Fantagóð fantasía fyrir krakka Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 10:15 Ingi Jensson gerði kápumyndina. BÆKUR Mórún – í skugga skrattakolls Höfundur Davíð Þór Jónsson Mynd á kápu Ingi Jensson Útgefandi Kaldá Prentun Ísafoldarprentsmiðja 194 bls. Undanfarin ár hefur komið út hafsjór af fantasíubókmenntum og hefur Ísland ekki farið varhluta af því flóði. Þetta sagnaform hefur sótt þvílíkt í sig veðrið, samfara ýmiss konar hlutverkaleikjum, að krakkar eru almennt töluvert betur að sér um drýsla og hrímþursa en eðlilegt getur talist. Þessar fantasíur eru misgóðar. Undirrituð er alltaf dálítið efins þegar hún hefur lestur, því þótt söguþráður geti verið spennandi er oft eins og innihaldið vanti og bókin skilur lítið eftir sig. Þetta á þó ekki við um nýjustu bók Davíðs Þórs Jónssonar, sem ber titilinn Mórún í skugga Skrattakolls. Sagan segir frá álfinum Mórúnu og baráttu hennar við ill öfl í Sviðnadal. Hætta er á að drekaegg sem komið var fyrir á botni vatns í dalnum klekist út, ef einhver huguð hetja skerst ekki í leikinn. Innbyggð forsaga er viðloðandi allan tímann, heimurinn er særður eftir stríðsátök og persónurnar eru að jafna sig og byggja traust hver til annarrar. Þessi hliðarsaga er áhugaverð og vel unnin. Nokkrum hlutum er nauðsynlegt að hæla. Byrjum á því allra mikilvægasta: Kynjahlutverk, -hlutföll og persónusköpun. Sagan myndi standast Bechdel-prófið með sóma, enda flestar persónurnar kvenkyns. Þær eiga það allar sameiginlegt að vera miklir naglar. Stundum er eins og höfundur leiki sér að því að snúa kynjahlutverkum á hvolf, ef miðað er við ?dæmigerðar? sögur. Karlmönnum er hér oftar en ekki lýst af útlitinu – og þá gjarnan lagt mat á fegurð þeirra – en lítið talað um útlit kvenpersóna. Aðalpersónan Mórún er óforskömmuð, framhleypin og virðist ekki óttast neitt. Textinn einkennist fyrst og fremst af auðugu málfari og frjóum orðaforða. Þess utan er leiftrandi fyndni gegnumgangandi. Ljóst er að höfundur er vel að sér í bragfræði, því galdraþulur eru ortar undir formlegum háttum og til dæmis má finna fimlega ort dróttkvæði á síðum bókarinnar. Höfundur veltir vöngum um stjórnmál, ber saman lýðræði og einræði, skoðar kosti þess og galla. Fer jafnvel út í samanburð á kapítalisma og sósíalisma, ef vel er að gáð. Samtöl eru vönduð og lesandinn sveiflast stöðugt á milli þess að vera sammála hinum og þessum – allir virðast hafa eitthvað til síns máls. Sagan er bæði skemmtileg og spennandi og að lestri loknum má vænta að lesendur bíði í ofvæni eftir að lesa meira um töffaraálfinn Mórúnu.Niðurstaða: Skemmtileg og spennandi fantasía þar sem sérstaklega er vandað til verka á sviði persónusköpunar, kynjahlutfalla og málfars. Menning Mest lesið Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Bíó og sjónvarp „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Tónlist Þjóðhátíðarstemning á árshátíð Sýnar Lífið Lén skráð á laugardag ekki framboðslén Lífið Verður þér skipt út fyrir kynlífstæki? Lífið Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Tíska og hönnun Glamúr og glæsileiki í opnun hjá Lovísu Lífið Krúttlegasti innbrotsþjófur landsins Lífið DIMMA var flott en einhæf Lífið „Lífsstíllinn er að drepa okkur“ Lífið Fleiri fréttir Speak No Evil: Pabbi er ekki með fulle fem Maður þurfti ekki að vera skyggn Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Sjá meira
BÆKUR Mórún – í skugga skrattakolls Höfundur Davíð Þór Jónsson Mynd á kápu Ingi Jensson Útgefandi Kaldá Prentun Ísafoldarprentsmiðja 194 bls. Undanfarin ár hefur komið út hafsjór af fantasíubókmenntum og hefur Ísland ekki farið varhluta af því flóði. Þetta sagnaform hefur sótt þvílíkt í sig veðrið, samfara ýmiss konar hlutverkaleikjum, að krakkar eru almennt töluvert betur að sér um drýsla og hrímþursa en eðlilegt getur talist. Þessar fantasíur eru misgóðar. Undirrituð er alltaf dálítið efins þegar hún hefur lestur, því þótt söguþráður geti verið spennandi er oft eins og innihaldið vanti og bókin skilur lítið eftir sig. Þetta á þó ekki við um nýjustu bók Davíðs Þórs Jónssonar, sem ber titilinn Mórún í skugga Skrattakolls. Sagan segir frá álfinum Mórúnu og baráttu hennar við ill öfl í Sviðnadal. Hætta er á að drekaegg sem komið var fyrir á botni vatns í dalnum klekist út, ef einhver huguð hetja skerst ekki í leikinn. Innbyggð forsaga er viðloðandi allan tímann, heimurinn er særður eftir stríðsátök og persónurnar eru að jafna sig og byggja traust hver til annarrar. Þessi hliðarsaga er áhugaverð og vel unnin. Nokkrum hlutum er nauðsynlegt að hæla. Byrjum á því allra mikilvægasta: Kynjahlutverk, -hlutföll og persónusköpun. Sagan myndi standast Bechdel-prófið með sóma, enda flestar persónurnar kvenkyns. Þær eiga það allar sameiginlegt að vera miklir naglar. Stundum er eins og höfundur leiki sér að því að snúa kynjahlutverkum á hvolf, ef miðað er við ?dæmigerðar? sögur. Karlmönnum er hér oftar en ekki lýst af útlitinu – og þá gjarnan lagt mat á fegurð þeirra – en lítið talað um útlit kvenpersóna. Aðalpersónan Mórún er óforskömmuð, framhleypin og virðist ekki óttast neitt. Textinn einkennist fyrst og fremst af auðugu málfari og frjóum orðaforða. Þess utan er leiftrandi fyndni gegnumgangandi. Ljóst er að höfundur er vel að sér í bragfræði, því galdraþulur eru ortar undir formlegum háttum og til dæmis má finna fimlega ort dróttkvæði á síðum bókarinnar. Höfundur veltir vöngum um stjórnmál, ber saman lýðræði og einræði, skoðar kosti þess og galla. Fer jafnvel út í samanburð á kapítalisma og sósíalisma, ef vel er að gáð. Samtöl eru vönduð og lesandinn sveiflast stöðugt á milli þess að vera sammála hinum og þessum – allir virðast hafa eitthvað til síns máls. Sagan er bæði skemmtileg og spennandi og að lestri loknum má vænta að lesendur bíði í ofvæni eftir að lesa meira um töffaraálfinn Mórúnu.Niðurstaða: Skemmtileg og spennandi fantasía þar sem sérstaklega er vandað til verka á sviði persónusköpunar, kynjahlutfalla og málfars.
Menning Mest lesið Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Bíó og sjónvarp „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Tónlist Þjóðhátíðarstemning á árshátíð Sýnar Lífið Lén skráð á laugardag ekki framboðslén Lífið Verður þér skipt út fyrir kynlífstæki? Lífið Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Tíska og hönnun Glamúr og glæsileiki í opnun hjá Lovísu Lífið Krúttlegasti innbrotsþjófur landsins Lífið DIMMA var flott en einhæf Lífið „Lífsstíllinn er að drepa okkur“ Lífið Fleiri fréttir Speak No Evil: Pabbi er ekki með fulle fem Maður þurfti ekki að vera skyggn Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Sjá meira