Biti þeirra sem best hafa það Valgerður Bjarnadóttir skrifar 23. október 2015 07:00 Fjármálaráðherrann sagði í vikunni að hann væri orðinn talsvert leiður á því að fólk teldi sanngjarnt að þær stéttir sem nú eiga í samningaviðræðum við ríkisvaldið fái kjarabætur í takt við það sem aðrar stéttir hafa fengið. Sjálf er ég orðin hundleið á því að ráðherrar, Seðlabankinn, Samtök atvinnulífisins og annað kerfisfólk varpa ábyrgðinni á stöðugleika í efnahagskerfinu á launþega í landinu, sérstaklega þá sem lægri hafa launin. Árið 2013 samdi launafólk um það sem kallað var ábyrgar launahækkanir. Í ljós kom að í fyrirtækjum landsins fengu stjórnendur og millistjórnendur miklu meiri launahækkanir. Stjórnendur einfaldlega hækkuðu launin sín. Hækkanir millistjórnenda kallast launaskrið, væntanlega til að hafa í við stjórnendur. Nú er aftur hætta á launaskriði, segir kerfisliðið, núna vegna þess að þeir sem lægri hafa launin fá sanngjarna launahækkun. Af hverju er þetta svona? Svar: vegna þess að kerfisliðið vill ekki breyta kerfinu. Ríkisstjórnin hefur lækkað eða afnumið skatta og gjöld á þá sem best hafa það í þessu landi. Fyrir þá peninga hefði verið hægt að hækka laun opinberra starfsmanna. Stjórnendur fyrirtækja bera ábyrgð á því að reka fyrirtækin, þeir bera ábyrgð á því að greiða launþegum laun sem hægt er lifa sæmilega af. Stjórnendur bera ábyrgð á að fyrirtækjareksturinn sé þannig að framleiðni sé viðunandi. Stjórnendur bera ábyrgð á framleiðninni, ekki launþegarnir. Hingað til hafa menn komist upp með að varpa af sér allri ábyrgð, einmitt þeirri ábyrgð sem þeir segja að sé ástæða þess að þeir eigi skilin há laun. Launþegar þurfa að fá stærri bita af kökunni, um það snýst málið. Það þýðir auðvitað að biti þeirra sem best hafa það minnkar, en það er allt í lagi! Hann verður ágætlega stór eftir sem áður. – Málið snýst ekki um höfrungahlaup, heldur uppskurð á kerfinu. Þegar uppskurðinum er lokið skulum við tala um nýtt vinnumarkaðsmódel sem fjármálaráðherrann og Samtök atvinnulífsins kalla eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherrann sagði í vikunni að hann væri orðinn talsvert leiður á því að fólk teldi sanngjarnt að þær stéttir sem nú eiga í samningaviðræðum við ríkisvaldið fái kjarabætur í takt við það sem aðrar stéttir hafa fengið. Sjálf er ég orðin hundleið á því að ráðherrar, Seðlabankinn, Samtök atvinnulífisins og annað kerfisfólk varpa ábyrgðinni á stöðugleika í efnahagskerfinu á launþega í landinu, sérstaklega þá sem lægri hafa launin. Árið 2013 samdi launafólk um það sem kallað var ábyrgar launahækkanir. Í ljós kom að í fyrirtækjum landsins fengu stjórnendur og millistjórnendur miklu meiri launahækkanir. Stjórnendur einfaldlega hækkuðu launin sín. Hækkanir millistjórnenda kallast launaskrið, væntanlega til að hafa í við stjórnendur. Nú er aftur hætta á launaskriði, segir kerfisliðið, núna vegna þess að þeir sem lægri hafa launin fá sanngjarna launahækkun. Af hverju er þetta svona? Svar: vegna þess að kerfisliðið vill ekki breyta kerfinu. Ríkisstjórnin hefur lækkað eða afnumið skatta og gjöld á þá sem best hafa það í þessu landi. Fyrir þá peninga hefði verið hægt að hækka laun opinberra starfsmanna. Stjórnendur fyrirtækja bera ábyrgð á því að reka fyrirtækin, þeir bera ábyrgð á því að greiða launþegum laun sem hægt er lifa sæmilega af. Stjórnendur bera ábyrgð á að fyrirtækjareksturinn sé þannig að framleiðni sé viðunandi. Stjórnendur bera ábyrgð á framleiðninni, ekki launþegarnir. Hingað til hafa menn komist upp með að varpa af sér allri ábyrgð, einmitt þeirri ábyrgð sem þeir segja að sé ástæða þess að þeir eigi skilin há laun. Launþegar þurfa að fá stærri bita af kökunni, um það snýst málið. Það þýðir auðvitað að biti þeirra sem best hafa það minnkar, en það er allt í lagi! Hann verður ágætlega stór eftir sem áður. – Málið snýst ekki um höfrungahlaup, heldur uppskurð á kerfinu. Þegar uppskurðinum er lokið skulum við tala um nýtt vinnumarkaðsmódel sem fjármálaráðherrann og Samtök atvinnulífsins kalla eftir.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun