Viðskipti innlent

Dohop hlýtur lesendaverðlaun USA Today

Sæunn Gísladóttir skrifar
Davíð Gunnarsson er framkvæmdastjóri Dohop.
Davíð Gunnarsson er framkvæmdastjóri Dohop. Vísir/Stefán
Lesendur Bandaríska dagblaðsins USA Today hafa valið Dohop besta vefinn og appið fyrir ferðalög (Best App/Website for transportation). Þetta var tilkynnt á vef blaðsins, USA Today, í dag.

Lesendur USA Today völdu Dohop framyfir 19 önnur fyrirtæki í ferðaiðnaðinum. Á meðal samkeppnisaðila voru þekkt fyrirtæki á borð við Kayak og umdeilda leigubílafyrirtækið Uber. Vefur USA Today er með um 80 milljón heimsóknir í hverjum mánuði og um 900 milljónir flettinga, auk þess sem prentútgáfa blaðsins nær til þriggja milljóna lesenda daglega.

„Þetta er stórkostlegt. Okkur fannst frábært en þó óvænt að vera tilnefnd þar sem við erum ekki með stóra hlutdeild á bandaríska markaðnum. En að fá þessa viðurkenningu frá lesendum blaðsins er ótrúlegt. Í þeirra augum erum við ekki íslenskt fyrirtæki heldur bara frábær vefsíða,” segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop í tilkynningu.


Tengdar fréttir

Dohop gefur miða til Marokkó

Dohop hefur ákveðið að mæta ekki á World Travel Awards í stað þess fær heppinn ferðalangur að njóta lífsins í Marokkó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×