Viðskipti innlent

Svanþór ráðinn fjármálastjóri í stað Önnu Svövu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svanþór er fæddur í Reykjavík árið 1979 og nam viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og stundaði meistaranám í stjórnun og stefnumótun við Háskóla Íslands.
Svanþór er fæddur í Reykjavík árið 1979 og nam viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og stundaði meistaranám í stjórnun og stefnumótun við Háskóla Íslands.
Svanþór Laxdal hefur verið ráðinn fjármálastjóri hjá auglýsingastofunni Pipar\TBWA en hann hóf störf í byrjun októbermánaðar. Svanþór tekur við starfi Önnu Svövu Sverrisdóttur sem hættir eftir um 25 ár í starfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Svanþór er fæddur í Reykjavík árið 1979 og nam viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og stundaði meistaranám í stjórnun og stefnumótun við Háskóla Íslands. Svanþór hefur víðtæka reynslu úr auglýsingageiranum og starfaði í tíu ár hjá Expo auglýsingastofu og eitt ár hjá Vert - markaðsstofu.




Svanþór var snemma farinn að sýna markaðs- og sölumálum áhuga en hann var einungis 12 ára þegar hann var farinn að selja sjónvörp og önnur raftæki í Radíóbúðinni, sem fjölskylda hans rak á sínum tíma eins og segir í tilkynningunni.

„Það mætti segja að áhuginn á viðskiptum sé í blóðinu og mér finnst ég vera á heimavelli í svona fjölbreyttu rekstrarumhverfi sem fylgir auglýsingabransanum,” segir Svanþór.

„Mér finnst gaman að takast á við ný og krefjandi verkefni og vinna í skapandi umhverfi með ólíkum einstaklingum og það er óhætt að segja að starfsfólkið á Pipar sé skapandi og kraftmikið, sem mun gæða lífi í starfið mitt,” bætir Svanþór við.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×