Kúla 3D og Authenteq rísandi stjörnur tæknigeirans Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2015 19:00 Íris Ólafsdóttir eigandi Kúlu 3D og Vignir Örn Guðmundsson, tóku við verðlaununum. Kúla 3D og Autheteq eru rísandi stjörnur tæknigeirans. Það er mat dómnefndar Deloitte, Samtaka iðnaðarins, Félags kvenna í atvinnulífinu og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Fast 50 Uppskeruhátíð tæknigeirans viðburðinum í gær. Tilgangur keppninnar er að draga athygli erlendra aðila að íslenskum tæknifyrirtækjum. 24 fyrirtæki sóttu um í Rising Star hluta Fast 50 keppninnar og valdi dómnefndin sex fyrirtæki þar af til að halda stutta kynningu á viðskiptahugmynd sinni. Þau fyrirtæki voru: Flygildi ehf., Kúla 3D, Authenteq, geoSilica, Solid Clouds og Dent & Buckle. Annar sigurvegari Rising star var fyrirtækið Authenteq. „Ég er ótrúlega ánægður með þessa viðurkenningu fyrir hönd Kára Þórs Rúnarssonar eiganda fyrirtækisins sem er góður vinur minn,“ sagði Vignir Örn Guðmundsson og bætir við: „Hann er nú upptekinn með fyrirtækið í Kaupmannahöfn og hafði ekki tækifæri til að vera á staðnum sjálfur.“ Vignir sjálfur er framkvæmdastjóri Radiant Games, sem gáfu nýlega út leikinn Box Island. Íris Ólafsdóttir eigandi Kúlu 3D sem gerir þrívíddarlinsur fyrir snjallsíma og myndavélar sagði ótrúlega gaman að taka þátt í keppni sem þessari og fá tækifæri að kynna fyrir fjárfestum hvaðan af úr heiminum. „Ég hef komist töluvert langt án fjárfesta með aðstoð íslensku samkeppnissjóðanna og Kickstarter. Varan kemur út í næsta mánuði, þannig að það eru miklar breytingar í vændum.“ Aðspurð um hvernig er að vera frumkvöðull á Íslandi segir Íris það lærdómsríkt og mikla áskorun. „Viðurkenning sem þessi er mjög mikilvæg á svona löngu ferli sem getur verið oft og tíðum mikill rússíbani.“Fá fundi með fjárfestum Forsvarsmenn fyrirtækjanna tveggja fá svo tækifæri til að kynna fyrirtækin sín fyrir fjárfestum á Deloitte Entrepreneur Summit í Dallas í næsta mánuði. Þar að auki munu sjóðirnir TA Associates og ABRY‘s Partners funda með öðrum sigurvegaranum. Almar Guðmundsson formaður dómnefndar segir viðurkenningu sem þessa mikilvæga, bæði fyrir viðkomandi aðila en ekki síst fyrir íslenskt viðskipta- og sprotaumhverfi. „Keppnin laðar fram hugmyndir og gefur þátttakendum færi á að koma saman. Viðburður sem þessi sýnir þá miklu gerjun sem er í hinum vaxandi íslenska nýsköpunargeira.“ Dómnefndinu skipuðu þau, Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður FKA, Bala Kamallakharan, fjárfestir, Helga Waage, stofnandi og framkvæmdastjóri Mobilitus, Hilmar Bragi Janusson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ og Guðrún A. Sævarsdóttir, deildarforseti tækni- og verkfræðideildar HR. Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Sjá meira
Kúla 3D og Autheteq eru rísandi stjörnur tæknigeirans. Það er mat dómnefndar Deloitte, Samtaka iðnaðarins, Félags kvenna í atvinnulífinu og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Fast 50 Uppskeruhátíð tæknigeirans viðburðinum í gær. Tilgangur keppninnar er að draga athygli erlendra aðila að íslenskum tæknifyrirtækjum. 24 fyrirtæki sóttu um í Rising Star hluta Fast 50 keppninnar og valdi dómnefndin sex fyrirtæki þar af til að halda stutta kynningu á viðskiptahugmynd sinni. Þau fyrirtæki voru: Flygildi ehf., Kúla 3D, Authenteq, geoSilica, Solid Clouds og Dent & Buckle. Annar sigurvegari Rising star var fyrirtækið Authenteq. „Ég er ótrúlega ánægður með þessa viðurkenningu fyrir hönd Kára Þórs Rúnarssonar eiganda fyrirtækisins sem er góður vinur minn,“ sagði Vignir Örn Guðmundsson og bætir við: „Hann er nú upptekinn með fyrirtækið í Kaupmannahöfn og hafði ekki tækifæri til að vera á staðnum sjálfur.“ Vignir sjálfur er framkvæmdastjóri Radiant Games, sem gáfu nýlega út leikinn Box Island. Íris Ólafsdóttir eigandi Kúlu 3D sem gerir þrívíddarlinsur fyrir snjallsíma og myndavélar sagði ótrúlega gaman að taka þátt í keppni sem þessari og fá tækifæri að kynna fyrir fjárfestum hvaðan af úr heiminum. „Ég hef komist töluvert langt án fjárfesta með aðstoð íslensku samkeppnissjóðanna og Kickstarter. Varan kemur út í næsta mánuði, þannig að það eru miklar breytingar í vændum.“ Aðspurð um hvernig er að vera frumkvöðull á Íslandi segir Íris það lærdómsríkt og mikla áskorun. „Viðurkenning sem þessi er mjög mikilvæg á svona löngu ferli sem getur verið oft og tíðum mikill rússíbani.“Fá fundi með fjárfestum Forsvarsmenn fyrirtækjanna tveggja fá svo tækifæri til að kynna fyrirtækin sín fyrir fjárfestum á Deloitte Entrepreneur Summit í Dallas í næsta mánuði. Þar að auki munu sjóðirnir TA Associates og ABRY‘s Partners funda með öðrum sigurvegaranum. Almar Guðmundsson formaður dómnefndar segir viðurkenningu sem þessa mikilvæga, bæði fyrir viðkomandi aðila en ekki síst fyrir íslenskt viðskipta- og sprotaumhverfi. „Keppnin laðar fram hugmyndir og gefur þátttakendum færi á að koma saman. Viðburður sem þessi sýnir þá miklu gerjun sem er í hinum vaxandi íslenska nýsköpunargeira.“ Dómnefndinu skipuðu þau, Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður FKA, Bala Kamallakharan, fjárfestir, Helga Waage, stofnandi og framkvæmdastjóri Mobilitus, Hilmar Bragi Janusson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ og Guðrún A. Sævarsdóttir, deildarforseti tækni- og verkfræðideildar HR.
Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Sjá meira