Nóbelsverðlaun og misskipting 14. október 2015 10:00 Nóbelsverðlaun voru fyrst veitt fyrir rannsóknir í hagfræði 1969. Til verðlaunanna hafði verið stofnað árið áður til að fagna 300 ára afmæli Seðlabanka Svíþjóðar, elzta seðlabanka heims. Þá voru tiltölulega nýfallnir frá tveir risar sem hefðu trúlega hreppt eða a.m.k. verðskuldað verðlaunin hefðu þeir enn verið ofar moldu. Fyrsta rokkstjarnan Annar risinn var bandaríski hagfræðingurinn Irving Fisher (1867-1947), prófessor í hagfræði í Yale-háskóla, einn merkasti hagfræðingur allra tíma og jafnframt næstum örugglega hinn afkastamesti, þótt hann þyrfti að eyða þremur árum á berklahæli. Ritaskrá hans telur 2.425 ritverk. Fisher lét sér fátt óviðkomandi á vettvangi hagfræðinnar og var jafnframt snjall uppfinningamaður. Hann fann t.d. upp spjaldskrána, gagnlegt skrifstofutæki sem lifði fram á tölvuöld. Hann setti fyrstur manna fram vísitölur svo annað dæmi sé tekið úr hversdagslífinu. Hann fór eins og eldibrandur milli fyrirlestrasala og barðist m.a. fyrir bindindi (hann var bannmaður), grænmetisáti og hreinlæti. Fisher var fyrsta rokkstjarna hagfræðinnar. Ein fyrirlestraferðin endaði illa. Fisher fór um öll Bandaríkin 1929 til að lýsa þeirri skoðun að verðhækkun hlutabréfa væri komin til að vera: Ekkert að óttast, sagði hann. Bréfin hrundu þá um haustið og efnahagslífið með og þá einnig orðstír Fishers. Samt skrifuðu fáir af meira viti og dýpri skilningi en hann um heimskreppuna eftir á, orsakir hennar og afleiðingar. En Fisher fékk ekki að njóta sannmælis fyrir þau skrif fyrr en menn dustuðu af þeim rykið í bankahremmingum síðustu ára. Bensíngjöf og bólusetningar Hinn risinn var Bretinn John Maynard Keynes (1883-1946), upphafsmaður þjóðhagfræði nútímans. Hann var ekki síður fjöllyndur en Fisher, ýmist háskólakennari í Cambridge eða embættismaður í London, listaverkasafnari og ballettunnandi, kvæntist rússneskri ballerínu. Hann vakti fyrst athygli með því að rísa gegn Versalasamningunum 1919 í bók þar sem hann spáði rétt fyrir um efnahagslegar afleiðingar skaðabótanna sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar lögðu á Þjóðverja eftir stríðið mikla sem við köllum nú fyrri heimsstyrjöldina. Frægastur varð Keynes fyrir að rísa gegn ríkjandi hagfræði sem kenndi að kreppan mikla sem hófst 1929 yrði aðeins tímabundin. Tíminn leið, en kreppunni slotaði ekki. Keynes birti höfuðrit sitt 1936 þar sem hann lagði grunninn að nýrri þjóðhagfræði þar sem almannavaldið hefur svigrúm til að vernda efnahagslífið fyrir duttlungum einkaframtaksins með því t.d. að stíga á bensíngjöfina þegar heimilin og fyrirtækin halda að sér höndum og efnahagslífið lendir af þeim sökum í lægð. Þessu fræðilega framlagi Keynes á heimsbyggðin það að þakka að bankahremmingarnar í Bandaríkjunum 2007-2008 leiddu ekki af sér nýja heimskreppu. Þeir sem halda áfram að berjast gegn arfleifð Keynes af stjórnmálaástæðum eru næsti bær við fólkið sem berst nú gegn bólusetningu barna. Deilur um verðlaun Bókmenntaverðlaun Nóbels hafa iðulega vakið deilur, ýmist vegna margra rithöfunda sem verðlaunanefndin gekk fram hjá, t.d. Leo Tolstoy, Henrik Ibsen, Mark Twain, Anton Chekov, August Strindberg, Karen Blixen, Graham Greene og Jorge Luis Borges, eða vegna óverðugra höfunda sem sátt náðist um í nefndinni. Hagfræðiverðlaunin hafa ekki vakið umtalsverðar deilur nema tvisvar, í fyrra skiptið þegar Milton Friedman (1912-2006), prófessor í Chicago, hlaut verðlaunin 1976 og pólitískum andstæðingum hans var ekki skemmt. Friedman var samt fyllilega verður verðlaunanna. Hitt skiptið var þegar tveir fjármálaprófessorar hlutu verðlaunin 1997 og risavaxinn vogunarsjóður sem þeir stýrðu ásamt öðrum komst í sögulegt þrot árið eftir svo að bandarískt efnahagslíf lék á reiðiskjálfi. Fátækt skiptir máli Fyrir nokkrum dögum tilkynnti Nóbelsnefndin í Stokkhólmi að hagfræðiverðlaunin í ár hljóti Angus Deaton, prófessor í Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, fyrir tölfræðilegar rannsóknir m.a. á fátækt og ójöfnuði. Deaton er Skoti, tæplega sjötugur að aldri. Hann sezt við hljóðfærið heima hjá sér flesta daga og spilar m.a. verk Chopins og Schumanns. Hann birti dásamlega bók í hittiðfyrra þar sem hann kortleggur framför heimsins síðustu 250 ár með því að reifa hagtölur og heilbrigðistölur hlið við hlið (The Great Escape: Health, Wealth, and the Origin of Inequality, 2013). Framför heimsins lýsir sér ekki aðeins í meiri tekjum og minna erfiði, heldur einnig og ekki síður í auknu heilbrigði og langlífi. Með þessari verðlaunaveitingu sendir Nóbelsnefndin skýr skilaboð: Fátækt skiptir máli. Það er holl brýning nú þegar heimsbyggðin á í vök að verjast fyrir árás taumlausrar græðgi á grunnstoðir samfélagsins. Og svo er það einnig ánægjuleg upplyfting að ár eftir ár skuli berast fréttir frá Nóbelsnefndunum í Stokkhólmi af frækilegum sigrum í fræðum og vísindum ekki síður en t.d. íþróttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nóbelsverðlaun Þorvaldur Gylfason Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nóbelsverðlaun voru fyrst veitt fyrir rannsóknir í hagfræði 1969. Til verðlaunanna hafði verið stofnað árið áður til að fagna 300 ára afmæli Seðlabanka Svíþjóðar, elzta seðlabanka heims. Þá voru tiltölulega nýfallnir frá tveir risar sem hefðu trúlega hreppt eða a.m.k. verðskuldað verðlaunin hefðu þeir enn verið ofar moldu. Fyrsta rokkstjarnan Annar risinn var bandaríski hagfræðingurinn Irving Fisher (1867-1947), prófessor í hagfræði í Yale-háskóla, einn merkasti hagfræðingur allra tíma og jafnframt næstum örugglega hinn afkastamesti, þótt hann þyrfti að eyða þremur árum á berklahæli. Ritaskrá hans telur 2.425 ritverk. Fisher lét sér fátt óviðkomandi á vettvangi hagfræðinnar og var jafnframt snjall uppfinningamaður. Hann fann t.d. upp spjaldskrána, gagnlegt skrifstofutæki sem lifði fram á tölvuöld. Hann setti fyrstur manna fram vísitölur svo annað dæmi sé tekið úr hversdagslífinu. Hann fór eins og eldibrandur milli fyrirlestrasala og barðist m.a. fyrir bindindi (hann var bannmaður), grænmetisáti og hreinlæti. Fisher var fyrsta rokkstjarna hagfræðinnar. Ein fyrirlestraferðin endaði illa. Fisher fór um öll Bandaríkin 1929 til að lýsa þeirri skoðun að verðhækkun hlutabréfa væri komin til að vera: Ekkert að óttast, sagði hann. Bréfin hrundu þá um haustið og efnahagslífið með og þá einnig orðstír Fishers. Samt skrifuðu fáir af meira viti og dýpri skilningi en hann um heimskreppuna eftir á, orsakir hennar og afleiðingar. En Fisher fékk ekki að njóta sannmælis fyrir þau skrif fyrr en menn dustuðu af þeim rykið í bankahremmingum síðustu ára. Bensíngjöf og bólusetningar Hinn risinn var Bretinn John Maynard Keynes (1883-1946), upphafsmaður þjóðhagfræði nútímans. Hann var ekki síður fjöllyndur en Fisher, ýmist háskólakennari í Cambridge eða embættismaður í London, listaverkasafnari og ballettunnandi, kvæntist rússneskri ballerínu. Hann vakti fyrst athygli með því að rísa gegn Versalasamningunum 1919 í bók þar sem hann spáði rétt fyrir um efnahagslegar afleiðingar skaðabótanna sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar lögðu á Þjóðverja eftir stríðið mikla sem við köllum nú fyrri heimsstyrjöldina. Frægastur varð Keynes fyrir að rísa gegn ríkjandi hagfræði sem kenndi að kreppan mikla sem hófst 1929 yrði aðeins tímabundin. Tíminn leið, en kreppunni slotaði ekki. Keynes birti höfuðrit sitt 1936 þar sem hann lagði grunninn að nýrri þjóðhagfræði þar sem almannavaldið hefur svigrúm til að vernda efnahagslífið fyrir duttlungum einkaframtaksins með því t.d. að stíga á bensíngjöfina þegar heimilin og fyrirtækin halda að sér höndum og efnahagslífið lendir af þeim sökum í lægð. Þessu fræðilega framlagi Keynes á heimsbyggðin það að þakka að bankahremmingarnar í Bandaríkjunum 2007-2008 leiddu ekki af sér nýja heimskreppu. Þeir sem halda áfram að berjast gegn arfleifð Keynes af stjórnmálaástæðum eru næsti bær við fólkið sem berst nú gegn bólusetningu barna. Deilur um verðlaun Bókmenntaverðlaun Nóbels hafa iðulega vakið deilur, ýmist vegna margra rithöfunda sem verðlaunanefndin gekk fram hjá, t.d. Leo Tolstoy, Henrik Ibsen, Mark Twain, Anton Chekov, August Strindberg, Karen Blixen, Graham Greene og Jorge Luis Borges, eða vegna óverðugra höfunda sem sátt náðist um í nefndinni. Hagfræðiverðlaunin hafa ekki vakið umtalsverðar deilur nema tvisvar, í fyrra skiptið þegar Milton Friedman (1912-2006), prófessor í Chicago, hlaut verðlaunin 1976 og pólitískum andstæðingum hans var ekki skemmt. Friedman var samt fyllilega verður verðlaunanna. Hitt skiptið var þegar tveir fjármálaprófessorar hlutu verðlaunin 1997 og risavaxinn vogunarsjóður sem þeir stýrðu ásamt öðrum komst í sögulegt þrot árið eftir svo að bandarískt efnahagslíf lék á reiðiskjálfi. Fátækt skiptir máli Fyrir nokkrum dögum tilkynnti Nóbelsnefndin í Stokkhólmi að hagfræðiverðlaunin í ár hljóti Angus Deaton, prófessor í Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, fyrir tölfræðilegar rannsóknir m.a. á fátækt og ójöfnuði. Deaton er Skoti, tæplega sjötugur að aldri. Hann sezt við hljóðfærið heima hjá sér flesta daga og spilar m.a. verk Chopins og Schumanns. Hann birti dásamlega bók í hittiðfyrra þar sem hann kortleggur framför heimsins síðustu 250 ár með því að reifa hagtölur og heilbrigðistölur hlið við hlið (The Great Escape: Health, Wealth, and the Origin of Inequality, 2013). Framför heimsins lýsir sér ekki aðeins í meiri tekjum og minna erfiði, heldur einnig og ekki síður í auknu heilbrigði og langlífi. Með þessari verðlaunaveitingu sendir Nóbelsnefndin skýr skilaboð: Fátækt skiptir máli. Það er holl brýning nú þegar heimsbyggðin á í vök að verjast fyrir árás taumlausrar græðgi á grunnstoðir samfélagsins. Og svo er það einnig ánægjuleg upplyfting að ár eftir ár skuli berast fréttir frá Nóbelsnefndunum í Stokkhólmi af frækilegum sigrum í fræðum og vísindum ekki síður en t.d. íþróttum.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun