Viðskipti innlent

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 0,1% milli mánaða

Sæunn Gísladóttir skrifar
Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 6,1%.
Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 6,1%. Vísir/Vilhelm
Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan október 2015 er 127,9 stig (desember 2009=100) sem er 0,1% hækkun frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar.

Þar segir að hækkunina má aðallega rekja til 0,3% hækkunar vinnuliðar milli mánaða (áhrif á vísitölu 0,1%) vegna nýsamþykktra kjarasamninga málmiðnaðarmanna. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 6,1%. Vísitalan gildir í nóvember 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×