Innlent

Skipið sem strandaði við Stykkishólm laust og siglir til hafnar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björgunarskip var kallað út til að aðstoða Blíðu SH-277 sem strandaði undan Stykkishólmi í dag.
Björgunarskip var kallað út til að aðstoða Blíðu SH-277 sem strandaði undan Stykkishólmi í dag. MYND/OTTI RAFN SIGMARSSON
Björgunarsveitir á Snæfellsnesi voru kallaðar út fyrir skömmu þegar fjölveiðiskipið Blíða SH-277 strandaði við Kiðey, um 6,5 kílómetra vestur af Stykkishólmi. Skipið hefur nú losnað af strandstað og siglir nú til hafnar þar sem nánari skoðun mun fara fram.

Auk björgunarsveita voru björgunarskip frá Rifi, nærstaddir bátar og þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til aðstoðar. Skipið sat fast á skeri en ekki kom leki að því. Samkvæmt upplýsingum frá svæðisstjórn björgunarsveita á Snæfellsnesi losnaði skipið af strandstað fyrir stundu og siglir það nú til hafnar. Þrír áhafnarmeðlir eru um borð og eru þeir allir ómeiddir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×