Segja samninginn við ESB takmarkaða aðgerð Sæunn Gísladóttir skrifar 26. október 2015 15:37 FA telur að ályktun stéttarfélagsins Framsýnar horfi framhjá þeim tækifærum sem matvælaiðnaðinum eru sköpuð á markaði ESB með samningnum. vísir/gva Félag atvinnurekenda telur að nýlegt samkomulag Íslands og Evrópusambandsins um aukna fríverslun með landbúnaðarafurðir sé stórst og jákvætt skref í þá átt að aflétta þeim hömlum sem eru á milliríkjaviðskiptum með matvöru. Engu að síður telur FA hann mjög takmarkaða aðgerð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FA. FA telur að ályktun stéttarfélagsins Framsýnar, þar sem látið er að því liggja að fjöldi starfa geti tapast í matvælaiðnaði vegna aukins innflutnings búvöru, virðist horfa framhjá þeim tækifærum sem matvælaiðnaðinum eru sköpuð á markaði ESB með samningnum. FA telur einnig að framsetning sem var í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins og atvinnuvegaráðuneytisins um samninginn vera villandi þar sem segir „…Ísland fellir niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum.“ Þegar borin sé saman núverandi tollskrá og listar þeir yfir tollskrárnúmer sem á samkvæmt samningnum að fella niður tollana af komi annað í ljós. Um sé að ræða 345 tollskrárnúmer en 244 þeirra séu þegar tollfrjáls. Þar sé um að ræða til dæmis ýmsar sykurvörur, gerjaða drykki með lágu alkóhólinnihaldi og fóðurvörur, en allt skiptist þetta í mörg undirnúmer. Í raun sé því aðeins verið að afnema tollana af 101 tollskrárnúmeri. Þar munar mest um pitsur, bökur og pasta, villibráð, kex og súkkulaði. Ekkert af þessum vörum sé í beinni samkeppni við innlenda búvöruframleiðslu. Telur félagið ástæðu til að vekja athygli á því að þótt í tilkynningum stjórnvalda segi að „allir tollar á unnar landbúnaðarvörur [séu] felldir niður nema á jógúrt“, eigi það ekki við um vörur á borð við skinku, pylsur, kæfu og osta, sem í huga margra teljast unnar landbúnaðarvörur. Tollar á þessum vörum verði áfram háir. FA bendir einnig á að samningurinn við ESB taki aðeins til 28 ríkja af 161 aðildarríki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Áfram gildo ofurtollar gagnvart búvöruinnflutningi frá ýmsum helstu útflytjendum búvöru á heimsvísu, til dæmis Bandaríkjunum, Suður-Ameríkuríkjum og Ástralíu og Nýja Sjálandi. Tollkvótar samkvæmt WTO-samningnum eru miðaðir við innanlandsneyslu eins og hún var á árunum 1986-1988 og veita í flestum tilvikum innlendum landbúnaði litla sem enga samkeppni. Ýmsir tollar í viðskiptum við ríki ESB verði áfram gífurlega háir, jafnvel þótt samið hafi verið um að lækka þá. Þannig verði áfram 46% tollur á frönskum kartöflum, en er nú 76%. Þá lækka tollar á til dæmis smjöri og jógúrt ekki neitt. „Að þessu samandregnu er óhætt að fullyrða að þótt samningurinn við ESB sé skref í áttina, verður fríverslun með búvörur áfram mjög takmörkuð þótt hann taki gildi,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. „Heimsendaspár um áhrifin á íslenskan landbúnað eru allsendis ótímabærar.“ Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Félag atvinnurekenda telur að nýlegt samkomulag Íslands og Evrópusambandsins um aukna fríverslun með landbúnaðarafurðir sé stórst og jákvætt skref í þá átt að aflétta þeim hömlum sem eru á milliríkjaviðskiptum með matvöru. Engu að síður telur FA hann mjög takmarkaða aðgerð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FA. FA telur að ályktun stéttarfélagsins Framsýnar, þar sem látið er að því liggja að fjöldi starfa geti tapast í matvælaiðnaði vegna aukins innflutnings búvöru, virðist horfa framhjá þeim tækifærum sem matvælaiðnaðinum eru sköpuð á markaði ESB með samningnum. FA telur einnig að framsetning sem var í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins og atvinnuvegaráðuneytisins um samninginn vera villandi þar sem segir „…Ísland fellir niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum.“ Þegar borin sé saman núverandi tollskrá og listar þeir yfir tollskrárnúmer sem á samkvæmt samningnum að fella niður tollana af komi annað í ljós. Um sé að ræða 345 tollskrárnúmer en 244 þeirra séu þegar tollfrjáls. Þar sé um að ræða til dæmis ýmsar sykurvörur, gerjaða drykki með lágu alkóhólinnihaldi og fóðurvörur, en allt skiptist þetta í mörg undirnúmer. Í raun sé því aðeins verið að afnema tollana af 101 tollskrárnúmeri. Þar munar mest um pitsur, bökur og pasta, villibráð, kex og súkkulaði. Ekkert af þessum vörum sé í beinni samkeppni við innlenda búvöruframleiðslu. Telur félagið ástæðu til að vekja athygli á því að þótt í tilkynningum stjórnvalda segi að „allir tollar á unnar landbúnaðarvörur [séu] felldir niður nema á jógúrt“, eigi það ekki við um vörur á borð við skinku, pylsur, kæfu og osta, sem í huga margra teljast unnar landbúnaðarvörur. Tollar á þessum vörum verði áfram háir. FA bendir einnig á að samningurinn við ESB taki aðeins til 28 ríkja af 161 aðildarríki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Áfram gildo ofurtollar gagnvart búvöruinnflutningi frá ýmsum helstu útflytjendum búvöru á heimsvísu, til dæmis Bandaríkjunum, Suður-Ameríkuríkjum og Ástralíu og Nýja Sjálandi. Tollkvótar samkvæmt WTO-samningnum eru miðaðir við innanlandsneyslu eins og hún var á árunum 1986-1988 og veita í flestum tilvikum innlendum landbúnaði litla sem enga samkeppni. Ýmsir tollar í viðskiptum við ríki ESB verði áfram gífurlega háir, jafnvel þótt samið hafi verið um að lækka þá. Þannig verði áfram 46% tollur á frönskum kartöflum, en er nú 76%. Þá lækka tollar á til dæmis smjöri og jógúrt ekki neitt. „Að þessu samandregnu er óhætt að fullyrða að þótt samningurinn við ESB sé skref í áttina, verður fríverslun með búvörur áfram mjög takmörkuð þótt hann taki gildi,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. „Heimsendaspár um áhrifin á íslenskan landbúnað eru allsendis ótímabærar.“
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira