Auglýsir eftir hressum ömmum í vinnu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. október 2015 13:55 Gísli skilur ekki hvers vegna svo fáir nýta sér reynslubrunn þeirra sem eldri eru í vinnu. Vísir/ERNIR/GETTY Gísli Matthías Auðunson, eigandi veitingastaðanna Matur og drykkur á Granda og Slippsins í Vestmannaeyjum, auglýsir eftir eldri konum í starf um helgar á Facebook síðu sinni. „Við á Mat og Drykk erum að leita eftir af tveimur aðilum í teymið okkar. Skilyrðin eru að þær séu konur eldri en 60 ára, hafi gaman að íslenskum mat og drykk og geta unnið aðra hverja helgi frá 10.30 - 14.30. Þekkir þú hressa ömmu sem vantar örlitla aukavinnu og langar að hafa gaman. Vinnandi með fullt af flottum fagmönnum á Mat og Drykk?” skrifar Gísli.Markmiðið er að viðskiptavinum líði eins og þeir séu að koma í mat vil ömmu þegar þeir borða hádegismat á Mat og drykk.Vísir/GettyGísli segir málið ekki tengjast beint inn í umræðuna um atvinnuleysi meðal eldra fólks. „Við erum samt þeirrar skoðunar að það sé skrítið að fleiri nýti sér ekki reynslu eldra fólks í hinum ýmsu verkum.“Sextugir eiga erfitt með að fá vinnu aftur Atvinnumál sextugra og eldri voru rædd á Alþingi 15. október síðastliðinn og þar kom fram í máli Eyglóar Harðardóttur velferðarráðherra að í aldurshópnum 55-74 ára sé atvinnuþátttaka minnst. En hún mælist um 65 prósent. Þrátt fyrir þetta er þó jákvætt að atvinnuþátttaka þessa hóps er hæst hér á landi ef litið er á Vesturlöndin í heild. „Þeir sem missa vinnuna um sextugt, einhverra hluta vegna, eiga erfitt með að fá aftur starf,“ sagði Erna Indriðadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem hóf umræðuna. „Ég hef rætt við fjölda kvenna og karla um sextugt og jafnvel yngri sem fá ekki vinnu þótt þau séu í fullu fjöri. Þess eru dæmi að fólk hafi sótt um, ég hef séð lista yfir umsóknir þar sem viðkomandi hafði sótt um 80 störf, hvaða störf sem er en ekki einu sinni verið boðaður í viðtal þótt hann hafi haft góða menntun og langa starfsreynslu.“Matur og drykkur sérhæfir sig í íslenskum mat og notar íslenskar afurðir. Hér má sjá páskalamb sem Gísli eldaði af sinni einstöku snilld.Vísir/ErnirGísli segist kunna að meta eldri þjóna þegar hann sjálfur fer út að borða en að það sé afar sjaldgæft hér á landi en algengara erlendis. Hann segist verða var við að eldra fólk sé oft með mun meira sjálfstraust, hafi meiri þekkingu og „veit algjörlega um hvað það er að tala.“Vilja skapa sér sérstöðu Veitingastaðurinn býður upp á brunch eða dögurð um helgar. „Í raun finnst okkur eitthvað vanta í dögurðinn sem er um helgar. Okkur langar að skera okkur úr hópi þeirra sem bjóða upp á dögurð og langar hreinlega eins og að það sé eins og koma í mat til ömmu um helgar að koma til okkar. Við kokkarnir sem vinnum á Mat og drykk vitum bara ákveðið mikið um gamaldags íslenska matargerð svo það verður rosalega fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu.“ Það hefur verið tekið vel í verkefnið hjá Gísla og félögum hingað til. En er verkefnið tímabundið eða til frambúðar? „Það á í raun bara eftir að koma í ljós! Vegna þess hversu vel hefur verið tekið í þetta værum við alveg til í að bæta í einhverjum fleirum ef áhugi væri fyrir því.“ Þær konur sem áhuga hafa á starfinu geta enn sótt um og sent ferilskrá á info@maturogdrykkur.is. Tengdar fréttir Þessi tíu eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur ársins Hópurinn er fjölbreyttur og þar má finna allt frá öflugum nema til forstjóra eigin fyrirtækis. 11. september 2015 07:00 Fjölbreytt íslensk matarhefð er umræðuefni Slow Food-fundar Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður á veitingastaðnum Matur og drykkur, segir íslenska matarhefð fjölbreyttari en marga grunar og af meiru að taka en gamla góða hákarlinum. Einnig verður hægt að gæða sér á þjóðlegum smáréttum í skemmtilegum búningi. 17. mars 2015 10:00 Verður starfið þitt sjálfvirkni að bráð? Á fjórða áratug síðustu aldar setti breski hagfræðingurinn John Maynard Keynes fram hugmyndina um "tæknilegt atvinnuleysi“. 20. september 2015 10:34 Atvinnuleysi mældist 3,8 prósent í ágúst Rannsókn Hagstofu Íslands sýnir að 197.300 manns á aldrinum 16-74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í ágúst 2015 23. september 2015 09:15 Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Gísli Matthías Auðunson, eigandi veitingastaðanna Matur og drykkur á Granda og Slippsins í Vestmannaeyjum, auglýsir eftir eldri konum í starf um helgar á Facebook síðu sinni. „Við á Mat og Drykk erum að leita eftir af tveimur aðilum í teymið okkar. Skilyrðin eru að þær séu konur eldri en 60 ára, hafi gaman að íslenskum mat og drykk og geta unnið aðra hverja helgi frá 10.30 - 14.30. Þekkir þú hressa ömmu sem vantar örlitla aukavinnu og langar að hafa gaman. Vinnandi með fullt af flottum fagmönnum á Mat og Drykk?” skrifar Gísli.Markmiðið er að viðskiptavinum líði eins og þeir séu að koma í mat vil ömmu þegar þeir borða hádegismat á Mat og drykk.Vísir/GettyGísli segir málið ekki tengjast beint inn í umræðuna um atvinnuleysi meðal eldra fólks. „Við erum samt þeirrar skoðunar að það sé skrítið að fleiri nýti sér ekki reynslu eldra fólks í hinum ýmsu verkum.