Bonneau ætlar að snúa aftur fyrir úrslitakeppnina Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2015 08:30 Bonneau í leik með Njarðvík. Vísir Stefan Bonneau, besti leikmaður Domino's-deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur ekkert spilað á þessari leiktíð og verður mögulega ekkert með vegna slitinnar hásinar. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði við Fréttablaðið í gær að hann reiknaði ekki með bakverðinum magnaða á þessari leiktíð. „Endurhæfingin gengur ágætlega,“ sagði Bonneau brosmildur að vanda þegar Fréttablaðið ræddi við hann í Ljónagryfjunni í gær. Hann skokkaði þar rólega um og tók skot með samlanda sínum Marquise Simmons fyrir framan spennta krakka sem fylgdust með hetjunum sínum skjóta á körfurnar í Ljónagryfjunni þegar Haukur Helgi Pálsson var kynntur til leiks sem nýr leikmaður liðsins.Getur orðið fljótari Helsti styrkleiki Bonneau er hraði hans og sprengikraftur. Hann hefur samt engar áhyggjur af því að þessi meiðsli hafi slæm áhrif á hann til framtíðar. „Þeir sem þekkja til í þessu segja að ég gæti verið hægur til að byrja með en maður vinnur svo mikið í þessum eina stað að maður getur jafnvel orðið fljótari en áður. Mér líst vel á það þar sem ég legg alltaf mikið á mig hvort sem er,“ sagði Bonneau, en hvenær býst hann sjálfur við að snúa aftur á parketið? „Ég er að reyna að koma mér í gang fyrir úrslitakeppnina. Það er klárt að ég get komist í stand fyrir hana,“ sagði hann ákveðinn. „Ef við lítum á tímaramma meiðslanna þá ætti ég að vera orðinn klár aðeins fyrir úrslitakeppnina en ég ætla ekki að taka neina áhættu samt.“Meiddist á Íslandi Mikið hefur verið rætt og ritað um hvar Bonneau varð fyrir meiðslunum. Grein á bandarískri vefsíðu sagði hann hafa meitt sig í áhugamannamóti ytra og fannst mörgum skrítið að hann skyldi svo slíta hásin í beinu framhaldi af því á fyrstu æfingu með Njarðvík. „Ég meiddi mig hér. Ég veit að fólk talar mikið um að ég hafi meiðst heima en það gerðist ekki. Þá hefði ég aldrei komið hingað aftur heldur bara verið í endurhæfingu úti og reynt að vera hundrað prósent klár fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Bandaríkjamaðurinn sem var eðlilega svolítið langt niðri þegar hann sleit hásinina rétt fyrir tímabilið. „Ég var mjög hræddur þegar ég meiddist hérna því þetta hefur aldrei komið fyrir mig. Ég vissi að ég þyrfti að passa upp á andlega þáttinn sem ég hef gert, en annars pæli ég ekkert í því sem fólk segir um mig og meiðslin,“ sagði Bonneau. Ein helsta ástæða þess að haldið var að Bonneau hefði meiðst erlendis var umrædd frétt sem bakverðinum smáa en knáa finnst stórfurðuleg. „Ég spilaði í þessu móti en ég meiddist ekkert á hásin þar. Ég meiddist á hné og það var ekki einu sinni á sama fæti og ég sleit hásina. Þess vegna skildi ég ekkert í þessum fréttum,“ sagði hann. Bonneu er virkilega spenntur fyrir komu Hauks Helga Pálssonar sem gekk í raðir Njarðvíkur í gær. Takist Bonneau ætlunarverkið að mæta til leiks fyrir úrslitakeppnina verða Njarðvíkingar með óárennilegt lið. „Ég hef séð hann spila og hann er rosalega góður. Ég var í sjokki þegar ég heyrði að hann væri á leiðinni og vonaði að það væri satt. Hann á svo sannarlega eftir að hjálpa okkur,“ sagði Stefan Bonneau sem getur sjálfur ekki beðið eftir því að komast aftur í gang og reyna að hjálpa Njarðvík að vinna þann stóra í vor. „Mig langar svo mikið að byrja að spila. Ég vil helst bara að meiðslin lagist strax í dag svo ég geti spilað með þessu liði og reynt að hjálpa Njarðvík,“ sagði Stefan Bonneau. – tom Dominos-deild karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Sjá meira
Stefan Bonneau, besti leikmaður Domino's-deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur ekkert spilað á þessari leiktíð og verður mögulega ekkert með vegna slitinnar hásinar. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði við Fréttablaðið í gær að hann reiknaði ekki með bakverðinum magnaða á þessari leiktíð. „Endurhæfingin gengur ágætlega,“ sagði Bonneau brosmildur að vanda þegar Fréttablaðið ræddi við hann í Ljónagryfjunni í gær. Hann skokkaði þar rólega um og tók skot með samlanda sínum Marquise Simmons fyrir framan spennta krakka sem fylgdust með hetjunum sínum skjóta á körfurnar í Ljónagryfjunni þegar Haukur Helgi Pálsson var kynntur til leiks sem nýr leikmaður liðsins.Getur orðið fljótari Helsti styrkleiki Bonneau er hraði hans og sprengikraftur. Hann hefur samt engar áhyggjur af því að þessi meiðsli hafi slæm áhrif á hann til framtíðar. „Þeir sem þekkja til í þessu segja að ég gæti verið hægur til að byrja með en maður vinnur svo mikið í þessum eina stað að maður getur jafnvel orðið fljótari en áður. Mér líst vel á það þar sem ég legg alltaf mikið á mig hvort sem er,“ sagði Bonneau, en hvenær býst hann sjálfur við að snúa aftur á parketið? „Ég er að reyna að koma mér í gang fyrir úrslitakeppnina. Það er klárt að ég get komist í stand fyrir hana,“ sagði hann ákveðinn. „Ef við lítum á tímaramma meiðslanna þá ætti ég að vera orðinn klár aðeins fyrir úrslitakeppnina en ég ætla ekki að taka neina áhættu samt.“Meiddist á Íslandi Mikið hefur verið rætt og ritað um hvar Bonneau varð fyrir meiðslunum. Grein á bandarískri vefsíðu sagði hann hafa meitt sig í áhugamannamóti ytra og fannst mörgum skrítið að hann skyldi svo slíta hásin í beinu framhaldi af því á fyrstu æfingu með Njarðvík. „Ég meiddi mig hér. Ég veit að fólk talar mikið um að ég hafi meiðst heima en það gerðist ekki. Þá hefði ég aldrei komið hingað aftur heldur bara verið í endurhæfingu úti og reynt að vera hundrað prósent klár fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Bandaríkjamaðurinn sem var eðlilega svolítið langt niðri þegar hann sleit hásinina rétt fyrir tímabilið. „Ég var mjög hræddur þegar ég meiddist hérna því þetta hefur aldrei komið fyrir mig. Ég vissi að ég þyrfti að passa upp á andlega þáttinn sem ég hef gert, en annars pæli ég ekkert í því sem fólk segir um mig og meiðslin,“ sagði Bonneau. Ein helsta ástæða þess að haldið var að Bonneau hefði meiðst erlendis var umrædd frétt sem bakverðinum smáa en knáa finnst stórfurðuleg. „Ég spilaði í þessu móti en ég meiddist ekkert á hásin þar. Ég meiddist á hné og það var ekki einu sinni á sama fæti og ég sleit hásina. Þess vegna skildi ég ekkert í þessum fréttum,“ sagði hann. Bonneu er virkilega spenntur fyrir komu Hauks Helga Pálssonar sem gekk í raðir Njarðvíkur í gær. Takist Bonneau ætlunarverkið að mæta til leiks fyrir úrslitakeppnina verða Njarðvíkingar með óárennilegt lið. „Ég hef séð hann spila og hann er rosalega góður. Ég var í sjokki þegar ég heyrði að hann væri á leiðinni og vonaði að það væri satt. Hann á svo sannarlega eftir að hjálpa okkur,“ sagði Stefan Bonneau sem getur sjálfur ekki beðið eftir því að komast aftur í gang og reyna að hjálpa Njarðvík að vinna þann stóra í vor. „Mig langar svo mikið að byrja að spila. Ég vil helst bara að meiðslin lagist strax í dag svo ég geti spilað með þessu liði og reynt að hjálpa Njarðvík,“ sagði Stefan Bonneau. – tom
Dominos-deild karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Sjá meira