Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 28-17 | Valur slátraði toppliðinu Stefán Árni Pálsson í Vodafone-höllinni skrifar 31. október 2015 00:01 Vera Lopes er í stóru hlutverki í liði ÍBV. vísir/valli Valur gjörsamlega keyrði yfir topplið ÍBV, 28-17, í Olís-deild kvenna í dag. Ástrós Anna Bender varði 22 skot fyrir Val í leiknum og fór hreinlega á kostum. Kristín Guðmundsdóttir skoraði níu mörk fyrir Val. Jafnræði var á með liðunum alveg frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleiknum og skiptust þau á að hafa eins marks forystu. Mikill hraða var í leik beggja liða en á sama tíma ekki mörg mörk. Leikmenn beggja liða gerðu mjög mörg mistök og hentu boltanum ítrekað einfaldlega útaf vellinum. Sjö mínútum fyrir lok fyrri hálfleiksins átti sér stað mjög umdeilt atvik þegar Gerður Arinbjarnar fékk beint rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Drífu Þorvaldsdóttur. Lína sem sést hefur í handbolta að undanförnu og spurning hvort varnarmenn verði einfaldlega að spila vörn með hendur meðfram síðu, þar sem þetta var klárlega ekki viljandi hjá Gerði. Valsmenn voru ívið sterkari undir lok hálfleiksins og var staðan 11-8 í hálfleik. Valur gerði strax þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiksins og var staðan orðin 14-8. Þá var leiknum í raun lokið og Eyjastúlkur áttu í raun aldrei möguleika í síðari hálfleiknum. Sóknarleikur og varnarleikur þeirra var einfaldlega til skammar. Ástrós Anna Bender var þeim erfið í marki Vals og varði þessi ungi markvörður hvert skotið á fætur öðru. Valsarar sýndu það í dag að liðið getur unnið öll lið í þessari deild og geta hæglega barist um titil, ef liðið spilar svona. Valur komst mest þrettán mörkum yfir í leiknum, 28-15. Með hreinum ólíkindum og Eyjamenn verða virkilega að skoða sinn leik eftir þessa frammistöðu. Sjaldan hefur maður séð taplaust lið leika eins illa. Frábær sigur hjá Val í dag og er liðið komið með 14 stig í deildinni, aðeins tveimur stigum á eftir ÍBV. Alfreð: Vorum mjög skynsamar og agaðarAlfreð Örn.„Við erum mjög þéttar varnarlega allan leikinn og Ástrós í ham fyrir aftan í markinu,“ segir Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Einnig vorum við bara mjög skynsamar og agaðar sóknarlega og þetta gekk bara allt upp.“ Ástrós varði 22 skot í leiknum og fór hreinlega á kostum. „Hún spilaði töluvert með HK á síðustu leiktíð og þekkir þessa deild alveg. Hún er enginn nýliði þannig. Með svona vörn og hennar hæfileika þá var þetta bara flott.“ Alfreð segir að góð byrjun í síðari hálfleiknum hafi lagt gruninn af góðum sigri.Hér má sjá myndbandsupptöku af viðtalinu. Hrafnhildur: Við vorum skelfilegarHrafnhildur.„Við vorum einfaldlega skelfilegar í dag,“ segir Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við höfum ekkert verið sannfærandi á útivelli í vetur og höfum bara verið heppnar í sumum leikjum. Við erum aftur á móti búnar að vera frábærar á útivelli en þetta er eitthvað sem við verðum að vinna í.“ Hrafnhildur segir að Eyjamenn hafði einfaldlega tapað fyrir betra liðinu í dag. „Það hlaut að koma að því að við myndum tapa en það er aldrei gott að tapa svona stórt.“Hér má sjá myndbandsupptöku af viðtalinu. Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Valur gjörsamlega keyrði yfir topplið ÍBV, 28-17, í Olís-deild kvenna í dag. Ástrós Anna Bender varði 22 skot fyrir Val í leiknum og fór hreinlega á kostum. Kristín Guðmundsdóttir skoraði níu mörk fyrir Val. Jafnræði var á með liðunum alveg frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleiknum og skiptust þau á að hafa eins marks forystu. Mikill hraða var í leik beggja liða en á sama tíma ekki mörg mörk. Leikmenn beggja liða gerðu mjög mörg mistök og hentu boltanum ítrekað einfaldlega útaf vellinum. Sjö mínútum fyrir lok fyrri hálfleiksins átti sér stað mjög umdeilt atvik þegar Gerður Arinbjarnar fékk beint rautt spjald fyrir að fara í andlitið á Drífu Þorvaldsdóttur. Lína sem sést hefur í handbolta að undanförnu og spurning hvort varnarmenn verði einfaldlega að spila vörn með hendur meðfram síðu, þar sem þetta var klárlega ekki viljandi hjá Gerði. Valsmenn voru ívið sterkari undir lok hálfleiksins og var staðan 11-8 í hálfleik. Valur gerði strax þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiksins og var staðan orðin 14-8. Þá var leiknum í raun lokið og Eyjastúlkur áttu í raun aldrei möguleika í síðari hálfleiknum. Sóknarleikur og varnarleikur þeirra var einfaldlega til skammar. Ástrós Anna Bender var þeim erfið í marki Vals og varði þessi ungi markvörður hvert skotið á fætur öðru. Valsarar sýndu það í dag að liðið getur unnið öll lið í þessari deild og geta hæglega barist um titil, ef liðið spilar svona. Valur komst mest þrettán mörkum yfir í leiknum, 28-15. Með hreinum ólíkindum og Eyjamenn verða virkilega að skoða sinn leik eftir þessa frammistöðu. Sjaldan hefur maður séð taplaust lið leika eins illa. Frábær sigur hjá Val í dag og er liðið komið með 14 stig í deildinni, aðeins tveimur stigum á eftir ÍBV. Alfreð: Vorum mjög skynsamar og agaðarAlfreð Örn.„Við erum mjög þéttar varnarlega allan leikinn og Ástrós í ham fyrir aftan í markinu,“ segir Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Einnig vorum við bara mjög skynsamar og agaðar sóknarlega og þetta gekk bara allt upp.“ Ástrós varði 22 skot í leiknum og fór hreinlega á kostum. „Hún spilaði töluvert með HK á síðustu leiktíð og þekkir þessa deild alveg. Hún er enginn nýliði þannig. Með svona vörn og hennar hæfileika þá var þetta bara flott.“ Alfreð segir að góð byrjun í síðari hálfleiknum hafi lagt gruninn af góðum sigri.Hér má sjá myndbandsupptöku af viðtalinu. Hrafnhildur: Við vorum skelfilegarHrafnhildur.„Við vorum einfaldlega skelfilegar í dag,“ segir Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Við höfum ekkert verið sannfærandi á útivelli í vetur og höfum bara verið heppnar í sumum leikjum. Við erum aftur á móti búnar að vera frábærar á útivelli en þetta er eitthvað sem við verðum að vinna í.“ Hrafnhildur segir að Eyjamenn hafði einfaldlega tapað fyrir betra liðinu í dag. „Það hlaut að koma að því að við myndum tapa en það er aldrei gott að tapa svona stórt.“Hér má sjá myndbandsupptöku af viðtalinu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira