Vodafone: Upplýsingagjöf hvorki til skoðunar né rannsóknar innan Kauphallar Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2015 16:30 Vodafone kemur dreifikerfinu til varnar. Vísir/Daníel Vodafone segir upplýsingagjöf frá félaginu vegna samnings við RÚV, um uppbyggingu og rekstur stafræns dreifikerfis sjónvarps, hafa verið vandaða og skýra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjarskiptafélaginu vegna umfjöllunar um skýrslu nefndar sem tók út rekstur Ríkisútvarpsins frá árinu 2007. Þar er samningur Ríkisútvarpsins við Vodafone gagnrýndur og því meðal annars haldið fram að ósamræmi í umfjöllun um samninginn innan RÚV og tilkynninga sem RÚV sendi í Kauphöll um kostnað vegna samningsins. Vodafone segir upplýsingagjöf sína vegna kostnaðar við samninginn hafa verið vandaða og skýra. Því var haldið fram á Eyjunni á þriðjudag að samningur RÚV og Vodafone væri til skoðunar innan Kauphallarinnar, þá hvort rangar upplýsingar hafi verið gefnar þegar tilkynnt var um samninginn í ársbyrjun 2013. Vodafone segist hafa fengið staðfestingu á því hjá Kauphöll Íslands að upplýsingagjöf félagsins sé hvorki til skoðunar né rannsóknar þar. Í tilkynningu segir Vodafone að samningurinn kveði á um töluvert fleira en einungis uppbyggingu og rekstur dreifikerfis sjónvarps og að DVB-T/T2-tæknin, sem fær ekki háa einkunn í skýrslunni, sé útbreiddasta og mest nýtta sjónvarpsdreifileið á landi í heiminum í dag.Sjá einnig: 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsinsSjá tilkynningu Vodafone í heild sinni hér fyrir neðan:Vodafone tók þátt í forvali fyrir lokað útboð RÚV, sem fólst í að koma á stafrænum útsendingum í stað hliðrænna á landinu öllu í samkeppni við meðal annars Símann og TeleNor. Á endanum stóð valið á milli tilboða tveggja félaga, Vodafone og TeleNor. Tilboð Vodafone var metið hagstæðast og því gengið til samninga í kjölfarið um 15 ára óuppsegjanlegan samning, sem fól í sér skyldur til umtalsverðra fjárfestinga og rekstrarkostnaðar fyrir Vodafone. Sendastöðum var til að mynda fjölgað um 70% á uppbyggingartímabilinu, um allt land, en megin þungi fjárfestinga og kostnaðar Vodafone féll til á árunum 2013 og 2014. Upplýsingagjöf félagsins um umræddan samning var vönduð og skýr. Vodafone hefur fengið staðfest hjá Kauphöll Íslands að upplýsingagjöf félagsins er hvorki til skoðunar né rannsóknar þar. Nauðsynlegt er að taka fram að fyrrnefndur samningur kveður á um töluvert fleira en einungis uppbyggingu og rekstur stafræns dreifikerfis sjónvarps. Vodafone sér ennfremur um rekstur langbylgjurása RÚV og rekur tæplega 200 FM senda um allt land. Í tilefni af umræðu um meinta úrelta tækni skal tekið fram að DVB-T/T2 tæknin er útbreiddasta og mest nýtta sjónvarpsdreifileið á landi í heiminum í dag, sér í lagi hjá fjölmiðlum í almannaeigu enda gerir hún ekki kröfu til viðbótar kostnaðar hjá notendum. DVB-T2 staðallinn var upphaflega útfærður árið 2008. Fyrsta DVB-T2 kerfið fór í loftið í Bretlandi árið 2010 og fjölgar enn stöðugt þeim löndum sem nýta sér DVB-T2 tæknina. Útboð RÚV árið 2012 setti skilyrði um 99,8% dreifingu með DVB tækni og allir þátttakendur útboðsins buðu miðað við þær forsendur. Tengdar fréttir „Stjórnvöld þurfa að leiðrétta þessi mistök“ RÚV segir skýrslu um stöðu fyrirtækisins staðfesta fortíðarvanda. 29. október 2015 15:33 Jafn margir áskrifendur að Netflix og Mogganum 18,4 prósent heimila er með áskrift að Netflix og 3,6 prósent með Hulu Plus. 29. október 2015 13:01 Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar Nefndin segir að rekstrarvandi RÚV sé fyrst og fremst á kostnaðarhliðinni. 29. október 2015 13:40 Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. 