Umfjöllun og viðtöl: FSu - ÍR 81-91 | ÍR vann þrátt fyrir meiðsli Mitchell Bjarmi Skarphéðinsson skrifar 18. október 2015 23:00 Vísir/Vilhelm ÍR sótti góðan sigur á Selfoss þegar þeir unnu FSu í 2. umferð Domino's-deildar karla í kvöld. FSu byrjaði leikinn betur en gestirnir vöknuðu til lífsins og komu sér þægilega inn í leikinn áður en flautað var til hálfleiks. Jontahan Mitchell var sterkur í liði gestana og nýtti sér vel veikleika FSu inn í teignum góða. Mikið var flautað í Iðu í kvöld og leikurinn komst ekki í mikið flæði og staðan í hálfleik 36-37 fyrir ÍR. Seinni hálfleikur fór vel af stað fyrir gestina og náðu þeir fljótlega að koma sér 7 stigum yfir. FSu kom sterkt til baka og jafnaði leikinn og var það að miklu leyti Chris Caird að þakka sem var áberandi í þriðja leikhluta. FSu leiddu leikinn fyrir lokahlutann, 65-63. Jafnt var framan af 4.leikhluta en ÍR var þó skrefinu á undan. Jonathan Mitchell fór meiddur af velli þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum en það virtist þétta raðir ÍR-inga sem siglu heim góðum sigri 81-91 undir styrkri stjórn frá Sveinbirni Claasen sem var frábær í seinni hálfleik.Olsen: Spiluðum ekki sem lið „Við spiluðum ekki sem lið í kvöld og það vantaði hjartað í þetta hjá okkur,“ sagði vonsvikinn Erik Olson, þjálfari FSu, eftir tap hans manna fyrir ÍR í Iðu í kvöld. FSu virtist aldrei komast almennilega í gang í leiknum og voru stirðir í sóknarleik sínum. Þá fór vörn liðsins að leka illa í fjórða leikhluta. „Við byrjðum á því að spila góða vörn og náðum að halda aftur af þeim. En þegar það lá mest við að stöðva þá virtumst við algjörlega missa ákafann í varnarleik okkar.“ Nýliðar FSu hafa nú tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu en Olson hefur ekki áhyggjur af því. „Við vissum að við þyrftum að læra á hverja aðra og nýjar aðstæður. Við erum þó vonsviknir þar sem að okkur fannst að við áttum góðan möguleika á að vinna báða þessa leiki.“FSu-ÍR 81-91 (15-18, 21-19, 29-26, 16-28)FSu: Cristopher Caird 24/7 fráköst, Christopher Anderson 20/9 fráköst, Maciej Klimaszewski 10/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 10/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 8/6 stoðsendingar, Birkir Víðisson 4, Gunnar Ingi Harðarson 3/7 fráköst, Arnþór Tryggvason 2.ÍR: Jonathan Mitchell 23/13 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 20, Sveinbjörn Claessen 17/5 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 14, Kristján Pétur Andrésson 7/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5/6 fráköst, Daði Berg Grétarsson 3, Trausti Eiríksson 2.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Sjá meira
ÍR sótti góðan sigur á Selfoss þegar þeir unnu FSu í 2. umferð Domino's-deildar karla í kvöld. FSu byrjaði leikinn betur en gestirnir vöknuðu til lífsins og komu sér þægilega inn í leikinn áður en flautað var til hálfleiks. Jontahan Mitchell var sterkur í liði gestana og nýtti sér vel veikleika FSu inn í teignum góða. Mikið var flautað í Iðu í kvöld og leikurinn komst ekki í mikið flæði og staðan í hálfleik 36-37 fyrir ÍR. Seinni hálfleikur fór vel af stað fyrir gestina og náðu þeir fljótlega að koma sér 7 stigum yfir. FSu kom sterkt til baka og jafnaði leikinn og var það að miklu leyti Chris Caird að þakka sem var áberandi í þriðja leikhluta. FSu leiddu leikinn fyrir lokahlutann, 65-63. Jafnt var framan af 4.leikhluta en ÍR var þó skrefinu á undan. Jonathan Mitchell fór meiddur af velli þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum en það virtist þétta raðir ÍR-inga sem siglu heim góðum sigri 81-91 undir styrkri stjórn frá Sveinbirni Claasen sem var frábær í seinni hálfleik.Olsen: Spiluðum ekki sem lið „Við spiluðum ekki sem lið í kvöld og það vantaði hjartað í þetta hjá okkur,“ sagði vonsvikinn Erik Olson, þjálfari FSu, eftir tap hans manna fyrir ÍR í Iðu í kvöld. FSu virtist aldrei komast almennilega í gang í leiknum og voru stirðir í sóknarleik sínum. Þá fór vörn liðsins að leka illa í fjórða leikhluta. „Við byrjðum á því að spila góða vörn og náðum að halda aftur af þeim. En þegar það lá mest við að stöðva þá virtumst við algjörlega missa ákafann í varnarleik okkar.“ Nýliðar FSu hafa nú tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu en Olson hefur ekki áhyggjur af því. „Við vissum að við þyrftum að læra á hverja aðra og nýjar aðstæður. Við erum þó vonsviknir þar sem að okkur fannst að við áttum góðan möguleika á að vinna báða þessa leiki.“FSu-ÍR 81-91 (15-18, 21-19, 29-26, 16-28)FSu: Cristopher Caird 24/7 fráköst, Christopher Anderson 20/9 fráköst, Maciej Klimaszewski 10/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 10/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 8/6 stoðsendingar, Birkir Víðisson 4, Gunnar Ingi Harðarson 3/7 fráköst, Arnþór Tryggvason 2.ÍR: Jonathan Mitchell 23/13 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 20, Sveinbjörn Claessen 17/5 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 14, Kristján Pétur Andrésson 7/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5/6 fráköst, Daði Berg Grétarsson 3, Trausti Eiríksson 2.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Sjá meira