Leikjavísir

Klang Games semja við Tilting Point um útgáfu ReRunners

Samúel Karl Ólason skrifar

Hið íslenska leikjafyrirtækið Klang Games hefur gert samning við útgefandann Tilting Point. Samkomulagið snýr að útgáfu leiksins ReRunners sem Klang Games eru að framleiða. Tilting Point mun einnig hjálpa til við fjármögnun leiksins.

Klang Games var stofnað í Reykjavík árið 2013 af þeim Ívari Emilssyni, Munda Vonda og Oddi Magnússyni, en er nú starfrækt í Berlín í Þýskalandi.

ReRunners er fjölspilunarleikur sem ætlaður er fyrir snjalltæki. Hann er nú í svokölluðum Beta-prófum.

Í tilkynningu segir Ívar Emilsson að Tilting Point sjái mikla möguleika í ReRunners. Þá hafi starfsmenn Tilting Point staðið sig svo vel þegar þeir prófuðu ReRunners að Klang Games hafi ákveðið að fara í samstarf með þeim.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.