„Geta tæplega verið heilbrigðir og eðlilegir viðskiptahættir“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. október 2015 13:59 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður fjárlaganefndar, ætlar að kalla fulltrúa Bankasýslu ríkisins á fund nefndarinnar, til að fá svör við nokkrum spurningum er varðar sölu Arion banka á hlutum í Símanum, en bankinn valdi viðskiptavini og fjárfesta sem fengu að kaupa hlut í félaginu stuttu áður en að almennt útboð fór fram á félaginu. Fjárfestarnir sem handvaldir voru fengu hluti í Símanum á talsvert betra verði en í útboðinu. „Þetta er ekkert flókið. Það sitja ekki allir fjárfestar við sama borð. Og það er sumum boðið að kaupa þetta á mun hagstæðara verði heldur en öðrum og munu hagnast sem því nemur og það er því eðlilegt að spyrja af hverju það er og á hvaða forsendum það er gert,“ segir Guðlaugur. Íslenska ríkið á, í gegnum Bankasýsluna, á 13 prósenta hlut í Arion banka sem stóð fyrir sölunni. Guðlaugur segir að leið nefndarinnar til að kanna málið sé í gegnum Bankasýsluna. „Þetta er auðvitað að hluta til banki í eigu ríkisins, þannig að þarna er um að ræða ríkiseigu, að hluta til,” segir hann. En finnst þér viðskiptin eðlileg yfir höfuð, jafnvel þó að ríkið ætti ekki hlut að máli? „Nei mér finnst það ekki. Ef þú spyrð um það hvernig við getum nálgast þetta, þá eiga að vera til eftirlitsstofnanir sem eiga að fylgjast með þessu,“ segir hann. „Menn hafa spurt sig, ekki bara út af því þarna sitja aðilar ekki aðilar við sama borð, og það er verið að velja ákveðna viðskiptavini og gera þeim kleift að hagnast með þessum hætti, sem geta tæplega verið heilbrigðir og eðlilegir viðskiptahættir, þá eru líka menn að velta fyrir sér hvort þarna gæti verið um markaðsmisnotkun að ræða, það sé verið að tryggja og búa til verð á fjármálagjörningi.“ Guðlaugur vill að Fjármálaeftirlitið taki málið fyrir hjá sér. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að stjórn Kaupskila, félags sem heldur utan um 87 prósent hlut kröfuhafa Kaupþings í Arion banka, ætli einnig að skoða málið og að mögulega verði stjórn bankans krafin um svör um söluna á hlutum til valinna aðila. Alþingi Tengdar fréttir Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 „Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. 12. október 2015 18:38 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður fjárlaganefndar, ætlar að kalla fulltrúa Bankasýslu ríkisins á fund nefndarinnar, til að fá svör við nokkrum spurningum er varðar sölu Arion banka á hlutum í Símanum, en bankinn valdi viðskiptavini og fjárfesta sem fengu að kaupa hlut í félaginu stuttu áður en að almennt útboð fór fram á félaginu. Fjárfestarnir sem handvaldir voru fengu hluti í Símanum á talsvert betra verði en í útboðinu. „Þetta er ekkert flókið. Það sitja ekki allir fjárfestar við sama borð. Og það er sumum boðið að kaupa þetta á mun hagstæðara verði heldur en öðrum og munu hagnast sem því nemur og það er því eðlilegt að spyrja af hverju það er og á hvaða forsendum það er gert,“ segir Guðlaugur. Íslenska ríkið á, í gegnum Bankasýsluna, á 13 prósenta hlut í Arion banka sem stóð fyrir sölunni. Guðlaugur segir að leið nefndarinnar til að kanna málið sé í gegnum Bankasýsluna. „Þetta er auðvitað að hluta til banki í eigu ríkisins, þannig að þarna er um að ræða ríkiseigu, að hluta til,” segir hann. En finnst þér viðskiptin eðlileg yfir höfuð, jafnvel þó að ríkið ætti ekki hlut að máli? „Nei mér finnst það ekki. Ef þú spyrð um það hvernig við getum nálgast þetta, þá eiga að vera til eftirlitsstofnanir sem eiga að fylgjast með þessu,“ segir hann. „Menn hafa spurt sig, ekki bara út af því þarna sitja aðilar ekki aðilar við sama borð, og það er verið að velja ákveðna viðskiptavini og gera þeim kleift að hagnast með þessum hætti, sem geta tæplega verið heilbrigðir og eðlilegir viðskiptahættir, þá eru líka menn að velta fyrir sér hvort þarna gæti verið um markaðsmisnotkun að ræða, það sé verið að tryggja og búa til verð á fjármálagjörningi.“ Guðlaugur vill að Fjármálaeftirlitið taki málið fyrir hjá sér. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að stjórn Kaupskila, félags sem heldur utan um 87 prósent hlut kröfuhafa Kaupþings í Arion banka, ætli einnig að skoða málið og að mögulega verði stjórn bankans krafin um svör um söluna á hlutum til valinna aðila.
Alþingi Tengdar fréttir Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 „Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. 12. október 2015 18:38 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira
Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27
„Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. 12. október 2015 18:38
Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00