Viðskipti erlent

Spá jólainnkaupum í anda 2007

Sæunn Gísladóttir skrifar
Áætlað er að aðal verslunargötur London muni selja jólavörur fyrir 450 milljarða króna.
Áætlað er að aðal verslunargötur London muni selja jólavörur fyrir 450 milljarða króna. Vísir/AP
Vinsælustu verslunargötur London, meðal annars Oxford Street, Bond Street og Regent Street, eru að búa sig undir mestu jólainnkaupin síðan árið 2007. Söluaðilar í vesturhlutanum eiga von á að selja jólagjafir og hátíðartengdar vörur fyrir 2,3 milljarða breskra punda, jafnvirði 450 milljarða íslenskra króna. Ástæða þess er betri kaupmáttur og lægri vöruverð sem talið er að muni auka væntingavísitöluna.

Verslunargöturnar þrjár eiga von á 1,2 prósent aukningu í sölu síðustu sex vikurnar fyrir jól. Einnig er búist við sölumeti á útsölum eftir jólin. Áætlað er að 39 milljónir manna muni versla í vesturhlutanum þessar sex vikur fyrir jól. Margir erlendir ferðamenn, meðal annars frá Kína og Rússlandi eru taldir líklegir til að versla inn jólagjafirnar í London.

Því er talið að þetta verði besta jólasalan síðan árið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×