Margar hliðar á nýju námsmati í grunnskólum Bryndís Jónsdóttir og skrifa 9. nóvember 2015 13:06 Í vor verða nemendur í 10. bekk í fyrsta skipti útskrifaðir með lokaeinkunn í bókstöfum eins og stefnt hefur verið að frá því að ný Aðalnámskrá grunnskóla leit dagsins ljós árið 2011. Mjög mismunandi er hvers vel skólar eru á veg komnir við undirbúa breytt vinnubrögð við námsmat til að mæta kröfum námskrárinnar og einnig mismunandi hvort og hversu vel þær áætlanir hafa verið kynntar nemendum og foreldrum. Flestir sem hafa tjáð sig opinberlega eru sammála um að mat á hæfni fremur en próf í þekkingaratriðum sé framfaraskref.Fyrir hverja er námsmatið?En hvað felur þetta nýja námsmat í sér? Hvað á að meta og hvernig? Hver er ávinningurinn fyrir nemendur? Hvað þýðir þetta fyrir nemendur sem sækja um framhaldsskóla í vor? Er námsmatið til bóta fyrir grunnskólana, nemendur sjálfa eða framhaldsskólana og hverjum á það að þjóna? Skólastjórnendur og kennarar kalla eftir skýrari leiðbeiningum, nemendur hafa áhyggjur af því að ekki verði samræmi milli skóla og vilja vita hvernig einkunnagjöf í bókstöfum rímar við þá kvarða sem þeir þekkja fyrir, ýmsar spurningar brenna á foreldrum og einhverjir framhaldsskólar íhuga að taka upp inntökupróf. Á sama tíma og talað er um að auka vægi list- og verkgreina á nú að gefa eina sameiginlega einkunn fyrir verkgreinar og aðra fyrir listgreinar við útskrift úr grunnskóla. Þetta gæti þýtt að nemandi sem er stendur sig frábærlega í tónmennt en afleitlega í myndmennt fengi miðlungseinkunn í listgreinum. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir nemendur sem eiga styrkleika sína í stökum list- og/eða verkgreinum fremur en bóklegum greinum? Stendur einnig til að gefa eina einkunn fyrir erlend tungumál sem eru sett fram með sameiginleg hæfniviðmið og matsmiðvið í námsskránni? Sumir spyrja sig hvort minni teygni einkunnaskalans sem leiðir til þess að stærri hópar en áður fá sömu einkunn verði til þess að nemendur hafi ekki jafn mikla hvatningu til að leggja sig fram. Aðrir velta fyrir sér hvort einkunnin D sé fall og hvað það þýði fyrir nemandann varðandi áframhaldandi nám að fá stjörnumerktan bókstaf, eins og heimilt er að gefa, séu nemendur með einstaklingsnámskrá. Það er ljóst að mörgum spurningum er ósvarað og sitt sýnist hverjum.Ertu klár? SAMFOK, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, bjóða til umræðu- og fræðslufundar um námsmatið í Þróttaraheimilinu fimmtudaginn 12. nóvember kl. 19.30-22.00. Sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, skólastjórnendur í Réttarholtsskóla og nemendur úr Ingunnarskóla munu flytja erindi og síðan verða pallborðsumræður þar sem við bætast fulltrúar kennara, Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur og skólameistara í framhaldsskólum. Við hvetjum foreldra og nemendur í elstu bekkjum grunnskólans til að koma og vera virk í umræðum um þetta mikilvæga hagsmunamál nemenda. Fundastjóri er Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands og eru allir áhugasamir boðnir velkomnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í vor verða nemendur í 10. bekk í fyrsta skipti útskrifaðir með lokaeinkunn í bókstöfum eins og stefnt hefur verið að frá því að ný Aðalnámskrá grunnskóla leit dagsins ljós árið 2011. Mjög mismunandi er hvers vel skólar eru á veg komnir við undirbúa breytt vinnubrögð við námsmat til að mæta kröfum námskrárinnar og einnig mismunandi hvort og hversu vel þær áætlanir hafa verið kynntar nemendum og foreldrum. Flestir sem hafa tjáð sig opinberlega eru sammála um að mat á hæfni fremur en próf í þekkingaratriðum sé framfaraskref.Fyrir hverja er námsmatið?En hvað felur þetta nýja námsmat í sér? Hvað á að meta og hvernig? Hver er ávinningurinn fyrir nemendur? Hvað þýðir þetta fyrir nemendur sem sækja um framhaldsskóla í vor? Er námsmatið til bóta fyrir grunnskólana, nemendur sjálfa eða framhaldsskólana og hverjum á það að þjóna? Skólastjórnendur og kennarar kalla eftir skýrari leiðbeiningum, nemendur hafa áhyggjur af því að ekki verði samræmi milli skóla og vilja vita hvernig einkunnagjöf í bókstöfum rímar við þá kvarða sem þeir þekkja fyrir, ýmsar spurningar brenna á foreldrum og einhverjir framhaldsskólar íhuga að taka upp inntökupróf. Á sama tíma og talað er um að auka vægi list- og verkgreina á nú að gefa eina sameiginlega einkunn fyrir verkgreinar og aðra fyrir listgreinar við útskrift úr grunnskóla. Þetta gæti þýtt að nemandi sem er stendur sig frábærlega í tónmennt en afleitlega í myndmennt fengi miðlungseinkunn í listgreinum. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir nemendur sem eiga styrkleika sína í stökum list- og/eða verkgreinum fremur en bóklegum greinum? Stendur einnig til að gefa eina einkunn fyrir erlend tungumál sem eru sett fram með sameiginleg hæfniviðmið og matsmiðvið í námsskránni? Sumir spyrja sig hvort minni teygni einkunnaskalans sem leiðir til þess að stærri hópar en áður fá sömu einkunn verði til þess að nemendur hafi ekki jafn mikla hvatningu til að leggja sig fram. Aðrir velta fyrir sér hvort einkunnin D sé fall og hvað það þýði fyrir nemandann varðandi áframhaldandi nám að fá stjörnumerktan bókstaf, eins og heimilt er að gefa, séu nemendur með einstaklingsnámskrá. Það er ljóst að mörgum spurningum er ósvarað og sitt sýnist hverjum.Ertu klár? SAMFOK, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, bjóða til umræðu- og fræðslufundar um námsmatið í Þróttaraheimilinu fimmtudaginn 12. nóvember kl. 19.30-22.00. Sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, skólastjórnendur í Réttarholtsskóla og nemendur úr Ingunnarskóla munu flytja erindi og síðan verða pallborðsumræður þar sem við bætast fulltrúar kennara, Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur og skólameistara í framhaldsskólum. Við hvetjum foreldra og nemendur í elstu bekkjum grunnskólans til að koma og vera virk í umræðum um þetta mikilvæga hagsmunamál nemenda. Fundastjóri er Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands og eru allir áhugasamir boðnir velkomnir.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar