegur skaðleysissamningur til staðar eins og hér [innsk. blaðamanns: BK átti hvorki að verða fyrir tjóni vegna lánsins né hlutabréfaviðskiptanna]. Í Ímon-málinu voru hins vegar þrjú sambærileg tilvik um markaðsmisnotkun og er undir hér. [...] Í ljósi þessa getur ákæruvaldið ekki mótmælt því að dómurinn [í BK-málinu] sé dálítið þungur, miðað við Ímon-dóminn allavega.“Verjendur sakbornina í Hæstarétti í morgun.Vísir/GVASagði Birki hafa gert Glitni greiðaAð mati ákæruvaldsins voru viðskipti BK-44 og Glitnis með hlutabréfin í bankanum ekki gerð á viðskiptalegum forsendum. Staðreyndin hafi verið sú að bankinn hafi átt of mikið af eigin bréfum og þurfti að losa sig við þau. Sagði Helgi Magnús að fyrsta hugsun Birkis Kristinssonar hafi ekki verið að kaupa bréfin sjálfur. Hann hafi leitað að kaupendum á meðal viðskiptamanna sinna en ekki haft erindi sem erfiði. Félag hans hafi þar af leiðandi keypt bréfin. „Hann var að gera bankanum greiða og það er því augljóst að ekki voru viðskiptalegar forsendur fyrir þessari sölu. [...] Þá fluttist markaðsáhættan aldrei til BK-44 en það var grundvöllur fyrir sakfellingu í Ímon-málinu, að það var engin markaðsáhætta hjá félaginu.“Einn tölvupóstur eina skjalið sem fannst um lániðÞá fór saksóknarinn yfir það að lánveitingin hafi aldrei farið fyrir lánanefnd eða áhættunefnd Glitnis. Að auki hafi ekki verið fullnægjandi tryggingar fyrir láninu og engir lánapappírar voru undirritaðir. Einnig kom fram að eina plaggið sem fundist hefur í bankanum vegna viðskiptanna sé tölvupóstur frá Magnúsi Arnari til Jóhannesar þar sem hann segist vera kominn með samþykki fyrir fjögurra milljarða króna peningamarkaðsláni til BK-44. „Hann hefur hins vegar ekki getað gefað neinar skýringar á þessu samþykki og vísar í yfirmenn sína en þeir hafa allir neitað að hafa komið að málinu,“ sagði Helgi Magnús.
Tengdar fréttir Staðan hjá sérstökum saksóknara: Sakfellt í sex af sjö hrunmálum í Hæstarétti Fjöldi mála sem tengist efnahagshruninu 2008 er enn fyrir dómstólum. Þá eru tugir mála enn á borði embættis sérstaks saksóknara, ýmist í rannsókn eða saksókn. 13. október 2015 09:30 Birkir dæmdur í fimm ára fangelsi Birkir Kristinsson, Jóhannes Baldursson og Elmari Svavarssyni voru dæmdir í fimm ára fangelsi og Magnús Arnar Arngrímsson í fjögurra ára fangelsi. 23. júní 2014 14:01 Væri starfsmaður á kassa í búð „Við áfrýjum klárlega. Við teljum að dómurinn sé í villu með staðreyndir um stöðu og hlutverk verðbréfamiðlara,“ segir Karl Georg Sigurbjörnsson, lögmaður Elmars Svavarssonar. 23. júní 2014 16:15 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Staðan hjá sérstökum saksóknara: Sakfellt í sex af sjö hrunmálum í Hæstarétti Fjöldi mála sem tengist efnahagshruninu 2008 er enn fyrir dómstólum. Þá eru tugir mála enn á borði embættis sérstaks saksóknara, ýmist í rannsókn eða saksókn. 13. október 2015 09:30
Birkir dæmdur í fimm ára fangelsi Birkir Kristinsson, Jóhannes Baldursson og Elmari Svavarssyni voru dæmdir í fimm ára fangelsi og Magnús Arnar Arngrímsson í fjögurra ára fangelsi. 23. júní 2014 14:01
Væri starfsmaður á kassa í búð „Við áfrýjum klárlega. Við teljum að dómurinn sé í villu með staðreyndir um stöðu og hlutverk verðbréfamiðlara,“ segir Karl Georg Sigurbjörnsson, lögmaður Elmars Svavarssonar. 23. júní 2014 16:15