Viðskipti innlent

Atvinnuleysi mældist 3,8 prósent í ágúst

Atli Ísleifsson skrifar
Atvinnuleysi dróst hins vegar saman um 0,9 prósentustig frá því í ágúst 2014, úr 4,7% í 3,8%.
Atvinnuleysi dróst hins vegar saman um 0,9 prósentustig frá því í ágúst 2014, úr 4,7% í 3,8%. VÍSIR/ANTON BRINK
Atvinnuleysi mældist 3,8 prósent í ágúst og dróst saman um 0,9 prósent frá því í ágúst á síðasta ári. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar.

„Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 197.300 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í ágúst 2015, sem jafngildir 84,3% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 189.800 starfandi og 7.500 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 81,1% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3,8%. Samanburður mælinga fyrir ágúst 2014 og 2015 sýnir að atvinnuþátttaka jókst um 1,3 prósentustig og hlutfall starfandi fólks af mannfjölda gerði það einnig eða um 2 stig. Atvinnuleysi dróst hins vegar saman um 0,9 prósentustig frá því í ágúst 2014, úr 4,7% í 3,8%.

Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi 4,2% í ágúst

Samkvæmt árstíðaleiðréttingu var fjöldi fólks á vinnumarkaði 195.300 í ágúst 2015 sem jafngildir 83,7% atvinnuþátttöku, sem er 1,8 prósentustigum hærri en hún var í júlí. Fjöldi atvinnulausra í ágúst var samkvæmt árstíðaleiðréttingu 8.200 sem er aukning um 500 manns frá því í júlí. Hlutfall atvinnulausra jókst úr 4% í júlí í 4,2% í ágúst. Leiðrétt hlutfall starfandi fólks í ágúst 2015 var 80,2%, sem er aukning um 1,6 prósentustig frá því í júlí. Þegar horft er til síðustu sex mánaða þá sýnir leitni vinnuaflstalna að atvinnuleysi lækkar lítillega eða um 0,1 prósentustig og um 0,4 stig á síðustu tólf mánuðum. Hlutfall starfandi síðustu sex mánuði hefur aukist um 0,7 prósentustig og um eitt stig síðustu tólf mánuði.“

Nánar má lesa um málið í frétt Hagstofunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×