29. október 2015 13:01 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Vodafone segir upplýsingagjöf frá félaginu vegna samnings við RÚV, um uppbyggingu og rekstur stafræns dreifikerfis sjónvarps, hafa verið vandaða og skýra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjarskiptafélaginu vegna umfjöllunar um skýrslu nefndar sem tók út rekstur Ríkisútvarpsins frá árinu 2007. Þar er samningur Ríkisútvarpsins við Vodafone gagnrýndur og því meðal annars haldið fram að ósamræmi í umfjöllun um samninginn innan RÚV og tilkynninga sem RÚV sendi í Kauphöll um kostnað vegna samningsins. Vodafone segir upplýsingagjöf sína vegna kostnaðar við samninginn hafa verið vandaða og skýra. Því var haldið fram á Eyjunni á þriðjudag að samningur RÚV og Vodafone væri til skoðunar innan Kauphallarinnar, þá hvort rangar upplýsingar hafi verið gefnar þegar tilkynnt var um samninginn í ársbyrjun 2013. Vodafone segist hafa fengið staðfestingu á því hjá Kauphöll Íslands að upplýsingagjöf félagsins sé hvorki til skoðunar né rannsóknar þar. Í tilkynningu segir Vodafone að samningurinn kveði á um töluvert fleira en einungis uppbyggingu og rekstur dreifikerfis sjónvarps og að DVB-T/T2-tæknin, sem fær ekki háa einkunn í skýrslunni, sé útbreiddasta og mest nýtta sjónvarpsdreifileið á landi í heiminum í dag.Sjá einnig: 4 milljarðar sem RÚV eyddi í úrelta tækni hefðu getað nýst í ljósleiðaravæðingu landsinsSjá tilkynningu Vodafone í heild sinni hér fyrir neðan:Vodafone tók þátt í forvali fyrir lokað útboð RÚV, sem fólst í að koma á stafrænum útsendingum í stað hliðrænna á landinu öllu í samkeppni við meðal annars Símann og TeleNor. Á endanum stóð valið á milli tilboða tveggja félaga, Vodafone og TeleNor. Tilboð Vodafone var metið hagstæðast og því gengið til samninga í kjölfarið um 15 ára óuppsegjanlegan samning, sem fól í sér skyldur til umtalsverðra fjárfestinga og rekstrarkostnaðar fyrir Vodafone. Sendastöðum var til að mynda fjölgað um 70% á uppbyggingartímabilinu, um allt land, en megin þungi fjárfestinga og kostnaðar Vodafone féll til á árunum 2013 og 2014. Upplýsingagjöf félagsins um umræddan samning var vönduð og skýr. Vodafone hefur fengið staðfest hjá Kauphöll Íslands að upplýsingagjöf félagsins er hvorki til skoðunar né rannsóknar þar. Nauðsynlegt er að taka fram að fyrrnefndur samningur kveður á um töluvert fleira en einungis uppbyggingu og rekstur stafræns dreifikerfis sjónvarps. Vodafone sér ennfremur um rekstur langbylgjurása RÚV og rekur tæplega 200 FM senda um allt land. Í tilefni af umræðu um meinta úrelta tækni skal tekið fram að DVB-T/T2 tæknin er útbreiddasta og mest nýtta sjónvarpsdreifileið á landi í heiminum í dag, sér í lagi hjá fjölmiðlum í almannaeigu enda gerir hún ekki kröfu til viðbótar kostnaðar hjá notendum. DVB-T2 staðallinn var upphaflega útfærður árið 2008. Fyrsta DVB-T2 kerfið fór í loftið í Bretlandi árið 2010 og fjölgar enn stöðugt þeim löndum sem nýta sér DVB-T2 tæknina. Útboð RÚV árið 2012 setti skilyrði um 99,8% dreifingu með DVB tækni og allir þátttakendur útboðsins buðu miðað við þær forsendur.
Tengdar fréttir „Stjórnvöld þurfa að leiðrétta þessi mistök“ RÚV segir skýrslu um stöðu fyrirtækisins staðfesta fortíðarvanda. 29. október 2015 15:33 Jafn margir áskrifendur að Netflix og Mogganum 18,4 prósent heimila er með áskrift að Netflix og 3,6 prósent með Hulu Plus. 29. október 2015 13:01 Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar Nefndin segir að rekstrarvandi RÚV sé fyrst og fremst á kostnaðarhliðinni. 29. október 2015 13:40 Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. 29. október 2015 13:01 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
„Stjórnvöld þurfa að leiðrétta þessi mistök“ RÚV segir skýrslu um stöðu fyrirtækisins staðfesta fortíðarvanda. 29. október 2015 15:33
Jafn margir áskrifendur að Netflix og Mogganum 18,4 prósent heimila er með áskrift að Netflix og 3,6 prósent með Hulu Plus. 29. október 2015 13:01
Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar Nefndin segir að rekstrarvandi RÚV sé fyrst og fremst á kostnaðarhliðinni. 29. október 2015 13:40
Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. 29. október 2015 13:01