Viðskipti innlent

Beint flug til Prag næsta sumar

Sæunn Gísladóttir skrifar
Flogið verður tvisvar sinnum í viku til Prag frá Keflavíkurflugvelli næsta sumar.
Flogið verður tvisvar sinnum í viku til Prag frá Keflavíkurflugvelli næsta sumar. Vísir/Getty
Stærsta flugfélag Tékklands, Czech Airlines, ætla að hefja beint flug til Íslands frá Prag næsta sumar. Jómfrúarferðin verður farin þann sextánda júní á næsta ári. Þessu greinir Túristi frá.

Flogið verður tvisvar í viku fram í miðjan september. Óljóst er hver verðskráin verði en talsmaður flugfélagsins segir í samtali við túrista að hann vonist til að sala á Íslandsflugi hefjist fljótlega eftir helgi á heimasíðu flugfélagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×