“Sextugir eiga erfitt með að fá vinnu aftur Atvinnumál sextugra og eldri voru rædd á Alþingi 15. október síðastliðinn og þar kom fram í máli Eyglóar Harðardóttur velferðarráðherra að í aldurshópnum 55-74 ára sé atvinnuþátttaka minnst. En hún mælist um 65 prósent. Þrátt fyrir þetta er þó jákvætt að atvinnuþátttaka þessa hóps er hæst hér á landi ef litið er á Vesturlöndin í heild. „Þeir sem missa vinnuna um sextugt, einhverra hluta vegna, eiga erfitt með að fá aftur starf,“ sagði Erna Indriðadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem hóf umræðuna. „Ég hef rætt við fjölda kvenna og karla um sextugt og jafnvel yngri sem fá ekki vinnu þótt þau séu í fullu fjöri. Þess eru dæmi að fólk hafi sótt um, ég hef séð lista yfir umsóknir þar sem viðkomandi hafði sótt um 80 störf, hvaða störf sem er en ekki einu sinni verið boðaður í viðtal þótt hann hafi haft góða menntun og langa starfsreynslu.“Matur og drykkur sérhæfir sig í íslenskum mat og notar íslenskar afurðir. Hér má sjá páskalamb sem Gísli eldaði af sinni einstöku snilld.Vísir/ErnirGísli segist kunna að meta eldri þjóna þegar hann sjálfur fer út að borða en að það sé afar sjaldgæft hér á landi en algengara erlendis. Hann segist verða var við að eldra fólk sé oft með mun meira sjálfstraust, hafi meiri þekkingu og „veit algjörlega um hvað það er að tala.“Vilja skapa sér sérstöðu Veitingastaðurinn býður upp á brunch eða dögurð um helgar. „Í raun finnst okkur eitthvað vanta í dögurðinn sem er um helgar. Okkur langar að skera okkur úr hópi þeirra sem bjóða upp á dögurð og langar hreinlega eins og að það sé eins og koma í mat til ömmu um helgar að koma til okkar. Við kokkarnir sem vinnum á Mat og drykk vitum bara ákveðið mikið um gamaldags íslenska matargerð svo það verður rosalega fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu.“ Það hefur verið tekið vel í verkefnið hjá Gísla og félögum hingað til. En er verkefnið tímabundið eða til frambúðar? „Það á í raun bara eftir að koma í ljós! Vegna þess hversu vel hefur verið tekið í þetta værum við alveg til í að bæta í einhverjum fleirum ef áhugi væri fyrir því.“ Þær konur sem áhuga hafa á starfinu geta enn sótt um og sent ferilskrá á info@maturogdrykkur.is.
Tengdar fréttir Þessi tíu eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur ársins Hópurinn er fjölbreyttur og þar má finna allt frá öflugum nema til forstjóra eigin fyrirtækis. 11. september 2015 07:00 Fjölbreytt íslensk matarhefð er umræðuefni Slow Food-fundar Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður á veitingastaðnum Matur og drykkur, segir íslenska matarhefð fjölbreyttari en marga grunar og af meiru að taka en gamla góða hákarlinum. Einnig verður hægt að gæða sér á þjóðlegum smáréttum í skemmtilegum búningi. 17. mars 2015 10:00 Verður starfið þitt sjálfvirkni að bráð? Á fjórða áratug síðustu aldar setti breski hagfræðingurinn John Maynard Keynes fram hugmyndina um "tæknilegt atvinnuleysi“. 20. september 2015 10:34 Atvinnuleysi mældist 3,8 prósent í ágúst Rannsókn Hagstofu Íslands sýnir að 197.300 manns á aldrinum 16-74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í ágúst 2015 23. september 2015 09:15 Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Þessi tíu eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur ársins Hópurinn er fjölbreyttur og þar má finna allt frá öflugum nema til forstjóra eigin fyrirtækis. 11. september 2015 07:00
Fjölbreytt íslensk matarhefð er umræðuefni Slow Food-fundar Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður á veitingastaðnum Matur og drykkur, segir íslenska matarhefð fjölbreyttari en marga grunar og af meiru að taka en gamla góða hákarlinum. Einnig verður hægt að gæða sér á þjóðlegum smáréttum í skemmtilegum búningi. 17. mars 2015 10:00
Verður starfið þitt sjálfvirkni að bráð? Á fjórða áratug síðustu aldar setti breski hagfræðingurinn John Maynard Keynes fram hugmyndina um "tæknilegt atvinnuleysi“. 20. september 2015 10:34
Atvinnuleysi mældist 3,8 prósent í ágúst Rannsókn Hagstofu Íslands sýnir að 197.300 manns á aldrinum 16-74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í ágúst 2015 23. september 2015 09:15