Viðskipti innlent

Síldarvinnslan skiptir út Beiti

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Gitte Henning S 349
Gitte Henning S 349 Mynd/Síldavinnslan
Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur gengið frá kaupum á danska uppsjávarskipinu Gitte Henning S 349. Skip vinnslunnar, Beitir NK 123 mun ganga upp í kaupin og mun afhending nýja skipsins fara fram í desember, er fram kemur á heimasíðu Síldavinnslunar.

Þar segir að uppsjávarskipið sé  smíðað í Skípasmíðastöðinni Westwen Baltiga í Klaipeda í Litháen og hafi komið nýtt til Danmerkur í apríl 2014.  Það er 86,3 metrar að lengd, 17,6 metrar að breidd og 4.138 brúttótonn. Þá eru í skipinu 13 RSW tankar, samtals  3.203 rúmmetrar og ber það um 3200 tonn.

Uppbúið langborð í GitteMynd/Síldarvinnslan
Skipið er búið búnaði til veiða bæði með flottrolli og nót og þá er aðbúnaður áhafnar „til fyrirmyndar“ en í því eru 12 klefar með 14 rúmum. 

Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir á heimasíðu fyrirtækisins að með kaupunum á þessu skipi væri hringnum lokað hvað varðar endurnýjun á uppsjávarflota fyrirtækisins, en þessi nýi Beitir er 17 árum yngri en sá eldri. 

Hann segir mikilvægt að „hið nýja skip væri afar vel búið að öllu leyti og það myndi koma með fyrsta flokks hráefni að landi sem myndi styrkja uppsjávarvinnslu fyrirtækisins,“ eins og það er orðað á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þá muni stærð skipsins og burðargeta nýtast vel á stórum loðnuvertíðum og eins við kolmunnaveiðar á fjarlægum miðum. 

Nánari upplýsingar um skipið, sem og myndir, má nálgast á heimasíðu Síldarvinnslunnar 

Gitte Henning er búið búnaði til veiða bæði með flottrolli og nótMynd/Síldarvinnslan
Stýrihúsiðmynd/síldarvinnslan





Fleiri fréttir

Sjá meira


×