Haukur Helgi: „Gott að koma heim til að hlaða batteríin“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. október 2015 15:49 Haukur Helgi fór á kostum með landsliði Íslands á EM í Berlín í september. Vísir/Valli „Þetta gerðist mjög hratt," segir Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, við Vísi um vistaskipti sín til Njarðvíkur sem voru tilkynnt á blaðamannafundi í Ljónagryfjunni í dag. Haukur kemur til Njarðvíkur frá þýska 1. deildar liðinu MBC þar sem hann fékk sex vikna samning eftir Evrópumótið. Hann ákvað að vera ekki áfram þar heldur koma heim. „Það var ekkert annað í boði úti. Ég vildi taka eitt tímabil heima núna, þess vegna tók ég ákvörðun að taka ekki sénsinn á að MBC gæti samið við mig aftur. Ég vildi koma heim fyrir mig," segir Haukur Helgi. „Ég er mjög spenntur. Þetta verður mjög skemmtilegt. Ég hlakka til að spila með þessum strákum."Haukur Helgi er mættur á klakann og var kynntur til sögunnar í Njarðvík í dag.Vísir/ValtýrTilfinningalegt gildi Haukur Helgi hefur verið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og svo í atvinnumennsku undanfarin sex ár en hlakkar til að spila heima. „Mann langar svo sem alltaf að koma heim en núna vildi ég láta slag standa eftir langa veru úti. Ég er bara aðeins að hlaða batteríin og fara svo aftur af stað eftir það," segir Haukur Helgi, en af hverju Njarðvík? „Njarðvík hefur mest tilfinningalegt gildi fyrir mig. Ég þekki mikið af góðu fólki hérna og það sem ég þarf til að hlaða batteríin almennilega er að vera í kringum gott fólk," segir hann.Beint í sjónvarpið „Ég hef æft hérna á sumrin og inn í Keflavík. Ég þekki Loga vel og við höfum æft saman hérna. Þetta var ekkert auðveld ákvörðun en samt auðveldari en margt annað vegna tengingar minnar við félagið." Haukur Helgi verður í eldlínunni á föstudaginn þegar Njarðvík mætir Íslandsmeisturum KR í sjónvarpsleik umferðarinnar, en áttar hann sig á þeirri pressu sem verður á honum? „Maður tekur alltaf vel í pressu. Það er alltaf gott að hafa smá pressu á sér. Ég er alveg tilbúinn," segir Haukur Helgi Pálsson sem ætlar að verða Íslandsmestari með Njarðvík „Ég stefni að því," segir hann. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19 Haukur Helgi kynntur sem leikmaður Njarðvíkur á morgun Njarðvík hefur boðað til blaðamannafundar í Ljónagryfjunni á morgun, miðvikudag. 27. október 2015 16:33 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Fleiri fréttir Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Sjá meira
„Þetta gerðist mjög hratt," segir Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, við Vísi um vistaskipti sín til Njarðvíkur sem voru tilkynnt á blaðamannafundi í Ljónagryfjunni í dag. Haukur kemur til Njarðvíkur frá þýska 1. deildar liðinu MBC þar sem hann fékk sex vikna samning eftir Evrópumótið. Hann ákvað að vera ekki áfram þar heldur koma heim. „Það var ekkert annað í boði úti. Ég vildi taka eitt tímabil heima núna, þess vegna tók ég ákvörðun að taka ekki sénsinn á að MBC gæti samið við mig aftur. Ég vildi koma heim fyrir mig," segir Haukur Helgi. „Ég er mjög spenntur. Þetta verður mjög skemmtilegt. Ég hlakka til að spila með þessum strákum."Haukur Helgi er mættur á klakann og var kynntur til sögunnar í Njarðvík í dag.Vísir/ValtýrTilfinningalegt gildi Haukur Helgi hefur verið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og svo í atvinnumennsku undanfarin sex ár en hlakkar til að spila heima. „Mann langar svo sem alltaf að koma heim en núna vildi ég láta slag standa eftir langa veru úti. Ég er bara aðeins að hlaða batteríin og fara svo aftur af stað eftir það," segir Haukur Helgi, en af hverju Njarðvík? „Njarðvík hefur mest tilfinningalegt gildi fyrir mig. Ég þekki mikið af góðu fólki hérna og það sem ég þarf til að hlaða batteríin almennilega er að vera í kringum gott fólk," segir hann.Beint í sjónvarpið „Ég hef æft hérna á sumrin og inn í Keflavík. Ég þekki Loga vel og við höfum æft saman hérna. Þetta var ekkert auðveld ákvörðun en samt auðveldari en margt annað vegna tengingar minnar við félagið." Haukur Helgi verður í eldlínunni á föstudaginn þegar Njarðvík mætir Íslandsmeisturum KR í sjónvarpsleik umferðarinnar, en áttar hann sig á þeirri pressu sem verður á honum? „Maður tekur alltaf vel í pressu. Það er alltaf gott að hafa smá pressu á sér. Ég er alveg tilbúinn," segir Haukur Helgi Pálsson sem ætlar að verða Íslandsmestari með Njarðvík „Ég stefni að því," segir hann.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19 Haukur Helgi kynntur sem leikmaður Njarðvíkur á morgun Njarðvík hefur boðað til blaðamannafundar í Ljónagryfjunni á morgun, miðvikudag. 27. október 2015 16:33 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Fleiri fréttir Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Sjá meira
Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19
Haukur Helgi kynntur sem leikmaður Njarðvíkur á morgun Njarðvík hefur boðað til blaðamannafundar í Ljónagryfjunni á morgun, miðvikudag. 27. október 2015 16:33