Segir sölu Arion banka á hlutum í Símanum dæmi um „spilavítiskapítalisma“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2015 13:47 Össur Skarphéðinsson. vísir/vilhelm Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vandar Kviku og Arion banka ekki kveðjurnar í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni. Össur segir að bankarnir séu saman að innleiða hér það sem hann kallar „spilavítiskapítalisma“ og segir fyrsta dæmið útboð Arion banka á hlutabréfum í Símanum. „Þar hyglaði Arion sérvöldum viðskiptavinum og útvöldum starfsmönnum með því að leyfa þeim að kaupa hluti í Símanum á lægri gengi en útboðsgengið var. Þannig fengu gæðingar á silfurfati 720 milljónir. Þetta eru fullkomlega óeðlilegir viðskiptahættir.“Sjá einnig:Guðlaugur Þór: „Geta tæplega verið heilbrigðir og eðlilegir viðskiptahættir“ Að mati Össurar er þarna verið að innleiða svipaða viðskiptahætti „og áttu stóran þátt í hruni föllnu bankanna. Þegar hrunadansinn stóð sem hæst völdu bankarnir út fjárfestahópa sem fengu lán úr bönkunum gegn veði í hlutabréfum. Bankinn fjárfesti svo með þeim og þeir með bankanum. Lykilstarfsmenn fengu hlutdeild í öllum kaupum með afslætti. Áður en varði var komin fjórföld til áttföld gírun í pýramídana.“Vill kljúfa bankana í viðskiptabanka og fjárfestingabanka Þetta hugnast þingmanninum ekki en telur að Arion banki sé mögulega að bregðast við samkeppni frá bankanaum Kviku en hann varð til úr MP Straumi á dögunum. Össur gerir fréttatilkynningu bankans að umtalsefni. „Kvika lýsti yfir að bankinn hyggðist innleiða nýja fjárfestingastefnu sem snýr að „samvinnu bankans og viðskiptavinarins” sbr. fréttatilkynningu frá Kviku. Á mæltu máli þýðir þetta að eigendum, starfsmönnum og viðskiptavinum er þvælt saman í eina bendu. Þeir verða allir áhættufjárfestar, án aðgreiningar eða armslengdar sjónarmiða. Bankinn fjárfestir með viðskiptavinum og útvaldir viðskiptavinir með bankanum. Sérvaldir starfsmenn fá að dansa með til að ýta undir frumkvæði og framtak – og það stigmagnar áhættuna. Þegar vel gengur græða allir en þegar blæs á móti tapa allir..“ Össur telur að aðrar fjármálastofnanir munu leiðast inn á sömu braut. Hann vill því kljúfa banka í almenna viðskiptabanka og svo fjárfestingabanka: „Í því ljósi, og eitraðrar reynslu af samskonar gróðrabralli í aðdraganda hrunsins, ætti að vera skýlaus og ófrávíkjanleg krafa að kljúfa bankana í almenna viðskiptabanka og fjárfestingarbanka áður en gjaldeyrishöftum verður aflétt og bankarnir komast aftur á alþjóðlega fjárfestinga- og lánamarkaði. Almenningi verður ekki boðið á það ball. Hann mun hins vegar sitja uppi með afleiðingarnar - fyrr eða síðar.“Arion og Kvika endurreisa spilavítiskapítalismannArion banki og nýi bankinn, Kvika, sem til varð úr MP banka og...Posted by Össur Skarphéðinsson on Tuesday, 13 October 2015 Alþingi Tengdar fréttir Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 „Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. 12. október 2015 18:38 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vandar Kviku og Arion banka ekki kveðjurnar í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni. Össur segir að bankarnir séu saman að innleiða hér það sem hann kallar „spilavítiskapítalisma“ og segir fyrsta dæmið útboð Arion banka á hlutabréfum í Símanum. „Þar hyglaði Arion sérvöldum viðskiptavinum og útvöldum starfsmönnum með því að leyfa þeim að kaupa hluti í Símanum á lægri gengi en útboðsgengið var. Þannig fengu gæðingar á silfurfati 720 milljónir. Þetta eru fullkomlega óeðlilegir viðskiptahættir.“Sjá einnig:Guðlaugur Þór: „Geta tæplega verið heilbrigðir og eðlilegir viðskiptahættir“ Að mati Össurar er þarna verið að innleiða svipaða viðskiptahætti „og áttu stóran þátt í hruni föllnu bankanna. Þegar hrunadansinn stóð sem hæst völdu bankarnir út fjárfestahópa sem fengu lán úr bönkunum gegn veði í hlutabréfum. Bankinn fjárfesti svo með þeim og þeir með bankanum. Lykilstarfsmenn fengu hlutdeild í öllum kaupum með afslætti. Áður en varði var komin fjórföld til áttföld gírun í pýramídana.“Vill kljúfa bankana í viðskiptabanka og fjárfestingabanka Þetta hugnast þingmanninum ekki en telur að Arion banki sé mögulega að bregðast við samkeppni frá bankanaum Kviku en hann varð til úr MP Straumi á dögunum. Össur gerir fréttatilkynningu bankans að umtalsefni. „Kvika lýsti yfir að bankinn hyggðist innleiða nýja fjárfestingastefnu sem snýr að „samvinnu bankans og viðskiptavinarins” sbr. fréttatilkynningu frá Kviku. Á mæltu máli þýðir þetta að eigendum, starfsmönnum og viðskiptavinum er þvælt saman í eina bendu. Þeir verða allir áhættufjárfestar, án aðgreiningar eða armslengdar sjónarmiða. Bankinn fjárfestir með viðskiptavinum og útvaldir viðskiptavinir með bankanum. Sérvaldir starfsmenn fá að dansa með til að ýta undir frumkvæði og framtak – og það stigmagnar áhættuna. Þegar vel gengur græða allir en þegar blæs á móti tapa allir..“ Össur telur að aðrar fjármálastofnanir munu leiðast inn á sömu braut. Hann vill því kljúfa banka í almenna viðskiptabanka og svo fjárfestingabanka: „Í því ljósi, og eitraðrar reynslu af samskonar gróðrabralli í aðdraganda hrunsins, ætti að vera skýlaus og ófrávíkjanleg krafa að kljúfa bankana í almenna viðskiptabanka og fjárfestingarbanka áður en gjaldeyrishöftum verður aflétt og bankarnir komast aftur á alþjóðlega fjárfestinga- og lánamarkaði. Almenningi verður ekki boðið á það ball. Hann mun hins vegar sitja uppi með afleiðingarnar - fyrr eða síðar.“Arion og Kvika endurreisa spilavítiskapítalismannArion banki og nýi bankinn, Kvika, sem til varð úr MP banka og...Posted by Össur Skarphéðinsson on Tuesday, 13 October 2015
Alþingi Tengdar fréttir Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 „Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. 12. október 2015 18:38 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27
„Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. 12. október 2015 18:38
Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent