Verum samferða Ragnheiður Elín Árnadóttir og Grímur Sæmundsen skrifar 3. október 2015 07:00 Á síðustu árum hefur vöxtur í ferðaþjónustu á Íslandi verið ævintýri líkastur og spár sérfræðinga gera ráð fyrir viðlíka fjölgun á næstu árum. Þetta hefur haft í för með sér margvíslegan ávinning en um leið áskoranir fyrir íslenskt samfélag. Ferðaþjónustan hefur á örfáum árum vaxið í það að vera sú atvinnugrein sem skapar mestar gjaldeyristekjur og um allt land hefur sprottið upp blómleg atvinnustarfsemi í ferðaþjónustu. Það er ekki að ástæðulausu að margir segja að uppgangur ferðaþjónustunnar marki straumhvörf í uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni. En á sama tíma hefur álag á náttúruna aukist og uppbygging á ýmis konar innviðum ekki náð að halda í við þessa öru þróun. Þar þurfum við að gera betur og breyta verklagi. Eitt það mikilvægasta sem við getum gert er að auka samhæfingu innan stjórnsýslunnar og efla samvinnu milli hans opinbera og greinarinnar sjálfrar. Undanfarin misseri hefur verið unnin viðamikil stefnumótunarvinna á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Samtaka ferðaþjónustunnar. Haldnir hafa verið fjölsóttir fundir hringinn í kringum landið og telst okkur til að ríflega þúsund manns hafi tekið þátt í stefnumótuninni með einum eða öðrum hætti. Það sem stendur upp úr eftir alla þessa vinnu er hversu mikill samhljómur er í því hvert beri að stefna og hvaða leiðir skuli feta. Næstkomandi þriðjudag munum við kynna afrakstur þessarar vinnu þar sem stefnan er mörkuð um uppbyggingu og þróun ferðaþjónustunnar á næstu árum og áratugum. Við erum þess fullviss að með góðu skipulagi, metnaði og skýrri sýn muni íslensk ferðaþjónusta, íslensk náttúra og íslenskt samfélag blómstra hlið við hlið. Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við mótun og gerð nýrrar ferðamálastefnu fyrir Ísland. Á næstu vikum munum við fylgja stefnunni eftir með kynningum um allt land og hvetjum alla áhugasama til að mæta á þá fundi og vera okkur samferða í þeirri vinnu sem fram undan er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur vöxtur í ferðaþjónustu á Íslandi verið ævintýri líkastur og spár sérfræðinga gera ráð fyrir viðlíka fjölgun á næstu árum. Þetta hefur haft í för með sér margvíslegan ávinning en um leið áskoranir fyrir íslenskt samfélag. Ferðaþjónustan hefur á örfáum árum vaxið í það að vera sú atvinnugrein sem skapar mestar gjaldeyristekjur og um allt land hefur sprottið upp blómleg atvinnustarfsemi í ferðaþjónustu. Það er ekki að ástæðulausu að margir segja að uppgangur ferðaþjónustunnar marki straumhvörf í uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni. En á sama tíma hefur álag á náttúruna aukist og uppbygging á ýmis konar innviðum ekki náð að halda í við þessa öru þróun. Þar þurfum við að gera betur og breyta verklagi. Eitt það mikilvægasta sem við getum gert er að auka samhæfingu innan stjórnsýslunnar og efla samvinnu milli hans opinbera og greinarinnar sjálfrar. Undanfarin misseri hefur verið unnin viðamikil stefnumótunarvinna á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Samtaka ferðaþjónustunnar. Haldnir hafa verið fjölsóttir fundir hringinn í kringum landið og telst okkur til að ríflega þúsund manns hafi tekið þátt í stefnumótuninni með einum eða öðrum hætti. Það sem stendur upp úr eftir alla þessa vinnu er hversu mikill samhljómur er í því hvert beri að stefna og hvaða leiðir skuli feta. Næstkomandi þriðjudag munum við kynna afrakstur þessarar vinnu þar sem stefnan er mörkuð um uppbyggingu og þróun ferðaþjónustunnar á næstu árum og áratugum. Við erum þess fullviss að með góðu skipulagi, metnaði og skýrri sýn muni íslensk ferðaþjónusta, íslensk náttúra og íslenskt samfélag blómstra hlið við hlið. Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við mótun og gerð nýrrar ferðamálastefnu fyrir Ísland. Á næstu vikum munum við fylgja stefnunni eftir með kynningum um allt land og hvetjum alla áhugasama til að mæta á þá fundi og vera okkur samferða í þeirri vinnu sem fram undan er.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar