Bonneau ætlar að snúa aftur fyrir úrslitakeppnina Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2015 08:30 Bonneau í leik með Njarðvík. Vísir Stefan Bonneau, besti leikmaður Domino's-deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur ekkert spilað á þessari leiktíð og verður mögulega ekkert með vegna slitinnar hásinar. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði við Fréttablaðið í gær að hann reiknaði ekki með bakverðinum magnaða á þessari leiktíð. „Endurhæfingin gengur ágætlega,“ sagði Bonneau brosmildur að vanda þegar Fréttablaðið ræddi við hann í Ljónagryfjunni í gær. Hann skokkaði þar rólega um og tók skot með samlanda sínum Marquise Simmons fyrir framan spennta krakka sem fylgdust með hetjunum sínum skjóta á körfurnar í Ljónagryfjunni þegar Haukur Helgi Pálsson var kynntur til leiks sem nýr leikmaður liðsins.Getur orðið fljótari Helsti styrkleiki Bonneau er hraði hans og sprengikraftur. Hann hefur samt engar áhyggjur af því að þessi meiðsli hafi slæm áhrif á hann til framtíðar. „Þeir sem þekkja til í þessu segja að ég gæti verið hægur til að byrja með en maður vinnur svo mikið í þessum eina stað að maður getur jafnvel orðið fljótari en áður. Mér líst vel á það þar sem ég legg alltaf mikið á mig hvort sem er,“ sagði Bonneau, en hvenær býst hann sjálfur við að snúa aftur á parketið? „Ég er að reyna að koma mér í gang fyrir úrslitakeppnina. Það er klárt að ég get komist í stand fyrir hana,“ sagði hann ákveðinn. „Ef við lítum á tímaramma meiðslanna þá ætti ég að vera orðinn klár aðeins fyrir úrslitakeppnina en ég ætla ekki að taka neina áhættu samt.“Meiddist á Íslandi Mikið hefur verið rætt og ritað um hvar Bonneau varð fyrir meiðslunum. Grein á bandarískri vefsíðu sagði hann hafa meitt sig í áhugamannamóti ytra og fannst mörgum skrítið að hann skyldi svo slíta hásin í beinu framhaldi af því á fyrstu æfingu með Njarðvík. „Ég meiddi mig hér. Ég veit að fólk talar mikið um að ég hafi meiðst heima en það gerðist ekki. Þá hefði ég aldrei komið hingað aftur heldur bara verið í endurhæfingu úti og reynt að vera hundrað prósent klár fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Bandaríkjamaðurinn sem var eðlilega svolítið langt niðri þegar hann sleit hásinina rétt fyrir tímabilið. „Ég var mjög hræddur þegar ég meiddist hérna því þetta hefur aldrei komið fyrir mig. Ég vissi að ég þyrfti að passa upp á andlega þáttinn sem ég hef gert, en annars pæli ég ekkert í því sem fólk segir um mig og meiðslin,“ sagði Bonneau. Ein helsta ástæða þess að haldið var að Bonneau hefði meiðst erlendis var umrædd frétt sem bakverðinum smáa en knáa finnst stórfurðuleg. „Ég spilaði í þessu móti en ég meiddist ekkert á hásin þar. Ég meiddist á hné og það var ekki einu sinni á sama fæti og ég sleit hásina. Þess vegna skildi ég ekkert í þessum fréttum,“ sagði hann. Bonneu er virkilega spenntur fyrir komu Hauks Helga Pálssonar sem gekk í raðir Njarðvíkur í gær. Takist Bonneau ætlunarverkið að mæta til leiks fyrir úrslitakeppnina verða Njarðvíkingar með óárennilegt lið. „Ég hef séð hann spila og hann er rosalega góður. Ég var í sjokki þegar ég heyrði að hann væri á leiðinni og vonaði að það væri satt. Hann á svo sannarlega eftir að hjálpa okkur,“ sagði Stefan Bonneau sem getur sjálfur ekki beðið eftir því að komast aftur í gang og reyna að hjálpa Njarðvík að vinna þann stóra í vor. „Mig langar svo mikið að byrja að spila. Ég vil helst bara að meiðslin lagist strax í dag svo ég geti spilað með þessu liði og reynt að hjálpa Njarðvík,“ sagði Stefan Bonneau. – tom Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Stefan Bonneau, besti leikmaður Domino's-deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur ekkert spilað á þessari leiktíð og verður mögulega ekkert með vegna slitinnar hásinar. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði við Fréttablaðið í gær að hann reiknaði ekki með bakverðinum magnaða á þessari leiktíð. „Endurhæfingin gengur ágætlega,“ sagði Bonneau brosmildur að vanda þegar Fréttablaðið ræddi við hann í Ljónagryfjunni í gær. Hann skokkaði þar rólega um og tók skot með samlanda sínum Marquise Simmons fyrir framan spennta krakka sem fylgdust með hetjunum sínum skjóta á körfurnar í Ljónagryfjunni þegar Haukur Helgi Pálsson var kynntur til leiks sem nýr leikmaður liðsins.Getur orðið fljótari Helsti styrkleiki Bonneau er hraði hans og sprengikraftur. Hann hefur samt engar áhyggjur af því að þessi meiðsli hafi slæm áhrif á hann til framtíðar. „Þeir sem þekkja til í þessu segja að ég gæti verið hægur til að byrja með en maður vinnur svo mikið í þessum eina stað að maður getur jafnvel orðið fljótari en áður. Mér líst vel á það þar sem ég legg alltaf mikið á mig hvort sem er,“ sagði Bonneau, en hvenær býst hann sjálfur við að snúa aftur á parketið? „Ég er að reyna að koma mér í gang fyrir úrslitakeppnina. Það er klárt að ég get komist í stand fyrir hana,“ sagði hann ákveðinn. „Ef við lítum á tímaramma meiðslanna þá ætti ég að vera orðinn klár aðeins fyrir úrslitakeppnina en ég ætla ekki að taka neina áhættu samt.“Meiddist á Íslandi Mikið hefur verið rætt og ritað um hvar Bonneau varð fyrir meiðslunum. Grein á bandarískri vefsíðu sagði hann hafa meitt sig í áhugamannamóti ytra og fannst mörgum skrítið að hann skyldi svo slíta hásin í beinu framhaldi af því á fyrstu æfingu með Njarðvík. „Ég meiddi mig hér. Ég veit að fólk talar mikið um að ég hafi meiðst heima en það gerðist ekki. Þá hefði ég aldrei komið hingað aftur heldur bara verið í endurhæfingu úti og reynt að vera hundrað prósent klár fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Bandaríkjamaðurinn sem var eðlilega svolítið langt niðri þegar hann sleit hásinina rétt fyrir tímabilið. „Ég var mjög hræddur þegar ég meiddist hérna því þetta hefur aldrei komið fyrir mig. Ég vissi að ég þyrfti að passa upp á andlega þáttinn sem ég hef gert, en annars pæli ég ekkert í því sem fólk segir um mig og meiðslin,“ sagði Bonneau. Ein helsta ástæða þess að haldið var að Bonneau hefði meiðst erlendis var umrædd frétt sem bakverðinum smáa en knáa finnst stórfurðuleg. „Ég spilaði í þessu móti en ég meiddist ekkert á hásin þar. Ég meiddist á hné og það var ekki einu sinni á sama fæti og ég sleit hásina. Þess vegna skildi ég ekkert í þessum fréttum,“ sagði hann. Bonneu er virkilega spenntur fyrir komu Hauks Helga Pálssonar sem gekk í raðir Njarðvíkur í gær. Takist Bonneau ætlunarverkið að mæta til leiks fyrir úrslitakeppnina verða Njarðvíkingar með óárennilegt lið. „Ég hef séð hann spila og hann er rosalega góður. Ég var í sjokki þegar ég heyrði að hann væri á leiðinni og vonaði að það væri satt. Hann á svo sannarlega eftir að hjálpa okkur,“ sagði Stefan Bonneau sem getur sjálfur ekki beðið eftir því að komast aftur í gang og reyna að hjálpa Njarðvík að vinna þann stóra í vor. „Mig langar svo mikið að byrja að spila. Ég vil helst bara að meiðslin lagist strax í dag svo ég geti spilað með þessu liði og reynt að hjálpa Njarðvík,“ sagði Stefan Bonneau. – tom
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti